Opin vísindi

Stofnunareðli framhaldsskóla í faraldurskreppu : Ný reynsla og breytt umboð skólastjórnenda

Stofnunareðli framhaldsskóla í faraldurskreppu : Ný reynsla og breytt umboð skólastjórnenda


Title: Stofnunareðli framhaldsskóla í faraldurskreppu : Ný reynsla og breytt umboð skólastjórnenda
Alternative Title: The institutional nature of upper secondary education during the COVID-19 pandemic crisisNew experience and changed agency of school leaders
Author: Ragnarsdóttir, Guðrún
Jónasson, Jón Torfi   orcid.org/0000-0001-7580-3033
Date: 2022-12-14
Language: Icelandic
Scope: 694492
School: Menntavísindasvið
Department: Deild kennslu- og menntunarfræði
Series: Stjórnmál og stjórnsýsla; 18(2)
ISSN: 1670-679X
DOI: 10.13177/irpa.a.2022.18.2.6
Subject: COVID-19; Framhaldsskólar; Skólameistarar; Aðstoðarskólameistarar; Starfshættir; álag; Stofnanakenningar; COVID-19; upper secondary education; School leaders; Work experience; Stress; neo-institutional theories
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/3932

Show full item record

Citation:

Ragnarsdóttir , G & Jónasson , J T 2022 , ' Stofnunareðli framhaldsskóla í faraldurskreppu : Ný reynsla og breytt umboð skólastjórnenda ' , Stjórnmál og stjórnsýsla , bind. 18 , nr. 2 , bls. 283-312 . https://doi.org/10.13177/irpa.a.2022.18.2.6

Abstract:

 
Á vormánuðum 2020 hóf COVID-19 innreið sína. Í kjölfarið var öll staðbundin kennsla í framhaldsskólum færð í fjarkennslu út vorönnina og um haustið breyttist fyrirkomulag skólastarfs ítrekað í takt við síbreytilegar sóttvarnareglur. Markmið þessarar rannsóknar er að öðlast skilning á verkefnum og aðstæðum skólastjórnenda, skólameistara og aðstoðarskólameistara, og samskiptum þeirra við ýmsa hagaðila úr ytra og innra umhverfi framhaldsskólanna á fyrsta ári faraldursins. Jafnframt er leitast við að skoða hvernig niðurstöðurnar speglast í nýstofnanakenningum (e. neo-institutional theories). Leitað var eftir reynslu skólastjórnenda við mjög breyttar aðstæður og breytt umboð þeirra til aðgerða. Byggt var á blandaðri rannsóknaraðferð. Stuðst var við gögn úr tveimur spurningalistakönnunum frá Menntavísindastofnun sem náði til framhaldsskólastigsins alls og sex viðtöl við skólameistara og aðstoðarskólameistara úr þremur framhaldsskólum. Vissir þættir starfsins losnuðu úr viðjum stofnanaramma framhaldsskólans, afstofnanavæddust (e. deinstitutionalised) og breyttust mikið í faraldrinum á meðan áherslur aðila úr ytra umhverfi skóla styrktu stofnanaumgjörð skólanna og drógu úr umboði skólastjórnenda til áhrifa. Rannsóknin staðfestir fyrri niðurstöður um að í sumum tilvikum sé eðlilegt að túlka viðbrögð skólastjórnenda sem viðbrögð stjórnenda skipulagsheilda (e. organizational leadership) og í öðrum tilfellum sem stjórnenda stofnana (e. institutional leadership). Samskiptaform milli ólíkra aðila breyttust og verkefni og verkaskipting þróuðust eftir því sem á leið. Samhliða auknu ákalli kennara um kennslufræðilegan stuðning tóku stjórnendur forystu um vissa tæknilega þætti. Þeir fóru þó ekki út fyrir það umboð sem þeir töldu sig hafa og virtu faglegt sjálfstæði kennara. Mikið álag var á skólastjórnendum og gjá myndaðist á milli starfsfólks að mati viðmælenda, einkum í upphafi faraldursins, sem aftur ýtti undir einangrun í starfi skólastjórnenda. Niðurstöðurnar vekja athygli á eðli skóla sem stofnana annars vegar og skipulagsheilda hins vegar og vekja upp áleitnar spurningar, m.a. um álag, verkaskiptingu og umboð stjórnenda til aðgerða. Þá dregur rannsóknin fram veikleika í samskiptum á milli ólíkra hópa í faraldrinum.
 
In the spring of 2020, the closure of upper secondary schools was authorised, and all on-site teaching was transferred to distance settings due to COVID-19. The schools were closed almost the entire spring semester. In the autumn, the organisation of schoolwork changed repeatedly concurrently with ever-changing regulations. The aim of this study is to gain understanding of the work experience, tasks and the cooperation school principals and assistant principals had with different stakeholders outside and inside the upper secondary schools during the first year of the pandemic and reflect changes in their agency. The results are based on a mixed method, relying on two questionnaire surveys submitted to all upper secondary school staff in Iceland, as well as interviewees with six school principals and assistant school principals from three upper secondary schools. In the light of neo-institutional theories, de-institutionalization in some degree was identified. The findings show that the tasks of the school leaders increased in complexity, and so did the workload. As the pandemic progressed, contact with the external environment, staff members, students and parents increased. At the same time, they had to lead the most extensive changes that have been made to schoolwork to date on top of their traditional working duties. Certain aspects of schooling changed significantly during the pandemic, at least temporarily, while the centralised and institutional-oriented emphases of external stakeholders harmonised with the schools’ institutional framework. Concurrently, school leaders responded either as organisational leaders or institutional leaders. The tasks of school leaders developed during this time. In parallel with the increased call for pedagogical support, they took the lead on certain organisational aspects of the teaching. However, they did not go beyond their agency and thus they respected the professional independence of teachers. There were substantial distances between professionals and a certain gap formed between staff members, especially at the beginning of the pandemic, which fostered isolation of school leaders. The results raise pressing questions about division of labour and mandates, work related stress and professional support. In addition, the article highlights weaknesses in communication between different groups within the school community, at least during the pandemic
 

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)