Opin vísindi

Áhrif offitu á árangur lokuskipta vegna ósæðarlokuþrengsla

Áhrif offitu á árangur lokuskipta vegna ósæðarlokuþrengsla


Title: Áhrif offitu á árangur lokuskipta vegna ósæðarlokuþrengsla
Alternative Title: The effect of obesity on the outcome of surgical aortic valve replacement for aortic stenosis
Author: Einarsdóttir, Freydís Halla
Gunnarsdóttir, Erla Liu Ting
Gunnarsdóttir, Sunna Lu Xi
Jensen, Elín Metta
Viktorsson, Sindri Aron
Ingvarsdóttir, Inga Lára
Heitmann, Leon Arnar
Guðbjartsson, Tómas
Date: 2023-05-05
Language: Icelandic
Scope: 8
Department: Læknadeild
Önnur svið
Series: Læknablaðið; 109(5)
ISSN: 0023-7213
DOI: 10.17992/lbl.2023.05.743
Subject: Hjarta- og lungnaskurðlæknisfræði; aortic stenosis; aortic valve replacement; BM; body mass index; cardiac surgery; complications; obesity; survival; BMI; aortic stenosis; aortic valve replacement; body mass index; cardiac surgery; complications; obesity; survival; Almenn læknisfræði
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/4206

Show full item record

Citation:

Einarsdóttir , F H , Gunnarsdóttir , E L T , Gunnarsdóttir , S L X , Jensen , E M , Viktorsson , S A , Ingvarsdóttir , I L , Heitmann , L A & Guðbjartsson , T 2023 , ' Áhrif offitu á árangur lokuskipta vegna ósæðarlokuþrengsla ' , Læknablaðið , bind. 109 , nr. 5 , bls. 235-242 . https://doi.org/10.17992/lbl.2023.05.743

Abstract:

Ágrip INNGANGUR Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif offitu á tíðni skamm­tíma fylgikvilla og langtímalifun eftir lokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin náði til 748 sjúklinga sem gengust undir ósæðarloku­skipti vegna ósæðarlokuþrengsla á Landspítala 2003-2020. Sjúklingum var skipt í fjóra hópa eftir líkamsþyngdar­stuðli (LÞS): kjörþyngd (18,5-24,9 kg/m2, n=190), ofþyngd (25-29,9 kg/m2, n=339), offita (30-34,9 kg/m2, n=165) og mikil offita (≥35 kg/m2, n=54). Sex sjúklingum með LÞS <18,5 kg/m2 var sleppt við útreikninga. Upplýsingum um bakgrunns- og áhættuþætti sjúklinga var safnað úr sjúkraskrám, auk skammtíma fylgikvilla og 30 daga dánartíðni. Hóparnir fjórir voru bornir saman með tilliti til áðurnefndra þátta og langtímalifun metin með Kaplan-Meier gröfum og Cox-aðhvarfsgreiningu. NIÐURSTÖÐUR Sjúklingar með mikla offitu voru að meðaltali fjórum árum yngri en sjúklingar í kjörþyngd, höfðu oftar áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma og hærra EuroSCORE II (5,3 á móti 4,4%, p=0,03). Sjúklingum með mikla offitu blæddi hins vegar minna á fyrstu 24 klukkustundunum en þeim í kjörþyngd (558 á móti 1091 ml, p <0,001), þeir fengu sjaldnar heilablóðfall (0% á móti 6,4%, p=0,03), en oftar bringubeinslos (5,6% á móti 2,7%, p=0,04), djúpa bringubeinssýkingu (3,7% á móti 0%, p=0,04) og bráðan nýrnaskaða (26,4% á móti 15,2%, p=0,005). Munur á dánartíðni <30 daga og langtímalifun var ómarktækur milli hópa og LÞS ekki sjálfstæður forspárþáttur langtímalifunar í fjölbreytugreiningu. ÁLYKTUN Árangur sjúklinga sem þjást af offitu og gangast undir lokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla er góður og skammtíma- og langtíma­lifun sambærilegar við sjúklinga í kjörþyngd. Offita ætti því ekki að vera frábending fyrir lokuskiptum við lokuþrengslum. INTRODUCTION: Our objective was to investigate the effect of obesity on short-term complications and long-term survival after surgical aortic valve replacement (SAVR) for aortic stenosis (AS). MATERIAL AND METHODS: A retrospective study on 748 patients who underwent SAVR for AS in Iceland 2003-2020. Patients were divided into groups based on body mass index (BMI): normal (18.5-24.9 kg/m2, n=190), overweight (25-29.9 kg/m2, n=339), obese (30-34.9 kg/m2, n=165) and severely obese (≥35 kg/m2, n=54). Six patients with BMI<18,5 kg/m2 were excluded. Clinical information regarding patient history, risk factors, together with complications and 30-day mortality were collected from patient records. The four BMI groups were compared and long-term survival estimated with Kaplan-Meier plots and risk factors for long-term survival evaluated with Cox multivariate analysis. RESULTS: Severely obese patients were on average four years younger than patients with normal BMI, more often had risk factors for cardiovascular disease, and their EuroSCORE II was higher (5.3 vs. 4.4%, p=0.03). On the other hand, severely obese patients bled less the first 24 hours post-surgery, compared to normal BMI-patients (558 vs. 1091 ml, p<0.001), stroke was less frequent (0 vs 6.4%, p=0.03), but they more often experienced sternum dehiscence (5.6 vs 2.7%, p=0.04), deep sternal wound infection (3.7 vs 0%, p=0.04) and acute kidney injury (26.4 vs 15.2%, p=0.005). Thirty-day mortality and long-term survival did not differ significantly between the groups and BMI was not an independent predictor of long-term survival in multivariate analysis. CONCLUSIONS: The outcome for obese patients undergoing SAVR for AS is good and both short-term complications and long-term survival do not differ significantly from patients with a normal BMI. Therefore, a high BMI itself should not be a contraindication for SAVR due to AS.

Description:

Publisher Copyright: © 2023 Laeknafelag Islands. All rights reserved.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)