Opin vísindi

Sjónsviðsskerðing við fyrstu MIGS-glákuaðgerð

Sjónsviðsskerðing við fyrstu MIGS-glákuaðgerð


Title: Sjónsviðsskerðing við fyrstu MIGS-glákuaðgerð
Alternative Title: Visual field loss in eyes undergoing minimally invasive glaucoma surgery in Iceland
Author: Jonsson, David Thor
Ólafsdóttir, Ólöf Birna
Gottfreðsdóttir, María Soffía
Date: 2022-12-07
Language: Icelandic
Scope: 5
Department: Læknadeild
Önnur svið
Skurðlækningar
Series: Læknablaðið; 108(12)
ISSN: 1670-4959
DOI: 10.17992/lbl.2022.12.720
Subject: Augnlæknisfræði; Náttúrufræðingar; Humans; Middle Aged; Aged; Aged, 80 and over; Iceland; Glaucoma, Open-Angle; Retrospective Studies; Visual Fields; Glaucoma/diagnosis; Vision Disorders; Exfoliation Syndrome; glaucoma; glaucoma surgery; MIGS surgery; visual field defects; Almenn læknisfræði
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/3937

Show full item record

Citation:

Jonsson , D T , Ólafsdóttir , Ó B & Gottfreðsdóttir , M S 2022 , ' Sjónsviðsskerðing við fyrstu MIGS-glákuaðgerð ' , Læknablaðið , bind. 108 , nr. 12 , bls. 547-551 . https://doi.org/10.17992/lbl.2022.12.720

Abstract:

Ágrip Inngangur Gláka er sjúkdómur sem lýsir sér með hrörnun á sjóntaug augans og er ein helsta ástæða blindu. Eina viðurkennda meðferð sjúkdómsins er lækkun augnþrýstings með lyfjum, lasermeðferð eða skurðaðgerðum. Undanfarið hafa orðið stórstígar framfarir með komu MIGS (minimally invasive glaucoma surgery) glákuaðgerða sem taka styttri tíma og eru með lægri fylgikvillatíðni samanborið við hefðbundnar glákuaðgerðir. Því ætti að vera lægri þröskuldur til að vísa sjúklingum í aðgerð. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna sjónsviðsskerðingu við tilvísun í MIGS-aðgerð. Efni og aðferðir Afturskyggn rannsókn sem náði til allra sjúklinga sem undirgengust MIGS-aðgerð á tímabilinu janúar 2019 til júní 2020. Meðal þess sem var skoðað var glákugerð, sjónsviðsskerðing, og augnþrýstingur. Hópnum var skipt í tvo undirhópa eftir því hvort MIGS var framkvæmt með augasteinaskiptum eða ekki. Niðurstöður Gögn fengust frá 112 augum. Meðalaldur var 74,5 ára. Meðaltal sjónsviðsskerðingar var 8,8±6,4 dB og fjöldi glákulyfja var 2,3±1,2 fyrir allan hópinn. Marktækur munur (p<0,01) var á aldri, sjónsviðsskerðingu og fjölda glákulyfja milli þeirra sem fóru í glákuaðgerð með augasteinaskiptum og þeirra sem fóru í glákuaðgerð án augasteinakipta. Meðaltal sjónsviðsskerðingar fyrir augu með frumgleiðhornsgláku sem fóru ekki í augasteinaskipti var 11,2±6,5 dB samanborið við 6,0±3,3 dB fyrir flögnunargláku (p<0,05). Ályktanir Sjúklingar sem fóru einnig í augasteinaskipti voru með vægari gláku, á færri glákudropum og eldri en þeir sem fóru í MIGS-aðgerð án augasteinaskipta. Sjónsviðsskerðing og fjöldi augndropa var lægri samanborið við íslenska rannsókn þar sem sjúklingar gengust undir hefðbundna gláku-hjáveituaðgerð. Þetta bendir til þess að verið sé að senda sjúklinga fyrr í skurðaðgerð en áður. Augu með flögnunargláku voru með marktækt lægri sjónsviðsskerðingu heldur en gleiðhornsgláka. Þetta er vísbending um að íslenskir augnlæknar sendi sjúklinga með flögnunargláku fyrr í aðgerð en flögnunargláka er illvígari sjúkdómur en gleiðhornsgláka. INTRODUCTION: Glaucoma is a degenerative disease of the optic nerve and is marked by visual field defects (VFD). The only approved treatment is IOP lowering, either with eye drops, laser or surgery. Minimally invasive glaucoma surgery (MIGS) has become an appealing treatment modality, offering IOP lowering effect without the complication rates of trabeculectomy or the patient adherence required for pharmacologic therapy. In this study we aim to describe the severity of VFD in patients undergoing their first MIGS surgery. METHODS: Retrospective study reviewing the medical records of all patients that underwent MIGS surgery at the University Hospital of Iceland from January 2019 to June 2020. Eyes with previous glaucoma surgeries and secondary glaucomas were excluded. The results were divided into two groups, MIGS with phacoemulsification and standalone MIGS. RESULTS: 112 eyes included in the study. Mean age 74.5 ± 10.6 years. The mean defect (MD) score was 8.8 ± 6.4 and the number of glaucoma medications 1.8 ± 1.0 for the group as a whole. Significant difference (p<0.01) was between the age, MD score and the number of glaucoma medications between the two groups. Looking at the eyes that did not undergo phacoemulsification a significant difference (p<0.05) was between the MD score of primary open angle glaucoma eyes, 11.2 ± 6.5 dB and pseudoexfoliation glaucoma, 6.0 ± 3.3 dB. CONCLUSION: Visual field defect and the number of glaucoma medications at referral to surgery was markedly less compared to a trabeculectomy study done in Iceland 3 years prior. Few comparable studies include MD score in their results, most focus on changes in intraocular pressure. Comparing the MD score to three studies from Germany and Austria the MD score seems to be similar. In our study a lower MD score for pseudoexfoliation glaucoma implies that Icelandic ophthalmologists send pseudoexfoliation eyes earlier for an operation.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)