Title: | Vinaleysi og vanlíðan hjá börnum og unglingum : Rannsóknir á árangri af PEERS-námskeiðum í félagsfærni á Íslandi |
Author: |
|
Date: | 2022 |
Language: | Icelandic |
Scope: | 8 |
University/Institute: | Landspítali |
Department: | Félagsráðgjafardeild |
Series: | Tímarit félagsráðgjafa; 16(1) |
ISSN: | 2772-0098 |
URI: | https://hdl.handle.net/20.500.11815/4222 |
Citation:Karlsdottir , I , Harðardóttir , S & Stefánsson , K H 2022 , ' Vinaleysi og vanlíðan hjá börnum og unglingum : Rannsóknir á árangri af PEERS-námskeiðum í félagsfærni á Íslandi ' , Tímarit félagsráðgjafa , bind. 16 , nr. 1 , bls. 5-12 .
|
|
Abstract:Útdráttur Í þessari grein er sagt frá niðurstöðum tveggja rannsókna sem höfðu það að markmiði að kanna árangur af PEERS-námskeiðum í félagsfærni fyrir börn og unglinga með röskun á einhverfurófi, ADHD, kvíða, þunglyndi eða aðra félagslega erfiðleika. Námskeiðin voru skipulögð bæði innan Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans og á vegum Félagsfærni-Lesblindu ehf., frá byrjun haustannar 2016 til loka vorannar 2019. Rannsóknirnar tóku alls til 22 námskeiða og voru þátttakendur 154 börn og unglingar ásamt foreldrum/forsjáraðilum. Mat á árangri námskeiðanna byggðist á greiningu á niðurstöðum spurningalista sem voru lagðir fyrir þátttakendur, börn/unglinga og foreldra þeirra, fyrir og eftir hvert námskeið. Spurningalistarnir voru fjórir og með þeim var verið að mæla félagsfærni, félagsvirkni, samkennd og kvíða. Í heild benda niðurstöðurnar til þess að PEERS-námskeiðin skili árangri hvað varðar félagsfærni, samfundi (hittinga) með jafnöldrum og samkennd hjá báðum aldurshópum, og dragi úr kvíða hjá eldri aldurshópnum. Í ljósi niðurstaðna þessara rannsókna má álykta sem svo að PEERS-námskeið í félagsfærni geti stuðlað að bættri líðan barna og unglinga, félagslegri aðlögun þeirra, og bættri námsframvindu og framtíðarhorfum. Efnisorð: PEERS-námskeið, félagsfærni, einhverfurófsröskun, ADHD Abstract In this article the results of two studies are discussed. The studies aimed at researching the effectiveness of PEERS-social skills training for children and adolescents with Autism Spectrum Disorder (ASD), ADHD, anxiety, depression and other social challenges. The social skills training was organized both within the Department of Child and Adolescent Psychiatry of the National University Hospital of Iceland and also by Félagsfærni-Lesblinda ehf. (e. Social skills-Dyslexia company) from the beginning of autumn semester 2016 to the end of spring semester 2019. The studies covered 22 training groups and the participants were 154 children and adolescents along with their parents/ caretakers. Evaluation of the success of the social skills training relied upon the analysis of assessment lists, which the participants, children/adolescents and their parents answered before and after the intervention. The assessment lists were four, measuring social skills, social functioning, empathy and anxiety. Overall the results suggest that the PEERS trainings are effective in terms of social skills, get-togethers with peers and empathy for both age groups and reduce anxiety for the older age group. The conclusion of these studies is that PEERS social skills training is of great importance for the wellbeing of children and adolescents, their social adjustment, improved school progress and future prospects. Keywords: PEERS-training, social skills, Autism Spectrum Disorder (ASD), ADHD.
|