Opin vísindi

Kvikasilfur í hári barnshafandi kvenna

Kvikasilfur í hári barnshafandi kvenna


Title: Kvikasilfur í hári barnshafandi kvenna
Alternative Title: Levels of mercury in hair among pregnant women in Iceland
Author: Dufthaksdottir, Edda
Jacobsen, Eva
Eiriksdottir, Asa Valgerdur
Magnúsdóttir, Óla Kallý
Ólafsdóttir, Kristín
Halldórsson, Þórhallur Ingi
Date: 2023-03-06
Language: Icelandic
Scope: 6
Department: Önnur svið
Læknadeild
Matvæla- og næringarfræðideild
Series: Læknablaðið; 109(3)
ISSN: 1670-4959
DOI: 10.17992/lbl.2023.03.733
Subject: Næringarfræðingar; Pregnancy; Animals; Humans; Female; Mercury; Iceland; Pregnant Women; Methylmercury Compounds; Hair; seafood; biomonitoring; mercury; pregnancy; hair; biomonitoring; hair; mercury; pregnancy; seafood; Almenn læknisfræði
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/4054

Show full item record

Citation:

Dufthaksdottir , E , Jacobsen , E , Eiriksdottir , A V , Magnúsdóttir , Ó K , Ólafsdóttir , K & Halldórsson , Þ I 2023 , ' Kvikasilfur í hári barnshafandi kvenna ' , Læknablaðið , bind. 109 , nr. 3 , bls. 127-132 . https://doi.org/10.17992/lbl.2023.03.733

Abstract:

Ágrip BAKGRUNNUR Rannsóknir frá Færeyjum hafa sýnt fram á skýr tengsl milli útsetningar móður fyrir kvikasilfri á meðgöngu og taugaþroska fósturs og hafa Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) og Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (US-EPA) lagt til mismunandi heilsuverndarmörk fyrir neyslu kvikasilfurs. Margar þjóðir hafa gefið út ráðleggingar um fiskneyslu barnshafandi kvenna og framkvæma reglulegt eftirlit með kvikasilfri í lífsýnum. Fáar slíkar mælingar hafa verið gerðar hér á landi. AÐFERÐIR Slembidreifð íhlutandi rannsókn meðal 120 barnshafandi kvenna á höfuðborgarsvæðinu. Íhlutunarhópurinn fékk ítarlega fræðslu um fiskneyslu á meðgöngu en viðmiðunarhópurinn almenna fræðslu hjá mæðravernd. Styrkur kvikasilfurs í hári var mældur við upphaf og lok rannsóknar, hann borinn saman við heilsuverndarmörk og tengsl við fiskneyslu voru metin. NIÐURSTÖÐUR Meðalstyrkur (staðalfrávik) kvikasilfurs í hári við upphaf rannsóknar var 0,48 μg/g (0,33) sem er undir þeim styrk í hári sem heilsuverndarmörk EFSA byggja á (1,8 μg/g) en 5% þátttakanda var yfir þeim styrk í hári sem heilsuverndarmörk US-EPA byggja á (1,1 μg/g). Skýr tengsl (p<0,001) sáust milli fiskneyslu og styrks kvikasilfurs í hári sem var að meðaltali 0,25 mg/g hjá þeim sem borðuðu fisk ≤3/mánuði en 0,80 mg/g hjá þeim sem borðuðu fisk 3-4 sinnum í viku. Þær konur sem sögðust hafa borðað hákarl nýlega (3%) mældust með tiltölulega há gildi. Íhlutunin leiddi ekki til marktækrar breytingar á styrk kvikasilfurs við lok rannsóknar. ÁLYKTUN Styrkur kvikasilfurs í hári barnshafandi kvenna er innan þeirra heilsuverndarmarka sem gefin hafa verið út í Evrópu. Rétt væri að skerpa enn frekar á ráðleggingum varðandi neyslu mengaðra tegunda eins og hákarls. INTRODUCTION: To limit exposure to methylmercury several countries have implimented specific advice on fish intake to pregnant women as well a measuring compliance through regular human biomonitoring. Despite fish intake being relatively high in Iceland, human biomonitoring data on mercury is scarce. MATERIALS AND MEHODS: We measured mercury in hair from 120 pregnant women recruited in 2021 from the the Reykjavik Capital area. At recruitment, information on fish intake during the past four months was recorded. Hair mercury concentrations were compared to existing health based guidance values and associatons with fish intake was explored. RESULTS: Mean (standard deviation) mercury concentration in hair was 0.48 μg/g (0.33). All participants had concentrations in hair below 1.8 μg/g, which corresponds to the hair value that the tolerable daily intake set by the European Food Safety Authority is derived from, while 5% had concentrations above 1.1 μg/g, which corresponds to the hair value that the US-EPA reference dose is derived from. Mean mercury concentrations in hair increased in a dose dependent manner (p for trend p<0.001) from 0.25 μg/g among women who consumed fish ≤ 3/month (n=24) and up to 0.80 mg/g among those consuming fish 3-4/ week (n=16). The few (n=3) women who reported to have eaten shark (p<1/month) were all at the higher end of the exposure distribution. CONCLUSION: Our results suggest that exposure is generally below the tolerable daily intake set by EFSA but may in some women exceed the reference dose established by the US-EPA.

Description:

Publisher Copyright: © 2023 Laeknafelag Islands. All rights reserved.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)