Opin vísindi

Stafræn hæfni : Gagnsemi sjálfsmatsverkfæra og leiðarlykla í skólaþróun

Stafræn hæfni : Gagnsemi sjálfsmatsverkfæra og leiðarlykla í skólaþróun


Titill: Stafræn hæfni : Gagnsemi sjálfsmatsverkfæra og leiðarlykla í skólaþróun
Aðrir titlar: Digital competenceThe SELFIE tool in school development
Höfundur: Pétursdóttir, Svava   orcid.org/0000-0002-1206-8745
Þorsteinsdóttir, Þorbjörg St.
Jakobsdóttir, Sólveig   orcid.org/0000-0002-4205-0888
Útgáfa: 2022-11-12
Tungumál: Íslenska
Umfang: 726836
Deild: Deild faggreinakennslu
Deild kennslu- og menntunarfræði
Birtist í: Netla; ()
ISSN: 1670-0244
DOI: 10.24270/serritnetla.2022.74
Efnisorð: Stafræn hæfni; Sjálfsmatsverkfæri; DigCompEdu; SELFIE; Starfsþróun; Skólaþróun; Digital competence; SELFIE; Competence framework; School development
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/3890

Skoða fulla færslu

Tilvitnun:

Pétursdóttir , S , Þorsteinsdóttir , Þ S & Jakobsdóttir , S 2022 , ' Stafræn hæfni : Gagnsemi sjálfsmatsverkfæra og leiðarlykla í skólaþróun ' , Netla . https://doi.org/10.24270/serritnetla.2022.74

Útdráttur:

 
Til að bregðast við breytingum sem fylgja stafrænni tækni og nýtingu hennar við nám og kennslu er í ýmsum stefnuskjölum lögð áhersla á hæfni kennara, starfsþróun og kennaramenntun. Evrópuráðið hefur sett fram ramma um stafræna hæfni í menntun (DigCompEdu – Digital Competence of Educators) þar sem faglegir og kennslufræðilegir hæfniþættir kennara til að efla stafræna hæfni nemenda sinna eru skilgreindir. Sjálfsmatsverkfærið SELFIE (Self-reflection on Effective Learning by Fostering the use of Innovative Educational Technologies) er byggt á ramma DigCompEdu og er ætlað að leggja mat á stafræna hæfni í skólum. Hægt er að nota vefkerfi SELFIE til að leggja fyrir kannanir í skólum meðal stjórnenda, kennara og nemenda til að meta stöðu varðandi stjórnun, tæknilega innviði, starfsþróun, stafræna hæfni og nýtingu stafrænnar tækni í námi og kennslu. Kerfið býr sjálfkrafa til niðurstöðuskýrslur sem byggja má aðgerðaáætlanir á og gagnast vel til að skipuleggja þróunarstarf og starfsþróun. Í greininni er sagt frá samstarfs- og þróunarverkefni skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands um stafræna hæfni í skólastarfi. Markmið verkefnisins er að hvetja til umræðu um hvað felst í stafrænni hæfni og styðja við leiðbeinandi mat sem stuðlað getur að frekari þróun og breytingum. Fjallað er um íslenska þýðingu og prófun SELFIE sjálfsmatsverkfærisins og greint frá fyrstu reynslu af notkun þess í íslenskum skólum. Nýting verkfærisins gefur vísbendingar um að það geti stutt við skólaþróun þar sem stafræn tækni kemur við sögu og ýtt undir umræðu og faglega ígrundun. Verkfærið hefur gagnast til að meta stöðu stafrænnar hæfni í skólum og gefið færi á samráði um starfs- og skólaþróun sem tengist stafrænni tækni. Gert er ráð fyrir áframhaldandi samstarfi og vinnu við aðgerðaáætlanir, mati á gagnsemi SELFIE verkfærisins og þýðingu fleiri verkfæra sem styðja við og efla stafræna hæfni í menntun.
 
Our environment, including school systems, is constantly changing. Government and educational authorities have responded to the changes brought on by digital technology and its use in teaching and learning. Many policy documents reflect these changes with emphasis on teacher competences, teacher education and professional development. The European Council has developed a framework with a focus on digital competence (DigCompEdu – Digital Competence of Educators) which defines professional and pedagogical competences. A self-reflection tool, based on the DigCompEdu framework, was developed, called SELFIE (Self-reflection on Effective Learning by Fostering the use of Innovative Educational Technologies). The tool helps schools evaluate and reflect on school’s digital capacity. Schools administer a questionnaire where students, teachers and school administrators respond to statements regarding: Leadership, Continuing Professional Development, Teaching and Learning, Assessment Practices, Student Digital Competence and Infrastructure and Equipment. The system automatically provides a detailed report of the results that the schools can use in planning digital practices. In this paper we describe a development project, a collaboration between the Department of Education and Youth at the City of Reykjavík and the University of Iceland School of Education on digital competence in schools. The collaboration team translated and tested the tool which was then made available on the SEFLFIE portal. First experiences of the tool in Icelandic schools are reported. The results indicate that it may be useful for developing schools’ digital competences. The tool encourages discussion about digital practices and professional reflections. It has been regarded as a useful evaluation tool and has provided opportunities for collaboration between schools, regarding professional- and school development regarding digital competences. Further work is planned on action plans with schools and research on the usefulness of the SELFIE tool for Icelandic schools.
 

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: