Opin vísindi

Nýgengi og langvarandi notkun prótónpumpuhemla í kjölfar skurðaðgerða

Nýgengi og langvarandi notkun prótónpumpuhemla í kjölfar skurðaðgerða


Title: Nýgengi og langvarandi notkun prótónpumpuhemla í kjölfar skurðaðgerða
Alternative Title: The incidence of postoperative and persistent usage of proton pump inhibitors following surgery
Author: Kristjánsdóttir, Thelma Rós
Sigurðsson, Martin Ingi
Jónsdóttir, Freyja
Date: 2023-05-05
Language: Icelandic
Scope: 7
University/Institute: Háskóli Íslands
School: Heilbrigðisvísindasvið
Department: Læknadeild
Önnur svið
Series: Læknablaðið; 109(5)
ISSN: 0023-7213
DOI: 10.17992/lbl.2023.05.744
Subject: Lyfjafræðingar; Svæfinga- og gjörgæslulæknisfræði; inappropriate prescribing; persistent use; polypharmacy; proton pump inhibitors; surgery; inappropriate prescribing; persistent use; polypharmacy; proton pump inhibitors; surgery; Almenn læknisfræði
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/4207

Show full item record

Citation:

Kristjánsdóttir , T R , Sigurðsson , M I & Jónsdóttir , F 2023 , ' Nýgengi og langvarandi notkun prótónpumpuhemla í kjölfar skurðaðgerða ' , Læknablaðið , bind. 109 , nr. 5 , bls. 243-249 . https://doi.org/10.17992/lbl.2023.05.744

Abstract:

Ágrip INNGANGUR Notkun prótónpumpuhemla (PPH) hefur aukist á undanförnum áratugum. Hluti sjúklinga er á lyfjunum án ábendingar. Mögulegt er að ný notkun hefjist í kjölfar skurðaðgerða. Markmið rannsóknarinnar var að skoða nýgengi notkunar PPH í kjölfar skurðaðgerða og hlutfall nýrra sjúklinga með langvarandi notkun lengur en í þrjá mánuði eftir aðgerð auk sjúklinga- og aðgerðatengdra þátta sem tengdust nýrri notkun og nýrri langvarandi notkun. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Upplýsingar um skurðaðgerðir fullorðinna sem framkvæmdar voru á Landspítala á árunum 2006-2018 voru fengnar úr Íslenska aðgerðagrunninum. Hann inniheldur upplýsingar úr lyfjagagnagrunni Embættis landlæknis um útleyst lyf sjúklinga fyrir og eftir skurðaðgerðir. Metið var hlutfall þeirra sem hófu notkun PPH innan þriggja mánaða frá aðgerð, sem og hlutfall sjúklinga sem urðu að nýjum langvinnum notendum. NIÐURSTÖÐUR Alls leystu 2886 sjúklingar af 42.530 út PPH innan þriggja mánaða frá fyrstu skurðaðgerð. Árlegt nýgengi var 67 af 1000 skurðaðgerðum og hlutfall nýrra langvinnra notenda var 54% en hvort tveggja var breytilegt milli ára. Meirihluti þeirra sem hófu notkun voru konur og flestar voru í aldurshópi 56-65 ára, voru á fjöllyfjameðferð (5-9 lyf) og höfðu gengist undir kviðarholsskurðaðgerð. ÁLYKTANIR Ný notkun PPH eftir skurðaðgerð er algeng og rúmur helmingur einstaklinga sem hefja notkun PPH verða langvinnir notendur. Aukning varð í notkun í samræmi við auknar lyfjaávísanir og sölu PPH á tímabilinu. Niðurstöðurnar sýna fram á mikilvægi aukinnar eftirfylgni með lyfjaávísunum PPH í kjölfar skurðaðgerða hér á landi. INTRODUCTION: The use of proton pump inhibitors (PPI) has increased over the past decades. Some patients use the medication without an indication. It is possible that new use will start following surgery. The study aimed to examine the incidence of postoperative use of PPI following surgeries and the ratio of new persistent users over three months postoperatively as well as patient- and procedural variables associated with new use and new persistent use. METHODS: Data of surgeries among adults that had undergone surgeries at the National University Hospital of Iceland from 2006 to 2018. The data were from the Icelandic perioperative database, containing information regarding medication usage preceding and following surgeries. The ratio of those who started using PPI within three months of surgery was assessed, and the ratio of persistent users. RESULTS: Altogether, 2886 out of 42.530 patients filled PPI prescription within three months after their first surgery. Annual incidence was 67 per 1.000 surgeries, and the ratio of persistent users was 54%, although both the varied between years. The use was more common among women, highest in age group 56-65 years old, patients with polypharmacy (5-9 medicines) and who underwent abdominal surgeries. CONCLUSIONS: New postoperative PPI use is common following surgery and half of the patients with new use develop new persistent use. The usage increased similar to the increased number of prescriptions and sales of PPI in other patient groups during the period. The results indicate the need for further monitoring of patients with PPI prescriptions following surgeries in Iceland.

Description:

Publisher Copyright: © 2023 Laeknafelag Islands. All rights reserved.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)