Opin vísindi

Skólamálfræði: Hver er hún og hver ætti hún að vera? Um markmið og áhrif málfræðikennslu á unglingastigi grunnskólans

Skólamálfræði: Hver er hún og hver ætti hún að vera? Um markmið og áhrif málfræðikennslu á unglingastigi grunnskólans


Titill: Skólamálfræði: Hver er hún og hver ætti hún að vera? Um markmið og áhrif málfræðikennslu á unglingastigi grunnskólans
Höfundur: Óladóttir, Hanna
Leiðbeinandi: Höskuldur Þráinsson
Útgáfa: 2017-09-08
Tungumál: Íslenska
Umfang: 367
Háskóli/Stofnun: Háskóli Íslands
University of Iceland
Svið: Hugvísindasvið (HÍ)
School of Humanities (UI)
Deild: Íslensku- og menningardeild (HÍ)
Faculty of Icelandic and Comparative Cultural Studies (UI)
ISBN: 9789935936738
Efnisorð: Málfræði; Kennsla; Unglingastig grunnskóla; Félagsmálvísindi; Doktorsritgerðir
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/393

Skoða fulla færslu

Tilvitnun:

Hanna Óladóttir. (2017). Skólamálfræði: Hver er hún og hver ætti hún að vera? Um markmið og áhrif málfræðikennslu á unglingastigi grunnskólans (doktorsritgerð). Háskóli Íslands, Reykjavík.

Útdráttur:

 
Í rannsókninni er sjónum beint að þeim hugmyndafræðilega grunni sem málfræðikennsla í grunnskólum á Íslandi, skólamálfræðin, byggist á til að leggja til umræðunnar um hvað eigi að kenna í málfræði og hvers vegna. Gengið er út frá að nemendur þurfi víðari sýn á tungumálið en hefðbundin málfræðikennsla býður upp á til að auka áhuga þeirra og ábyrgð á tungumálinu. Spurt er hvaða hugmyndir um tungumálið koma fram í aðalnámskrám, samræmdum prófum og námsefni; hvaða hugmyndir íslenskukennarar á unglingastigi grunnskóla hafa um tungumálið og eigið hlutverk þegar kemur að málfræðikennslu; hvernig þessar hugmyndir endurspeglast í viðhorfi nemenda til tungumálsins og hvernig þessar hugmyndir samræmast nýlegum kenningum málvísindamanna um máltöku, málkunnáttu, málbreytingar og tilbrigði í máli? Loks er lagt mat á hvort svör við spurningunum gefi tilefni til að endurskoða markmið málfræðikennslu og þá hvernig eða á hvaða hátt best sé að nálgast málfræði í grunnskólakennslu. Í rannsókninni er bæði beitt textarýni á skólaefni, þ.e. aðalnámskrár, samræmd próf og námsefni, og eigindlegri nálgun, en talað er við íslenskukennara og nemendur þeirra í 10. bekk. Helstu niðurstöður sýna að hefðbundin forskriftarmálfræði er nokkuð áberandi í skólaefninu og kennslunni og hefur haft veruleg áhrif á málhegðun nemenda og hvernig þeir hugsa um tungumálið. Mikil áhersla er á kennslu rétts máls í merkingunni viðurkennt mál eða málstaðall. Þetta tengist málvernd og málvöndun líkt og kemur fram í skólaefninu en kennarar líta bæði á það sem hlutverk sitt með kennslu rétts máls að vernda tungumálið og undirbúa nemendur fyrir lífið. Málkunnáttan og máltakan eru ekki þættir sem mikið ber á þó að einhver merki séu um að þeir séu á dagskrá í kennslu. Í skólaefninu eru sýnilegar hugmyndir um málbreytingar og mismunandi málvenjur, og nemendur og kennarar gera sér grein fyrir að mál breytist. Umfjöllun um málbreytingar er frekar á sögulegum nótum en samtímalegum en ekkert er fjallað um af hverju málið breytist. Margbreytileiki tungumálsins er helst nefndur í tengslum við kynslóðamun og misformlegt málsnið í ritun þar sem talmáls-einkenni eiga ekki við og gera nemendur sér grein fyrir þeim mun. Nokkuð vantar upp á skilning á því að kennslan felist bæði í að kenna um tungumálið, með hjálp hugtaka, og kenna í tungumáli, með kennslu rétts máls, og greina þar á milli. Með niðurstöðum rannsóknarinnar eru færð rök fyrir að breytinga sé þörf í málfræðikennslu grunnskóla. Meiri og markvissari áhersla skuli lögð á kenningar um máltöku, málkunnáttu og þá málfélagslegu krafta sem eru að verki í málsamfélaginu, skerpa á því sem þegar er gert og efla annað. Slíkt myndi kalla á breytingar í menntun kennaraefna, kennslunni og skólaefninu sem hún byggist á.
 
This study focuses on the ideological foundation for grammar instruction at the compulsory school level in Iceland, i.e., school grammar, and contributes to the discussion about what kind of grammar should be taught and why. It is argued that students need a broader view of language than traditional school grammar can provide to make them more interested and responsible language users. The main questions are: Which ideas about the language are present in official school curricula, standard testing, and teaching material? Which ideas do teachers of Icelandic at the compulsory school level have about the language, language standards and their own roles when it comes to grammar instruction? How do the teachers’ ideas reflect in students’ view of the language, and how do these ideas conform to recent theories in linguistics about language acquisition, competence, change, and variation? Finally, the answers to these questions are discussed in light of whether they give reason to review the aims of grammar instruction, and if so, how, or in which way, it is best to approach grammar when teaching it at the compulsory level. The research includes text analyses of school material, i.e. official curricula, standardized tests, and teaching material, along with a qualitative approach consisting of interviews with Icelandic teachers and their students from the 10th grade. The main conclusion shows that traditional prescriptivism is prominent in school material and teaching and has affected the students’ language behaviour and how they view language. A strong emphasis is placed on the teaching of correct language, in the sense of accepted or standardized language. This is linked to language preservation and attention to language correctness, as can be seen in the school material, but teachers view their teaching of correct language as language preservation and as preparing students for life. Language competence and acquisition are not very visible, though they sometimes come up in class. Some ideas of language change and different language usage can be seen in the school material, and students and teachers are aware that language can change. Language change is discussed in historical terms rather than contemporary, but why it changes is never included. Language variation is mentioned, especially in relation to generational differences and different registers in writing where colloquial features are not accepted. Students are aware of that distinction. There is a lack of understanding that there are two aspects to teaching, frequently mixed up together, namely the teaching about language, through the terminology, and teaching of language, by teaching correct language. The conclusions are used to argue for the need for change in grammar instruction. More emphasis should be placed on teaching about language acquisition, language competence, and the sociolinguistic forces at work in the society. That would call for changes in teacher education and school material, as well as in the teaching itself.
 

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: