Opin vísindi

Nýsköpun : Getur gervigreind gert endurhæfingu skilvirkari?

Nýsköpun : Getur gervigreind gert endurhæfingu skilvirkari?


Title: Nýsköpun : Getur gervigreind gert endurhæfingu skilvirkari?
Alternative Title: Novel innovationCan Artificial Intelligence make Rehabilitation more Efficient?
Author: Siggeirsdóttir, Kristín
Brynjólfsdóttir, Ragnheiður D.
Haraldsson, Sæmundur
Hjaltason, Ómar
Guðnason, Vilmundur G
Date: 2019-06
Language: Icelandic
Scope: 6
Department: Læknadeild
Series: Læknablaðið; 105(6)
ISSN: 0023-7213
DOI: https://doi.org/10.17992/lbl.2019.06.236
Subject: Gervigreind; Endurhæfing; Rehabilitation; Artificial Intelligence; Gervigreind; Endurhæfing; Rehabilitation; Artificial Intelligence; Læknisfræði (allt)
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/3702

Show full item record

Citation:

Siggeirsdóttir , K , Brynjólfsdóttir , R D , Haraldsson , S , Hjaltason , Ó & Guðnason , V G 2019 , ' Nýsköpun : Getur gervigreind gert endurhæfingu skilvirkari? ' , Læknablaðið , bind. 105 , nr. 6 , bls. 277-282 . https://doi.org/10.17992/lbl.2019.06.236

Abstract:

Eftirspurn eftir starfsendurhæfingu á Íslandi hefur aukist síðastliðin ár og aðsókn ungs fólks þar hlutfallslega mest. Miklu máli skiptir að fjármunum samfélagsins sé vel varið án þess að gæði og þjónusta skerðist. Sú spurning vaknar því hvort gervigreind geti stuðlað að aukinni skilvirkni þessa geira. Nýsköpunarverkefni um þróun, prófun og innleiðingu á gervigreindarhugbúnaðinum Völvunni var innleitt í starfsemi Janusar endurhæfingar. Spár Völvunnar gefa meðal annars vísbendingar um hvar einstaklingur gæti hugsanlega þurft aðstoð og gefa sérfræðingum tækifæri til að bregðast við og gera viðeigandi ráðstafanir í meðferð. Nákvæmni, næmi og hittni Völvunnar hefur reynst vera framúrskarandi í tveimur rannsóknum þar sem tekist hefur að koma auga á dulin mynstur í aðstæðum skjólstæðinga sem gætu haft áhrif á endurhæfingarferlið. Völvan virðist því lofa góðu sem verkfæri í einstaklingsmiðaðri endurhæfingu þar sem fólk glímir við þung og flókin vandamál. Innan Janusar endurhæfingar er verið að innleiða Völvuna sem hlutlausan teymismeðlim. Markmið greinarinnar er að kynna Völvuna og rannsóknir tengdar henni. Demand for Vocational Rehabilitation in Iceland has been steadily rising in recent years where the presence of young patients has increased proportionally the most. It is essential that public spending is efficient without compromising the treatment quality. It is worth exploring if a solution for increasing the efficiency in this healthcare section is to use Artificial Intelligence (AI). An innovative project on developing, testing, and implementing specialised AI software in its services is being performed in Janus Rehabilitation. The software, named Völvan in Icelandic, can identify latent areas of possible interest in patient's circumstances which might affect the outcome of their treatment, and assist specialists in providing timely and appropriate interventions. The accuracy, precision, and recall of its predictions have been verified in two recent publications. Völvan seems to be a promising tool for individualised rehabilitation, where patients are dealing with difficult and complex problems. Janus Rehabilitation is in the process of launching Völvan as an unbiased member of the interdisciplinary teams of specialists. The aim of this report is to introduce Völvan and the associated research.

Description:

Publisher Copyright: © 2019 Laeknafelag Islands. All rights reserved.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)