Opin vísindi

Sóttvarna- og samfélagsaðgerðir vegna heimsfaraldurs COVID-19 og greiningar á hjartadrepi og algengum sýkingum árið 2020

Sóttvarna- og samfélagsaðgerðir vegna heimsfaraldurs COVID-19 og greiningar á hjartadrepi og algengum sýkingum árið 2020


Title: Sóttvarna- og samfélagsaðgerðir vegna heimsfaraldurs COVID-19 og greiningar á hjartadrepi og algengum sýkingum árið 2020
Alternative Title: Effects of the COVID-19 pandemic and associated non-pharmaceutical interventions on diagnosis of myocardial infarction and selected infections in Iceland 2020
Author: Gylfason, Adalsteinn Dalmann
Bjarnason, Agnar   orcid.org/0000-0002-2892-3304
Helgason, Kristján Orri
Rögnvaldsson, Kristján Godsk
Ármannsdóttir, Brynja
Guðmundsdóttir, Ingibjörg Jóna
Gottfreðsson, Magnús
Date: 2022-04-06
Language: Icelandic
Scope: 7
University/Institute: Landspítali
Department: Læknadeild
Lyflækninga- og bráðaþjónusta
Önnur svið
Rannsóknaþjónusta
Hjarta- og æðaþjónusta
Series: Læknablaðið; 108(4)
ISSN: 1670-4959
DOI: 10.17992/lbl.2022.04.686
Subject: COVID-19; Sóttvarnir; Sýkingar; Sýklafræði; Lungnabólga; Vísindadeild; Hjartalæknisfræði; Hjartadrep; Smitsjúkdómalæknisfræði; COVID-19/diagnosis; Humans; Iceland/epidemiology; Incidence; Myocardial Infarction/diagnosis; Pandemics/prevention & control; influenza; myocardial infarction; covid-19; Non-pharmaceutical interventions; sexually transmitted diseases; pneumonia; blood stream infections; Non-pharmaceutical interventions; covid-19; influenza; myocardial infarction; pneumonia; blood stream infections; sexually transmitted diseases; Almenn læknisfræði
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/3637

Show full item record

Citation:

Gylfason , A D , Bjarnason , A , Helgason , K O , Rögnvaldsson , K G , Ármannsdóttir , B , Guðmundsdóttir , I J & Gottfreðsson , M 2022 , ' Sóttvarna- og samfélagsaðgerðir vegna heimsfaraldurs COVID-19 og greiningar á hjartadrepi og algengum sýkingum árið 2020 ' , Læknablaðið , bind. 108 , nr. 4 , bls. 182-188 . https://doi.org/10.17992/lbl.2022.04.686

Abstract:

INNGANGUR Sóttvarnaaðgerðir og breytingar á venjum almennings drógu úr útbreiðslu COVID-19 smita á árinu 2020 en áhrif aðgerðanna á tilurð og greiningu annarra sjúkdóma eru óþekkt. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða áhrif heimsfaraldurs COVID-19 og viðbragða vegna hans á tíðni greininga bráðs hjartadreps og ákveðinna sýkinga með mismunandi smitleiðir árið 2020 samanborið við árin 2016-2019. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Kennitölur einstaklinga 18 ára og eldri sem lögðust inn á Landspítala 2016-2020 með lungnabólgu eða brátt hjartadrep voru fengnar úr sjúkraskrárkerfum. Fengin voru gögn um Chlamydia trachomatis sýni, inflúensugreiningar, HIV-próf og jákvæðar Enterobacterales-blóðsýkingar frá rannsóknastofum. Staðlað nýgengishlutfall (standardised incidence ratio, SIR) ásamt 95% öryggisbili (95% confidence interval, 95%CI) var reiknað fyrir þessa sjúkdóma árið 2020 borið saman við árin 2016-2019. NIÐURSTÖÐUR Fjöldi útskriftargreininga vegna lungnabólgu sem var ekki vegna COVID-19 dróst saman um 31% árið 2020 (SIR 0,69 (95%CI 0,64-0,75)). Útskriftargreiningum vegna bráðs hjartadreps fækkaði um 18% (SIR 0,82 (95%CI 0,75-0,90)) og bráðum hjartaþræðingum vegna bráðs kransæðaheilkennis um 23% (SIR 0,77 (95%CI 0,71-0,83)), en 15% aukning varð á blóðsýkingum með Enterobacterales-tegundum (SIR 1,15 (95%CI 1,04-1,28)). Sýnum þar sem leitað var að Chlamydia trachomatis fækkaði um 14,8% (p<0,001) og 16,3% fækkun (p<0,001) varð í heildarfjölda jákvæðra sýna. Fjöldi HIV-prófa dróst saman um 10,9% og 23,6% samdráttur varð á staðfestum inflúensutilfellum árið 2020 þrátt fyrir að sýnataka tvöfaldaðist. ÁLYKTANIR Sjúkrahúsinnlögnum vegna lungnabólgu af öðrum orsökum en COVID-19 fækkaði um ríflega fjórðung árið 2020. Greiningum á bráðu hjartadrepi, klamydíu og inflúensu fækkaði. Margt bendir til að um raunfækkun sé að ræða vegna breyttrar hegðunar á farsóttartímum. INTRODUCTON: Nonpharmaceutical interventions to contain the spread of COVID-19 infections in Iceland in 2020 were successful, but the effects of these measures on incidence and diagnosis of other diseases is unknown. The aim of this study was to evaluate the impact of the COVID-19 pandemic on the diagnosis of myocardial infarction (MI) and selected infections with different transmission routes. MATERIALS AND METHODS: Health records of individuals 18 years or older who were admitted to Landspitali University Hospital (LUH) in 2016-2020 with pneumonia or MI were extracted from the hospital registry. We acquired data from the clinical laboratories regarding diagnostic testing for Chlamydia trachomatis, influenza, HIV and blood cultures positive for Enterobacterales species. Standardized incidence ratio (SIR) for 2020 was calculated with 95% confidence intervals (95%CI) and compared to 2016-2019. RESULTS: Discharge diagnoses due to pneumonia decreased by 31% in 2020, excluding COVID-19 pneumonia (SIR 0.69 (95%CI 0.64-0.75)). Discharge diagnoses of MI decreased by 18% (SIR 0.82 (95%CI 0.75-0.90)), and emergency cardiac catheterizations due to acute coronary syndrome by 23% (SIR 0.77 (95%CI 0.71-0.83)), while there was a 15% increase in blood stream infections for Enterobacterales species (SIR 1.15 (95%CI 1.04-1.28)). Testing for Chlamydia trachomatis decreased by 14.8% and positive tests decreased by 16.3%. Tests for HIV were reduced by 10.9%, while samples positive for influenza decreased by 23.6% despite doubling of tests being performed. CONCLUSION: The number of pneumonia cases of other causes than COVID-19 requiring admission dropped by a quarter in 2020. MI, chlamydia and influensa diagnoses decreased notably. These results likely reflect a true decrease, probably due to altered behaviour during the pandemic.

Description:

Publisher Copyright: © 2022 Laeknafelag Islands. All rights reserved.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)