Opin vísindi

Upplifun starfsmanns af vinnustað og starfi. Tengsl starfsmanns við vinnustað, upplifun af starfinu og samskipti við vinnuveitanda

Upplifun starfsmanns af vinnustað og starfi. Tengsl starfsmanns við vinnustað, upplifun af starfinu og samskipti við vinnuveitanda


Title: Upplifun starfsmanns af vinnustað og starfi. Tengsl starfsmanns við vinnustað, upplifun af starfinu og samskipti við vinnuveitanda
Author: Kristbergsdóttir, Hlín
Advisor: Jónsson, Friðrik H.
Þórsdóttir, Fanney
Date: 2011-05-27
Language: Icelandic
Scope: 843934
Department: Sálfræðideild
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/4285

Show full item record

Citation:

Kristbergsdóttir , H 2011 , ' Upplifun starfsmanns af vinnustað og starfi. Tengsl starfsmanns við vinnustað, upplifun af starfinu og samskipti við vinnuveitanda ' , Meistara , Heilbrigðisvísindasvið .

Abstract:

Ritgerðin byggir á tveimur greinum sem báðar fjalla um upplifun starfsmanns af vinnustað, starfi og vinnuveitanda. Önnur greinin hefur verið birt í íslensku ritrýndu tímariti en sú seinni er áætlað að birta í virtu erlendu ritrýndu vísindariti. Opnað er með fræðilegum inngangi þar sem fjallað er um efni beggja greinanna til að veita lesandanum fræðilega innsýn í efnið og ljósi varpað á stöðu þekkingarinnar í tengslum við viðfangsefnið. Fyrri greinin, Samanburður á upplifun starfsmanna einkarekinna fyrirtækja og starfsmanna hins opinbera af vinnustað og starfi, snýr að samanburði á mun á upplifun starfsmanna í einkareknum fyrirtækjum og starfsmanna í opinberum stofnunum á ýmsum mikilvægum starfstengdum vinnusálfræðiþáttum. Þessir þættir snéru að upplifun starfsmans á starfsumhverfinu og starfinu og upplifun sem snéri að vinnuveitandanum. Niðurstöður úr fjölbreytu aðhvarfsgreiningu bentu til að marktækur munur var á upplifun starfsmanna á öllum þáttum nema starfsánægju og togstreitu. Starfsmenn í einkareknum fyrirtækjum eru bjartsýnni, upplifa meiri stuðning og sanngirni á vinnustað, þeir upplifa mannauðsstjórnunina á vinnustaðnum sem árangursríkari, greina frá jákvæðari áhrifum frá vinnu til fjölskyldu, eru hliðhollari sínum vinnuveitanda og sýna góða þegnhegðun í ríkari mæli en starfsmenn í opinberum stofunum. Í seinni greininni, Linking employee‘s perception of HR practices to citizenship behavior: the mediating role of organizational justice, percieved organizational support and organizational commitment, var megintilgangur rannsóknarinnar að skoða áhrif mat starfsmanna á mannauðstengdum aðgerðum á þegnhegðun útfrá kenningum um félagsleg skipti og gagnkvæmnisreglunni. Til að svara rannsóknarspurninunum var notuð formgerðargreining (structural equation modeling) þar sem sett var fram formgerðarlíkan og gert var ráð fyrir beinum tengslum milli mats starfsmanna á mannauðstengdum aðgerðum við bæði hollustu og þegnhegðun og einnig að tengsl milli mats á mannauðstengdum aðgerðum við hollustu væri miðlað í gegnum upplifun á sanngirni og stuðningi, og að tengsl milli mats á mannauðstengdum aðgerðum við þegnhegðun væri miðlað í gegnum upplifun á sanngirni, stuðningi og hollustu starfsmanns til fyrirtækis. Niðurstöður sýndu að heildarmátgæði formgerðarlíkans voru mjög góð og að öll tengsl voru tölfræðilega marktæk. Sambandinu á milli mat á mannauðstengdum aðgerðum og þegnhegðunar helst nokkuð óháð miðlunartengslum í gegnum upplifun á sanngirni, stuðningi og hollustu. Þar af leiðandi virðist nálgunin um félagsleg skipti og gagnkvæmnisregluna ekki skýra nægilega vel tengslin milli mat á mannauðstengdum aðgerðum og þegnhegðunar. Sambandinu á milli mats á mannauðstengdum aðgerðum og hollustu virðist að mestu vera miðlað í gegnum upplifun á sanngirni og stuðningi sem styður nálgunina um félagsleg skipti og gagnkvæmnisregluna til að skýra sambandið milli mat á mannauðsstengdum aðgerðum og hollustu starfsmanns til fyrirtækisins. Þessar niðurstöður eru því vísbending um að til að auka hliðhollu starfsmanna er ekki nóg að fyrirtækið framkvæmi aðgerðir innan mannauðsstjórnunar á fyrirtækjastigi, heldur skiptir einnig máli að sýna starfsmanni stuðning og sanngirni á vinnustað þannig að hann finni beint fyrir þessum aðgerðum. Mikilvægt er að benda á að einungis var um fylgnirannsókn að ræða og því ekki mögulegt að álykta um orsakir og afleiðingar. Mikilvægt er því að hafa þetta að leiðarljósi við túlkun á niðurstöðum.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)