Opin vísindi

Áhrif gjörgæslulegu barns á líðan foreldra – framskyggn ferilrannsókn á Landspítala á árunum 2017 til 2019

Áhrif gjörgæslulegu barns á líðan foreldra – framskyggn ferilrannsókn á Landspítala á árunum 2017 til 2019


Title: Áhrif gjörgæslulegu barns á líðan foreldra – framskyggn ferilrannsókn á Landspítala á árunum 2017 til 2019
Alternative Title: The impact on well-being of parents when a child is hospitalized in an intensive care unit - a prospective cohort study at Landspitali, the National University Hospital of Iceland in the years 2017 to 2019
Author: Birgisdóttir, Henný Björk
Gísladóttir, Sigríður Árna
Kristjánsdóttir, Guðrún
Date: 2022-11
Language: Icelandic
Scope: 9
University/Institute: Landspítali
Department: Kvenna- og barnaþjónusta
Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild
Series: Tímarit hjúkrunarfræðinga; 98(3)
ISSN: 2298-7053
Subject: Barnahjúkrun; barnagjörgæsla (PICU); álag; áfallastreituröskun (PTSD); Pediatric intensive care unit (PICU); parental stress; post traumatic stress disorder (PTSD)
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/3616

Show full item record

Citation:

Birgisdóttir , H B , Gísladóttir , S Á & Kristjánsdóttir , G 2022 , ' Áhrif gjörgæslulegu barns á líðan foreldra – framskyggn ferilrannsókn á Landspítala á árunum 2017 til 2019 ' , Tímarit hjúkrunarfræðinga , bind. 98 , nr. 3 , bls. 76-84 . < https://www.hjukrun.is/timaritid/bladasafn/3.-tbl.-2022/ >

Abstract:

Tilgangur. Misjafnt er hvernig foreldrar ná að vinna úr erfiðum tilfinningum í tengslum við gjörgæslulegu barna þeirra. Tilgangur verkefnisins var að meta áhrif gjörgæslulegu barns á andlega og líkamlega líðan foreldra á Íslandi. Aðferð. Um var að ræða framskyggnt rannsóknarsnið þar sem metið var álag og líðan foreldra sem áttu barn í legu á gjörgæsludeildum Landspítala lengur en 48 klukkustundir á tímabilinu janúar 2017 til maí 2019. Spurningalistarnir voru SCL-90 (Symptom cheklist), PSS:PICU (Parental stressor scale: Pediatric intensive care unit), PCL-5 (The posttraumatic stress disorder checklist) ásamt spurningalista um bakgrunn foreldra. Alvarleiki veikinda barns var metið með PRISM (Pediatric Risk of Mortality). Niðurstöður. Samtals tóku 29 (60,4%) foreldrar þátt í rannsókninni. Niðurstöður leiddu í ljós að þunglyndi og líkamleg vanlíðan (SCL-90) mældust hæst hjá foreldrum. Mæður voru marktækt líklegri til að þróa með sér einkenni líkamlegs álags í kjölfar gjörgæslulegu barns en ekki var munur á andlegum einkennum milli kynjanna. Fjöldi barna og atvinnuþátttaka foreldris hafði áhrif á líðan en síður menntun. Meðaltalsstig áfallastreitueinkenna voru 22,93 stig (0-66 stig). Fjórðungur (25%) mældist yfir greiningarviðmiði áfallastreituröskunnar með PCL-5. Ekki reyndist marktæk fylgni eftir kyni. Þeir foreldrar sem upplifa meiri andlega og/eða líkamlega vanlíðan voru marktækt líklegri til að sýna einkenni áfallastreituröskunnar. Útlitseinkenni og hegðun barns ásamt samskiptum við starfsfólk höfðu marktæk áhrif á líðan foreldra og jafnframt heildarupplifun foreldra af álagi í legu barnsins. Þá eru líkur á einkennum um vanlíðan og áfallastreituröskun marktækt hærri eftir því sem veikindi barnsins eru metin alvarlegri samkvæmt PRISM. Niðurstöður. Niðurstöður sýna að foreldrar barna sem þurfa á gjörgæsludvöl að halda upplifa almennt fleiri andleg og líkamleg einkenni en samanburðarhópur landsúrtaks foreldra. Vanlíðan þeirra er almenn en háð aðstæðum þeirra, upplifun og að einhverju leyti bakgrunni. Niðurstöðurnar gefa hjúkrunarfræðingum og öðrum heilbrigðisstéttum skýrari hugmynd um þá þætti er valda foreldrum auknu álagi, vanlíðan og áfallastreitu. Aim. The literature shows variations in how parents of a child admitted to the intensive care (ICU) manage to process feelings in connection with an admission. This study aimed to assess the impact of intensive care of a child on the mental and physical wellbeing of parents in Iceland. Method. A prospective cohort design was used that assessed the stress and well-being of parents of children hospitalized more than 48 hours in the ICU’s of Landspitali during the period January 2017 to May 2019. Questionnaires used were SCL-90 (Symptom checklist), PSS:PICU (Parental stressor scale: Pediatric intensive care unit), PCL-5 (The posttraumatic stress disorder checklist), questions about the background of the parents and assessment of the severity of a child’s illness using PRISM (Pediatric Risk of Mortality). Results. A total of 29 (60.4%) parents participated. Depression and physical discomfort (SCL-90) were the most common forms of distress in parents. Mothers had significantly more symptoms of physical distress. No difference was between genders in mental symptoms. The number of children and employment affected parent’s well-being, but education had the least effect. The mean score of symptoms of PTSD (PCL-5) was 22.93 points (0-66 points). A quarter (25%) had > 33 scores with no difference between genders. Higher mental and/or physical distress were significantly related to symptoms of PTSD. The child’s appearance and behavior, as well as communication with staff, affected the parents’ well-being, as well as the parents’ overall experience of stressors in the ICU. The probability of symptoms of discomfort and PTSD was significantly related to higher PRISM score. Conclusion. The results show that parents of children in need of intensive care generally experience more mental and physical symptoms than a comparable national sample of parents in Iceland. The results give nurses and other health professionals a clearer idea of what stressors cause parents distress symptoms.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)