Opin vísindi

Þjálfun landsbyggðarlækna í meðhöndlun slasaðra og bráðveikra

Þjálfun landsbyggðarlækna í meðhöndlun slasaðra og bráðveikra


Titill: Þjálfun landsbyggðarlækna í meðhöndlun slasaðra og bráðveikra
Aðrir titlar: Training of Icelandic rural doctors in managing trauma and acute illness
Höfundur: Einarsdottir, Asta Evlalia
Björnsson, Hjalti Már
Oskarsson, Jon Palmi
Runolfsson, Steinthor
Útgáfa: 2023-06
Tungumál: Íslenska
Umfang: 8
Deild: Læknadeild
Önnur svið
Birtist í: Læknablaðið; 109(6)
ISSN: 1670-4959
DOI: 10.17992/lbl.2023.06.747
Efnisorð: Bráðalæknisfræði; Humans; Child; Iceland; Emergencies; Cross-Sectional Studies; Acute Disease; General Practitioners; Rural Health Services; rural medicine; emergency medicine; general practitioners; emergency medicine; general practitioners; rural medicine; Almenn læknisfræði
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/4241

Skoða fulla færslu

Tilvitnun:

Einarsdottir , A E , Björnsson , H M , Oskarsson , J P & Runolfsson , S 2023 , ' Þjálfun landsbyggðarlækna í meðhöndlun slasaðra og bráðveikra ' , Læknablaðið , bind. 109 , nr. 6 , bls. 283-290 . https://doi.org/10.17992/lbl.2023.06.747

Útdráttur:

INNGANGUR Störf landsbyggðarlækna eru umtalsvert ólík störfum við heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir utan að sinna hinu hefðbundna verksviði heilsugæslulækna þurfa landsbyggðarlæknar að annast greiningu og fyrstu meðferð í öllum neyðartilvikum sem er venjulega sinnt á bráðamóttökum sjúkrahúsa í þéttbýli. Markmið rannsóknarinnar voru að kanna viðhorf landsbyggðarlækna til námskeiða í bráðalækningum og þátttöku í þeim, kanna hvernig þessi hópur metur eigin hæfni til að bregðast við vandamálum og kanna stöðu endurmenntunar á sviði bráðalækninga. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin var lýsandi þversniðsrannsókn og samanstóð þýðið af sérfræðilæknum og almennum læknum með minnst tveggja ára starfsreynslu að loknu kandídatsári sem starfa að minnsta kosti fjórðung ársins utan höfuðborgarsvæðisins. Upplýsingum var safnað með rafrænum spurningalista. Notað var t-próf og kí-kvaðrat próf og voru marktæknimörk p<0,05. NIÐURSTÖÐUR Könnunin var send til 84 lækna og alls luku 47 (56%) við könnunina. Höfðu yfir 90% þátttakenda farið á námskeið í sérhæfðri endurlífgun en einungis 18% þátttakenda tekið þátt í námskeiði í bráðalækningum utan sjúkrahúsa (BLUS) sem er sérhannað fyrir þennan markhóp. Meira en helmingur þátttakenda taldi sig hafa góða þjálfun til að framkvæma 7 af 11 neyðarinngripum. Þá töldu yfir 40% þátttakenda að bæta þyrfti endurmenntun í 7 af 10 flokkum bráðaþjónustu. Að lokum taldi yfir helmingur þátttakenda að skortur á afleysingalæknum væri þess valdandi að þeir gætu ekki sótt sér endurmenntun. ÁLYKTANIR Meirihluti landsbyggðarlækna telur sig hafa góða þjálfun til að veita bráðaþjónustu. Helst er þörf á að bæta þjálfunina varðandi störf á vettvangi og í sjúkrabíl, bráðavandamálum barna og fæðingum og bráðum kvensjúkdómum. Auka þarf aðgengi landsbyggðarlækna að sérhæfðum bráðanámskeiðum. INTRODUCTION: Rural medicine is in many ways different from urban primary care. In addition to providing primary care for a population, the rural doctor is tasked with the initial evaluation and stabilization of all emergencies usually managed by an Emergency Department in urban areas. The goal of this study was to assess rural doctors' in Iceland attendance of courses in Emergency Medicine (EM), how rural doctors grade their own ability to respond to emergencies and evaluate their Continuous Medical Education (CME) within the field of EM. MATERIALS AND METHODS: In this descriptive cross-sectional study, all rural general practitioners (GP) in Iceland with at least two years of experience post foundation training and who practiced at least a quarter of every year outside the capital area were surveyed using an electronic questionnaire. T-test and qi-square test were used for analysis and significance determined if p<0.05. RESULTS: The survey was sent to 84 doctors with 47 (56%) completing the survey. Over 90% of the participants reported having completed a course in Advanced Life Support (ALS) but only 18% had completed a course in prehospital EM specifically designed for this group of doctors. Over half of the participants considered themselves to have good training to perform 7 out of 11 surveyed emergency procedures. Over 40% of participants considered it necessary to improve their CME in 7 out of 10 categories of EM. The majority of rural GPs considered shortage of doctors in the rural environment a significant factor limiting their CME. CONCLUSIONS: The majority of rural doctors in Iceland consider themselves to have a good training to provide initial EM care in their community. Efforts to improve their training in this field of medicine should focus on scene safety and working in the prehospital setting, pediatrics, labor and deliveries and gynecological emergencies. Rural doctors need to have access to appropriate EM training courses.

Athugasemdir:

Publisher Copyright: © 2023 Laeknafelag Islands. All rights reserved.

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: