Opin vísindi

Meðferð við lok lífs utan sérhæfðra líknardeilda : Fræðileg samantekt með kögunarsniði

Meðferð við lok lífs utan sérhæfðra líknardeilda : Fræðileg samantekt með kögunarsniði


Titill: Meðferð við lok lífs utan sérhæfðra líknardeilda : Fræðileg samantekt með kögunarsniði
Aðrir titlar: End-of-life care in nonspecialized palliative care settingsA scoping review
Höfundur: Geirsdóttir, Gudrídur Ester
Ólafsdóttir, Kristín Lára
Bragadóttir, Helga
Útgáfa: 2023-06
Tungumál: Íslenska
Umfang: 11
Deild: Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild
Önnur svið
Birtist í: Tímarit hjúkrunarfræðinga; 99(2)
ISSN: 1022-2278
Efnisorð: Hjúkrunarstjórnun
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/4263

Skoða fulla færslu

Tilvitnun:

Geirsdóttir , G E , Ólafsdóttir , K L & Bragadóttir , H 2023 , ' Meðferð við lok lífs utan sérhæfðra líknardeilda : Fræðileg samantekt með kögunarsniði ' , Tímarit hjúkrunarfræðinga , bind. 99 , nr. 2 , bls. 68-78 .

Útdráttur:

Bakgrunnur. Á sérhæfðum líknardeildum starfar heilbrigðisstarfsfólk með reynslu og sérmenntun á sviði líknarmeðferðar og oft eru þær betur mannaðar en almennar deildir. Þar fá sjúklingar með erfið einkenni og flókin vandamál sérhæfða líknarmeðferð. Umönnun og meðferð við lok lífs er ekki eingöngu veitt á sérhæfðum líknardeildum heldur einnig utan þeirra, stundum við aðstæður sem eru ekki ákjósanlegar og af starfsmönnum sem telja sig skorta hæfni í líknar- og lífslokameðferð. Tilgangur. Leitast er við að svara rannsóknarspurningunni: Hvaða þættir geta reynst styðjandi eða hindrandi við að veita góða meðferð við lok lífs á deildum sem eru ekki sérhæfðar líknardeildir? Aðferð. Notuð var fræðileg samantekt með kögunarsniði. Fylgt var leiðbeiningum Joanna Briggs-stofnunarinnar, fimm þrepa kögunarsniðsramma Arksey og O‘Malley og PRISMA-ScR. Leitað var í gagnasöfnunum PubMed og Cinahl og takmarkaðist leit við heimildir útgefnar 2011-2022. Leitarorðin general ward, hospital ward, medical ward, medicine ward, palliative care, terminal care, end of life care, nurses, nursing og nurse voru notuð. Niðurstöður. Leit skilaði 367 heimildum og að loknu mati uppfylltu 11 rannsóknir inntökuskilyrðin. Niðurstöður voru settar fram sem fimm þemu sem einkenna lífslokameðferð og lýsa þáttum sem geta ýmist stutt eða hindrað góða meðferð við lok lífs á deildum utan sérhæfðra líknardeilda: 1) hæfni og þekking starfsfólks, 2) mönnun, 3) umhverfi, 4) samskipti og samtal um lífslokameðferð og 5) sameiginleg sýn á lífslokameðferð. Styðjandi þættir voru hæfni í lífslokameðferð, nægileg mönnun, styðjandi umhverfi, meðferðaráætlun og klínískar leiðbeiningar og góð samskipti. Hindrandi þættir voru skortur á hæfni í lífslokameðferð, of margir sjúklingar, skortur á einbýlum, skortur á klínískum leiðbeiningum og þverfaglegu samstarfi og að samtalið um yfirvofandi lífslok var tekið of seint. Ályktun. Með þjálfun og kennslu, aðstæðum og umhverfi, má efla gæði umönnunar við lok lífs á deildum utan sérhæfðra líknardeilda. Frekari rannsóknir skortir á viðfangsefninu, ekki síst á því hvað styður farsæla innleiðingu lífslokameðferðar á ósérhæfðum deildum. Background. Specialized palliative care wards are staffed with healthcare professionals experienced and educated in palliative care, and are often better staffed than general inpatient wards. Patients with severe symptoms and complex problems, can receive the specialized palliative care they need in these wards. End-of-life care is not only provided in these specialized palliative care wards, but also within other health care settings where the conditions are suboptimal for this type of care and staff may lack competence in palliative and end-of-life care. Aim. The aim of this study was to answer the research question: What are the facilitators and barriers to good end-of-life care in non-specialist palliative care wards? Method. This scoping review follows the Joanna Briggs Foundation guidelines, the five-stage methodological framework of Arksey and O’Malley and the PRISMA-ScR. PubMed and Cinahl databases were searched. The keywords were: general ward, hospital ward, medical ward, medicine ward, palliative care, terminal care, end-of-life care, nurses, nursing and nurse. Results. The literature search identified 367 studies with 11 of them meeting the inclusion criteria. The results are presented as five themes describing factors identified as facilitators or barriers characterizing good end-of-life care in non-specialized palliative care settings: 1) competence and knowledge of staff, 2) staffing, 3) environment, 4) communication and discussions of end-of-life care and 5) shared vision on end-of-life care. Facilitating factors were competence in end-of-life care, ample staffing, a supportive environment, a care plan for the dying person, clinical guidelines, and good communication. Barriers were incompetence in end-of-life care, too high patient load, lack of private patient rooms, lack of clinical pathways and interdisciplinary teamwork, and the communication on the imminent death of the patient occurring too late. Conclusion. With training and education, optimal circumstances, and environment, end-of-life care can be improved in non-specialized palliative care settings. Further studies are needed on the matter, with focus on successful implementation of end-oflife care in non-specialized palliative care settings.

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: