Title: | Áhrif COVID-19 faraldursins á líðan hjúkrunar- og ljósmóðurfræðinemenda og viðhorf þeirra til námsumhverfis í samkomutakmörkunum : eigindleg rannsókn |
Alternative Title: | Effects of the COVID-19 pandemic on the wellbeing of nursing and midwifery students, and their perception of the learning environment during the national ‘lockdown’a qualitative study |
Author: |
|
Date: | 2023-06 |
Language: | Icelandic |
Scope: | 10 |
Department: | Hjúkrunarfræðideild Önnur svið Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild |
Series: | Tímarit hjúkrunarfræðinga; 99(2) |
ISSN: | 1022-2278 |
Subject: | Fjölskylduhjúkrun; Hjúkrun aðgerðasjúklinga; Geðhjúkrun |
URI: | https://hdl.handle.net/20.500.11815/4262 |
Citation:Svavarsdóttir , M H , Kristófersson , G K , Svavarsdóttir , E K , Sveinsdóttir , H , Thorsteinsson , H S , Bernharðsdóttir , J & Flygenring , B G 2023 , ' Áhrif COVID-19 faraldursins á líðan hjúkrunar- og ljósmóðurfræðinemenda og viðhorf þeirra til námsumhverfis í samkomutakmörkunum : eigindleg rannsókn ' , Tímarit hjúkrunarfræðinga , bind. 99 , nr. 2 , bls. 58-67 . < https://www.hjukrun.is/felagid/timaritid/2tbl2023 >
|
|
Abstract:Tilgangur. Markmið rannsóknarinnar var annars vegar að lýsa áhrifum COVID-19-faraldursins á líðan og nám hjúkrunar- og ljósmóðurfræðinemenda og hins vegar að lýsa viðhorfum nemenda til breytinga sem gerðar voru á námsumhverfi þeirra á tímum faraldursins. Aðferð. Rannsóknin var eigindleg. Þátttakendur voru samtals 15: fimm nemendur í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri, fimm nemendur í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og fimm nemendur í framhaldsnámi við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands. Í heildina voru fjögur rýnihópaviðtöl tekin með fjarfundarbúnaði á vormánuðum 2021. Niðurstöðurnar voru þemagreindar með aðferð Braun og Clarke (2012). Niðurstöður. Greind voru tvö meginþemu og sjö undirþemu. Meginþemað „Svo skellur covid á“ lýsir þeirri óreiðu og óvissu sem nemendur fundu fyrir, upplifun þeirra á skyndilegri breytingu á námsumhverfi og kennsluaðferðum, sem og áskorunum sem þeir mættu í klínísku námi. Þemað „Krefjandi tímar“ lýsir því hvernig nemendunum fannst þeir vera einir og því mikla álagi sem þeir voru undir bæði í námi og einkalífi á tímum faraldursins. Nemendur lýstu ótta við að bera smit og þörf fyrir stuðning var mikil, en hann fengu nemendur frá fjölskyldu og samnemendum en fáir þeirra voru meðvitaðir um eða nýttu sér þá aðstoð sem skólarnir buðu upp á. Ályktun. Fordæmalausar samkomutakmarkanir á tímum faraldursins höfðu margþætt áhrif á bóklegt og klínískt nám nemendanna sem og á líðan þeirra. Niðurstöðurnar sýna mikilvægi þess að nægur stuðningur sé frá kennurum og námsráðgjöfum sem og mikilvægi góðs aðgengis að tækniaðstoð. Aim. The aim of the study was to describe the effects of the COVID-19 pandemic on the well-being and learning of nursing and midwifery students and to describe their perceptions of the changes made to their learning environment during the pandemic. Method. The study used a descriptive qualitative design. Fifteen students participated: five undergraduate nursing students from University of Akureyri and five undergraduate nursing and five graduate students from the Faculty of Nursing and Midwifery at University of Iceland. Data was collected during four focus-group interviews via an online platform at the end of the 2021 spring semester. The data was analyzed using thematic analysis as described by Braun and Clarke (2012). Results. Two main themes and seven subthemes were identified. The main theme, "Then Covid hits", describes the chaos and uncertainty that prevailed, the students’ experience of the abrupt shift in their learning environment and the various challenges in their clinical training. The theme "Challenging times" captures how the students felt they were on their own and the strain they experienced, in both their studies and their personal lives, during the pandemic. The students described their fear of spreading infection and their need for support from family and fellow students, but few were aware of or took advantage of the resources available from the universities. Conclusion. The unprecedented national ‘lockdown’ had a multifaceted impact on the students’ theoretical and clinical learning in addition to their well-being. The results highlight the importance of the provision of both sufficient support from study counselors and teachers as well as access to adequate technical support.
|