Opin vísindi

„Límdu saman heiminn minn“ : Ábyrgð stjórnvalda við að tryggja ungmennum velferðarþjónustu

„Límdu saman heiminn minn“ : Ábyrgð stjórnvalda við að tryggja ungmennum velferðarþjónustu


Title: „Límdu saman heiminn minn“ : Ábyrgð stjórnvalda við að tryggja ungmennum velferðarþjónustu
Alternative Title: Glue my world together" The government's responsibility to ensure welfare services for children and young people
Author: Guðjohnsen, Ragný Þóra   orcid.org/0000-0001-8144-3310
Tórshamar, Telma Ýr
Date: 2022-09-16
Language: Icelandic
Scope: 718517
Department: Deild menntunar og margbreytileika
Series: The Icelandic Society; 13(1)
Subject: Youth substance abuse; Wellfare services; Governmental policy; Vímuefnavandi barna og ungmenna; Velferðarþjónusta; Stefnumótun stjórnvalda
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/3883

Show full item record

Citation:

Guðjohnsen , R Þ & Tórshamar , T Ý 2022 , ' „Límdu saman heiminn minn“ : Ábyrgð stjórnvalda við að tryggja ungmennum velferðarþjónustu ' , The Icelandic Society , bind. 13 , nr. 1 , bls. 46–62 .

Abstract:

 
Markmið rannsóknarinnar var að kalla eftir sýn ungs fólks sem glímir við vímuefnavanda á eigin neyslu og velferðarþjónustu sem þeim hefur staðið til boða frá barnsaldri. Tekin voru viðtöl við ellefu einstaklinga (18–25 ára). Í niðurstöðum kom fram að viðmælendur röktu upphaf vímuefnaneyslunnar til erfiðra aðstæðna í uppvextinum. Á heimilum þeirra var vímuefna- og geðheilbrigðisvandi tíður og vanræksla, tengslavandi og erfið samskipti einkenndu uppeldisskilyrði. Námserfiðleikar og einelti gerðu skólagöngu þeirra erfiða og áföll þræddu sig í lífsgöngu þeirra. Vímuefnaneyslan byrjaði sem flótti frá vanlíðan en breyttist í forðun frá fráhvörfum. Af niðurstöðum má ráða að viðmælendur upplifðu hjálparleysi í erfiðum aðstæðum heima og í skólanum og skort á stuðningi og velferðarþjónustu þrátt fyrir stefnumótun stjórnvalda um hið gagnstæða í málefnum barna. Kortleggja þarf þjónustuþörf barna í vanda og sér í lagi þegar hann er fjölþættur. Sérfræðingar úr velferðarkerfum þurfa að veita umönnunaraðilum heima og í skólanum heildstæða ráðgjöf og stuðning með það að leiðarljósi að tryggja börnunum öruggar uppeldisaðstæður og stuðning við velferð, heilbrigði og menntun. Þörf er jafnframt á fjölbreyttari meðferðarúrræðum vegna vímuefnavanda ungmenna með áherslu á sálræna aðstoð og inngrip sem styðja einstaklinga út í samfélagið. Óásættanlegt er að börn í vanda upplifi að enginn grípi sig.
 
The aim of the study was to explore how young people who abuse substances view their consumption and the welfare services available to them since childhood. Interviews were taken with eleven individuals (aged 18–25). The findings showed that the young people related the onset of their substance misuse to difficult circumstances during their upbringing. Mental disorders and substance abuse of household members were common, and participants described primary caregivers’ neglect, insecure attachment, and relationship problems within the home. Learning difficulties and bullying made schooling difficult and traumas threaded through their lives. Substance misuse started as an escape from distress but turned into avoidance from withdrawal. Findings suggest that the young people had experienced helplessness in difficult circumstances at home as in school and lack of welfare services despite the aims of governmental policies to the contrary in children’s affairs. Service needs of children who struggle must be identified, and support provided to them at home and in school to ensure their well-being, health, and education. Participants emphasized the need for diverse substance abuse treatments with psychological services, and interventions to support everyday life. It is unacceptable that children in need experience that no one is there to help them.
 

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)