Opin vísindi

Náms- og atvinnuþátttaka ungs fólks á Íslandi eftir snemmíhlutun í geðrof

Náms- og atvinnuþátttaka ungs fólks á Íslandi eftir snemmíhlutun í geðrof


Titill: Náms- og atvinnuþátttaka ungs fólks á Íslandi eftir snemmíhlutun í geðrof
Aðrir titlar: Functional recovery after first episode psychosis rehabilitation in an early intervention psychosis center in Iceland
Höfundur: Gudbrandsdottir, Ragna Kristin
Ingimarsson, Oddur
Útgáfa: 2022-06-02
Tungumál: Íslenska
Umfang: 10
Háskóli/Stofnun: Landspítali
Deild: Læknadeild
Geðþjónusta
Birtist í: Læknablaðið; 108(6)
ISSN: 1670-4959
DOI: 10.17992/lbl.2022.06.695
Efnisorð: Nám; Atvinnuþátttaka; Geðsjúkdómafræði; Ungt fólk; Geðrof; Humans; Iceland; Psychotic Disorders/diagnosis; Rehabilitation, Vocational; Retrospective Studies; Schizophrenia/diagnosis; First episode psychosis; Employment; Schizophrenia spectrum disorders; Early intervention psychosis; Cannabis.; Vocational predictors; First episode psychosis; early intervention psychosis; employment; vocational predictors; Almenn læknisfræði
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/3644

Skoða fulla færslu

Tilvitnun:

Gudbrandsdottir , R K & Ingimarsson , O 2022 , ' Náms- og atvinnuþátttaka ungs fólks á Íslandi eftir snemmíhlutun í geðrof ' , Læknablaðið , bind. 108 , nr. 6 , bls. 288-297 . https://doi.org/10.17992/lbl.2022.06.695

Útdráttur:

INNGANGUR Einstaklingar greinast almennt ungir með geðrofssjúkdóma og þrátt fyrir meðferð hefur stór hluti viðvarandi einkenni sem leiða gjarnan til skertrar samfélagslegrar virkni og örorku. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hversu hátt hlutfall ungra einstaklinga sem fengu snemmíhlutun í geðrof hér á landi árin 2010-2020 tók þátt í námi eða vinnu að endurhæfingu lokinni, ásamt því að kanna hvaða þættir hefðu forspárgildi um það. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin er afturskyggn ferilrannsókn sem byggði á upplýsingum úr sjúkraskrám allra sem útskrifuðust af Laugarásnum meðferðargeðdeild á árunum 2010-2020 eftir lengri en 6 mánaða endurhæfingu (n=144). Einþátta og fjölþátta tvíkosta aðhvarfsgreining var framkvæmd til að kanna hvaða breytur höfðu forspárgildi um náms- og atvinnuþátttöku að endurhæfingu lokinni. NIÐURSTÖÐUR 75% þjónustuþega voru atvinnulausir við innritun sem bendir til hrakandi samfélagslegrar virkni fyrir inngrip í fyrsta geðrof. Við útskrift var rúmur helmingur þjónustuþega í vinnu eða námi. Starfsendurhæfing á Laugarásnum reyndist vera sá þáttur sem hafði mest jákvætt forspárgildi um náms- og atvinnuþátttöku við útskrift. Aðrir helstu forspárþættir voru þeir sem endurspegluðu alvarlegan geðrofssjúkdóm og samfélagslega virkni fyrir innskrift. Meirihluti þjónustuþega (66%) hafði sögu um kannabisneyslu sem reyndist einnig hafa neikvætt forspárgildi um náms- og atvinnuþátttöku við útskrift. ÁLYKTANIR Ljóst er að betur má ef duga skal ef auka á samfélagslega virkni ungs fólks á Íslandi eftir fyrsta geðrof. Mikilvægt er að tryggja skilvirka starfsendurhæfingu á Laugarásnum þar sem starfsendurhæfing var einn fárra þátta sem hafði forspárgildi um náms- og atvinnuþátttöku við útskrift sem hægt er að hafa áhrif á í endurhæfingunni. BACKGROUND: Because of the early onset and disabling symptoms of schizophrenia spectrum disorders many individuals with these disorders are unemployed from an early age and disability pension rates are high. The aim of this study was to assess functional recovery and identify vocational predictors among young first episode psychosis patients registered in an early intervention psychosis center in Iceland in 2010-2020. METHODS: The study is a retrospective cohort study based on the medical records of those who were discharged from Laugaras, the only early intervention psychosis program in Iceland after six months or longer rehabilitation in 2010-2020 (n=144). Univariate and multivariate logistic regression was used to identify vocational predictors. RESULTS: 75% of patients were unemployed at admission to the early intervention center but over half of the patients were employed or in school at discharge. Vocational rehabilitation was the strongest vocational predictor (OR 13.93, 95% CI 3.85-63.89). Other vocational predictors were those that reflect a disabling psychiatric disorder and social functioning before the onset of early intervention. 66% of patients had a history of cannabis use which had a negative impact on employment and education at discharge. CONCLUSIONS: In spite of intensive rehabilitation at an early intervention center, almost half of the patients were neither employed nor in school at discharge. The strongest vocational predictor was vocational rehabilitation which was also one of few vocational predictors that can be influenced by admission to an early intervention psychosis center. It therefore seems important to ensure that effective vocational rehabilitation is readily available at early intervention psychosis centers.

Athugasemdir:

Publisher Copyright: © 2022 Laeknafelag Islands. All rights reserved.

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: