Opin vísindi

Traust á sögulegum grunni : Rannsókn á fréttareglum Ríkisútvarpsins

Traust á sögulegum grunni : Rannsókn á fréttareglum Ríkisútvarpsins


Titill: Traust á sögulegum grunni : Rannsókn á fréttareglum Ríkisútvarpsins
Höfundur: Guðmundsson, Birgir   orcid.org/0000-0001-8235-001X
Útgáfa: 2009-12-15
Tungumál: Íslenska
Umfang: 15
Háskóli/Stofnun: Háskólinn á Akureyri
Birtist í: Stjórnmál og stjórnsýsla; 5(2)
ISSN: 1670-679X
DOI: 10.13177/irpa.a.2009.5.2.5
Efnisorð: Fréttaflutningur; Fjölmiðlar; Media; Iceland
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/4092

Skoða fulla færslu

Tilvitnun:

Guðmundsson , B 2009 , ' Traust á sögulegum grunni : Rannsókn á fréttareglum Ríkisútvarpsins ' , Stjórnmál og stjórnsýsla , bind. 5 , nr. 2 , bls. 295-310 . https://doi.org/10.13177/irpa.a.2009.5.2.5

Útdráttur:

Ríkisútvarpið hefur starfað eftir skrifuðum fréttareglum nánast frá stofnun. Þessar reglur hafa mótað fréttaflutning stofnunarinnar og skapað RÚV ákveðna sérstöðu á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Fimm reglur hafa verið í gildi frá 1931 og miða elstu þjrár fyrst og fremst að því að halda RÚV utan við pólitískar þrætur og illdeilur í samfélaginu, gagngert til að halda frið um stofnunina og búa til „þjóðarútvarp“. Því var lögð ofuráhersla á form og óhlutdrægni í framsetningu, en innihald og mikilvægi þá frekar látið liggja milli hluta. Með því að ríghalda í formreglur og óhlutdrægnisregluna gátu fréttamenn RÚV varist pólitískri ágjöf í samfélagi sem markaðist af flokksátökum. Þessi stefna kostaði þó það að mikilvægum þáttum faglegrar blaðamennsku var ýtt til hliðar, svo sem að RÚV bæri ábyrgð á fréttum sínum, fjallaði um átök, segði frá því sem mikilvægt væri og verndaði heimildarmenn sína ef svo bar undir. Í fjórðu og næstsíðustu fréttareglum RÚV, sem settar eru 1989, er bætt úr þessum ágöllum á sama tíma og ríghaldið er í óhlutdrægnisregluna. Þessi breyting var svo staðfest í núgildandi reglum sem eru frá því í maí 2008. Með þessari sögu og hefð hefur RÚV forskot á prentmiðlana á tíma markaðsfjölmiðlunar, sem m.a. skilar sér í miklu trausti á Ríkisútvarpinu.

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: