Opin vísindi

Lækkandi tíðni þungburafæðinga á Íslandi – skoðuð með hliðsjón af breyttu verklagi um framköllun fæðinga

Lækkandi tíðni þungburafæðinga á Íslandi – skoðuð með hliðsjón af breyttu verklagi um framköllun fæðinga


Title: Lækkandi tíðni þungburafæðinga á Íslandi – skoðuð með hliðsjón af breyttu verklagi um framköllun fæðinga
Alternative Title: Reducing rate of macrosomia in Iceland in relation to changes in the labor induction rate
Author: Gunnarsdóttir, Jóhanna
Ragnarsdottir, Jonina Run
Sigurðardóttir, Matthildur
Einarsdóttir, Kristjana
Date: 2022-04-06
Language: Icelandic
Scope: 7
School: Heilbrigðisvísindasvið
Department: Læknadeild
Önnur svið
Series: Læknablaðið; 108(4)
ISSN: 1670-4959
DOI: 10.17992/lbl.2022.04.685
Subject: Fæðinga- og kvensjúkdómafræði; Nýburar; Cohort Studies; Female; Fetal Macrosomia/diagnosis; Humans; Iceland/epidemiology; Labor, Induced; Pregnancy; Weight Gain; post-term birth; large for gestational age; Macrosomia; labor induction; diabetes; Macrosomia; large for gestational age; labor induction; diabetes; post-term birth; Almenn læknisfræði
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/3636

Show full item record

Citation:

Gunnarsdóttir , J , Ragnarsdottir , J R , Sigurðardóttir , M & Einarsdóttir , K 2022 , ' Lækkandi tíðni þungburafæðinga á Íslandi – skoðuð með hliðsjón af breyttu verklagi um framköllun fæðinga ' , Læknablaðið , bind. 108 , nr. 4 , bls. 175-181 . https://doi.org/10.17992/lbl.2022.04.685

Abstract:

TILGANGUR Þekkt er að konur sem ganga fram yfir áætlaðan fæðingardag og konur með sykursýki eru líklegri til að fæða þungbura en aðrar konur. Markmið rannsóknarinnar var að kanna tíðni þungburafæðinga á Íslandi með hliðsjón af fjölgun framkallana fæðinga. Tíðni þungburafæðinga var skoðuð eftir meðgöngulengd og hættan á þungburafæðingum við framköllun fæðinga borin saman við biðmeðferð. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Gögn Fæðingaskrár frá 92.424 fæðingum einbura á tímabilinu 1997 til 2018 voru nýtt í þessa ferilrannsókn. Barn með fæðingarþyngd yfir fjórum og hálfu kg var skilgreint sem þungburi. Meðaltíðni þungburafæðinga var reiknuð fyrir þrjú tímabil, 1997-2004, 2005-2011 og 2012-2018, lagskipt eftir meðgöngulengd. Hlutfallsleg áhættulækkun þungburafæðinga var reiknuð með tvíkosta aðhvarfsgreiningu og seinni tvö tímabilin borin saman við það fyrsta. Hættan á þungburafæðingu við framköllun fæðinga miðað við biðmeðferð var einnig metin. Hlutfallsleg áhættulækkun var reiknuð og leiðrétt fyrir sykursýki. NIÐURSTÖÐUR Fjöldi þungbura sem fæddust á rannsóknartímabilinu var 5110 og af þeim áttu einungis 313 mæður með sykursýki. Tíðni þungburafæðinga var 6,5% tímabilið 1997-2004 en 4,6% 2012-2018. Hlutfallsleg áhættulækkun þungburafæðinga yfir rannsóknartímann sást meðal fæðinga frá og með áætluðum fæðingardegi. Þegar framköllun fæðinga var borin saman við biðmeðferð mátti sjá áhættulækkun á þungburafæðingum, en áhrifin voru til staðar jafnvel þó leiðrétt væri fyrir sykursýki. ÁLYKTANIR Tíðni þungburafæðinga fór lækkandi síðastliðna tvo áratugi, en aðeins lítill hluti þungburanna átti mæður með sykursýki. Framköllun fæðinga minnkaði líkur á þungburafæðingum en slík verndandi áhrif virtust óháð sykursýkigreiningu. AIM: Diabetes and prolonged pregnancy are risk factors of macrosomia. The aim was to explore the relationship between the increased rate of labor induction and macrosomia in Iceland. Changes in the incidence proportion of macrosomia was estimated by gestational age. Further, the association between labor induction and macrosomia was estimated in reference to expectant management. MATERIAL AND METHODS: Data from the Iceland birth registry on 92,424 singleton births from 1997 to 2018 was used in this cohort study. Macrosomia was defined as birth weight more than 4.5 kg. The incidence proportion during three periods, 1997-2004, 2005-2011, 2012-2018, was calculated and stratified by gestational age. The relative risk reduction of macrosomia over time was calculated with log-binomial regression, using the first period as reference. The risk and relative risk of macrosomia compared with expectant management was estimated and adjusted for diabetes. RESULTS: The total number of macrosomic infants was 5110 and of those only 313 had a mother with diabetes. The incidence proportion of macrosomia was 6.5% during the period 1997-2004, but 4.6% during 2012-2018. A relative risk reduction of macrosomia over time was seen for deliveries after estimated due date. Labor induction decreased the risk of macrosomia, but the association persisted after adjustment for diabetes. CONCLUSION: The rate of macrosomia decreased in Iceland during the last two decades, but only a small proportion of macrosomic infants had a mother with diabetes. Labor induction decreased the risk of macrosomia, an association which seemed independent of diabetes.

Description:

Publisher Copyright: © 2022 Laeknafelag Islands. All rights reserved.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)