Opin vísindi

Loftmengun á Íslandi og áhrif hennar á heilsu manna - Yfirlitsgrein

Loftmengun á Íslandi og áhrif hennar á heilsu manna - Yfirlitsgrein


Titill: Loftmengun á Íslandi og áhrif hennar á heilsu manna - Yfirlitsgrein
Aðrir titlar: Air pollution in Iceland and the effects on human health. Review
Höfundur: Gudmundsson, Gunnar
Finnbjornsdottir, Ragnhildur Gudrun
Johannsson, Thorsteinn
Rafnsson, Vilhjálmur
Útgáfa: 2019-10
Tungumál: Íslenska
Umfang: 10
Háskóli/Stofnun: Landspítali
Svið: Heilbrigðisvísindasvið
Deild: Læknadeild
Lyflækninga- og bráðaþjónusta
Birtist í: Læknablaðið; 105(10)
ISSN: 1670-4959
DOI: 10.17992/lbl.2019.10.252
Efnisorð: Lungnalæknisfræði; Loftmengun; Air Pollutants/adverse effects; Air Pollution/adverse effects; Environmental Exposure/adverse effects; Environmental Monitoring; Health Status; Humans; Iceland; Particulate Matter/adverse effects; Risk Assessment; Risk Factors; Time Factors; Air Pollution; Almenn læknisfræði
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/3694

Skoða fulla færslu

Tilvitnun:

Gudmundsson , G , Finnbjornsdottir , R G , Johannsson , T & Rafnsson , V 2019 , ' Loftmengun á Íslandi og áhrif hennar á heilsu manna - Yfirlitsgrein ' , Læknablaðið , bind. 105 , nr. 10 , bls. 443-452 . https://doi.org/10.17992/lbl.2019.10.252 , https://doi.org/10.17992/lbl.2019.10.252

Útdráttur:

Í þessari grein er fjallað um loftmengun á Íslandi og áhrif hennar á heilsu manna. Loftmengun má lýsa sem ástandi þar sem styrkur efna eða efnasambanda í andrúmslofti er orðinn það hár að hann veldur óæskilegum eða skaðlegum áhrifum á heilsu almennings eða óæskilegum áhrifum á náttúru eða mannvirki. Loftmengun getur verið af manna völdum, svo sem vegna bruna jarðefnaeldsneytis, eða náttúruleg, til dæmis vegna eldgosa, frá jarðhitasvæðum og í foki jarðvegsefna. Loftmengun dregur úr lífsgæðum og lífslíkum manna. Áhrifum loftmengunar á heilsu manna má skipta annars vegar í bein heilsufarsleg áhrif þar sem loftmengunin veldur sjúkdómum og hins vegar óbein áhrif þar sem loftmengunin eykur einkenni undirliggjandi sjúkdóma. Heilsuverndarmörk eru skilgreind fyrir ákveðin loftmengunarefni í andrúmslofti. Þeim er ætlað að vera viðmið fyrir hvað telst skaðlaust fyrir einstaklinginn og eru sett til að tryggja heilsu manna til lengri tíma. Loftgæði utandyra hafa verið mæld reglubundið í Reykjavík síðan 1986. Fyrstu árin var eingöngu mælt svifryk á einni mælistöð sem þá var staðsett við Miklatorg. Með árunum hefur fjölgað þeim efnum sem mæld eru og bæst hafa við fleiri mælistöðvar. Loftgæði eru almennt talin mikil á Íslandi og er styrkur mengunarefna í andrúmslofti að jafnaði innan skilgreindra viðmiða. Þetta skýrist af margvíslegum þáttum eins og stærð landsins, legu þess og veðurfari. Náttúruhamfarir geta valdið loftmengun eins og sýndi sig í eldgosum síðustu ára. Rannsóknir hafa verið gerðar á tengslum loftmengunar við heilsufar Íslendinga og æskilegt er að fleiri rannsóknir verði framkvæmdar til að bæta þekkinguna á loftmengun á Íslandi enn frekar. This review is on air pollution in Iceland and how it affects human health. Air pollution can be described as a condition, where levels of compounds in the atmosphere are so high that it has undesirable or harmful effects on the general public or undesirable effects on the nature, flora and fauna, or man-built structures. Air pollution can have anthropogenic sources such as burning of fossil fuels, or natural sources such as volcanic eruptions, geothermal areas, and resuspension of soil (sandstorms). Air pollution decreases quality of health and shortens the lifespan. The health effects of air pollution can be divided into direct effects on health where, air pollution causes diseases and indirect effects, where air pollution increases symptoms of underlying diseases. Health protection limits are defined for certain ambient air pollutants. They are to act as reference levels for safe for individuals and are put forth to protect long-term human health. Outdoor air quality has been measured on a regular basis in Reykjavik since 1986. For the first years, only PM10 was measured on a single station, but over the years the number of pollutants measured has increased and more measuring stations have been added. In Iceland air quality is considered very good in general and the ambient pollutant concentrations are usually within defined limits. This is explained by multiple factors such as size of the country and other geographical features as well as weather conditions. Natural disasters can cause increased air pollutant concentrations, as recent volcano eruptions have shown. Several studies have been conducted on the association of air pollution and health of the Icelandic population, but it is essential that this association be examined further to increase the knowledge of adverse health effects of air pollution in Iceland.

Athugasemdir:

Publisher Copyright: © 2019 Laeknafelag Islands. All rights reserved.

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: