Opin vísindi

Árangur skurðaðgerða við frumkomnu sjálfsprottnu loftbrjósti á Íslandi

Árangur skurðaðgerða við frumkomnu sjálfsprottnu loftbrjósti á Íslandi


Title: Árangur skurðaðgerða við frumkomnu sjálfsprottnu loftbrjósti á Íslandi
Alternative Title: Short- and long-term outcomes following surgery for primary spontaneous pneumothorax in Iceland
Author: Magnadóttir, Þórdís
Heitmann, Leon Arnar
Arnardottir, Tinna Harper
Kristjansson, Tomas Thor
Silverborn, Per Martin
Sigurðsson, Martin Ingi
Guðbjartsson, Tómas
Date: 2022-06-02
Language: Icelandic
Scope: 7
University/Institute: Landspítali
Department: Læknadeild
Series: Læknablaðið; 108(6)
ISSN: 1670-4959
DOI: 10.17992/lbl.2022.06.696
Subject: Hjarta- og lungnaskurðlæknisfræði; Loftbrjóst; Svæfinga- og gjörgæslulæknisfræði; Adult; Female; Humans; Iceland/epidemiology; Male; Pneumothorax/diagnosis; Recurrence; Retrospective Studies; Thoracic Surgery, Video-Assisted/adverse effects; Treatment Outcome; Young Adult; Smoking.; Outcomes; Primary spontaneous pneumothorax; primary spontaneous pneumothorax; outcomes; recurrence; smoking; Almenn læknisfræði
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/4150

Show full item record

Citation:

Magnadóttir , Þ , Heitmann , L A , Arnardottir , T H , Kristjansson , T T , Silverborn , P M , Sigurðsson , M I & Guðbjartsson , T 2022 , ' Árangur skurðaðgerða við frumkomnu sjálfsprottnu loftbrjósti á Íslandi ' , Læknablaðið , bind. 108 , nr. 6 , bls. 299-305 . https://doi.org/10.17992/lbl.2022.06.696

Abstract:

 
INNGANGUR Frumkomið sjálfsprottið loftbrjóst er algengur sjúkdómur þar sem skurðaðgerð er beitt við viðvarandi loftleka eða endurteknu loftbrjósti. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna árangur þessara skurðaðgerða á Íslandi á 28 ára tímabili. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Afturskyggn rannsókn á 386 sjúklingum (miðgildi aldurs 24 ár, 78% karlar) sem gengust undir 430 aðgerðir á Landspítala 1991-2018. Sjúklingaþýðinu var skipt í fjögur 7 ára tímabil og þau borin saman. Árlegt nýgengi aðgerða var reiknað og upplýsingum safnað úr sjúkraskrám um fyrra heilsufar, ábendingu, tegund aðgerðar, fylgikvilla og legutíma eftir aðgerð. Aðgerðir vegna endurtekins loftbrjósts voru skráðar og forspárþættir þeirra metnir með aðhvarfsgreiningu. NIÐURSTÖÐUR Árlegur aðgerðafjöldi á tímabilinu var 14,5 (miðgildi, bil 9-27) og lækkaði nýgengi aðgerða um 2,9% á ári (p=0,004). Tæpur helmingur (49%) sjúklinga reyktu fram að aðgerð og 77% aðgerðanna voru gerðar með brjóstholssjá. Helstu fylgikvillar eftir aðgerð voru viðvarandi loftleki (17%), lungnabólga (2%) og fleiðruholssýking (0,5%) en enginn lést innan 30 daga frá aðgerð. Tuttugu og sjö sjúklingar (6%) þurftu enduraðgerð vegna endurtekins loftbrjósts, að meðaltali 16 mánuðum frá upphaflegu aðgerðinni, þar af 24 (7%) eftir brjóstholssjáraðgerð. Aðhvarfsgreining sýndi að yngri sjúklingar voru líklegri til að gangast undir aðgerð vegna endurtekins loftbrjósts. ÁLYKTANIR Skurðaðgerð vegna frumkomins sjálfsprottins loftbrjósts er örugg meðferð og alvarlegir skammtímafylgikvillar sjaldgæfir. Líkt og erlendis greinast um 6% sjúklinga með endurtekið loftbrjóst sem krefst endurtekinnar skurðaðgerðar. Nýgengi aðgerða af óþekktum orsökum hefur lækkað en benda má á að tíðni reykinga hérlendis hefur lækkað verulega á rannsóknartímabilinu.
 
BACKGROUND: Primary spontaneous pneumothorax (PSP) is a common disease where surgery is indicated for persistant air leak or recurrent pneumothorax. We studied the outcomes of PSP-surgery over a 28 year period in a whole nation. MATERIALS AND METHODS: A retrospective study on 386 patients (median age 24 years, 78% males) that underwent 430 PSP surgeries at Landspitali University Hospital 1991-2018. Annual incidence of the procedure was calculated and previous medical history, indication and type of surgery, complications and length of hospital stay were registered. Patients in four 7 year periods were compared, recurrent pneumothoraces requiring reoperation (median follow-up 16 years) registered and predictors of reoperation identified with logistic regression. RESULTS: Annually 14.5 PSP surgeries (median, range 9-27) were performed; the incidence decreasing by 2.9% per year on average. Every other patient smoked and 77% of surgeries were performed with video assisted thoracocopic surgery (VATS). The most common early complications (p<30 days from surgery) were persistent airleak (17%), pneumonia (2%) and empyema (0,5%). No patient died within 30 days from surgery. Reoperation for recurrent pneumothorax was performed on 27 patients; 24 following VATS (7%), median time from the primary surgery being 16 months. Logistic regression showed that younger patients were more likely to require reoperation for recurrent pneumothorax. CONCLUSIONS: Surgical treament for PSP is safe and major early complications rare. The rate of recurrent pneumothorax requiring surgery was 6%, which is similar to other studies. For unknown reasons the incidence of PSP surgery declined, but future research has to answer if it is linked to decreased smoking in the Icelandic population.
 

Description:

Publisher Copyright: © 2022 Laeknafelag Islands. All rights reserved.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)