Opin vísindi

D-vítamínbúskapur fyrir og eftir efnaskiptaaðgerðir á Landspítala

D-vítamínbúskapur fyrir og eftir efnaskiptaaðgerðir á Landspítala


Titill: D-vítamínbúskapur fyrir og eftir efnaskiptaaðgerðir á Landspítala
Aðrir titlar: Vitamin D status before and after metabolic and bariatric surgery at Landspitali
Höfundur: Guðlaugsdóttir, Berglind Lilja
Engilbertsdóttir, Svava
Franzson, Leifur
Gislason, Hjortur Georg
Gunnarsdóttir, Ingibjörg
Útgáfa: 2021-03
Tungumál: Íslenska
Umfang: 7
Háskóli/Stofnun: Landspítali
Deild: Deild menntunar og margbreytileika
Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda
Önnur svið
Matvæla- og næringarfræðideild
Birtist í: Læknablaðið; 107(3)
ISSN: 0023-7213
DOI: 10.17992/lbl.2021.03.627
Efnisorð: Lyfjafræðingar; Skurðlæknisfræði brjósta, innkirtla og meltingarfæra; Næringarfræðingar; Bariatric Surgery/adverse effects; Humans; Parathyroid Hormone; Quality of Life; Vitamin D; Vitamin D Deficiency/diagnosis
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/3614

Skoða fulla færslu

Tilvitnun:

Guðlaugsdóttir , B L , Engilbertsdóttir , S , Franzson , L , Gislason , H G & Gunnarsdóttir , I 2021 , ' D-vítamínbúskapur fyrir og eftir efnaskiptaaðgerðir á Landspítala ' , Læknablaðið , bind. 107 , nr. 3 , bls. 137-143 . https://doi.org/10.17992/lbl.2021.03.627

Útdráttur:

TILGANGUR Langtímaárangur efnaskiptaaðgerða hjá einstaklingum með offitu er almennt góður, með tilliti til þyngdartaps, fylgisjúkdóma offitu og lífsgæða. Hins vegar geta aðgerðirnar aukið líkur á næringarefnaskorti. Markmið rannsóknarinnar var að kanna D-vítamínbúskap einstaklinga fyrir og eftir efnaskiptaaðgerðir á Landspítala. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Upplýsingar um mælingar á S-25(OH)D og kalkkirtilshormóni (PTH) voru fengnar úr sjúkraskrám þeirra sem fóru í efnaskiptaaðgerð á Landspítala á árunum 2001-2018 (n=539). Vegna breytinga á mæliaðferð á rannsóknartímabilinu var ófullnægjandi D-vítamínstaða skilgreind sem styrkur 25hydroxyvitamin D (25(OH)D) <45 nmól/L á árunum 2001-2012, en <50 nmól/L 2013-2018. D-vítamínskortur var skilgreindur sem 25(OH)D <30 nmól/L fyrir bæði tímabilin. Sjúklingar fá ráðleggingar um töku fæðubótarefna við útskrift og við endurkomur á móttöku efnaskiptaaðgerða á Landspítala. NIÐURSTÖÐUR Meðalstyrkur 25(OH)D fyrir aðgerð var 51 nmól/L (SF 30 nmól/L) og reyndust 278 (52%) vera með ófullnægjandi D-vítamínstöðu, þar af fjórðungur með D-vítamínskort. Styrkur 25(OH)D hækkaði eftir aðgerð hjá meirihluta einstaklinga (85%). Um þriðjungur einstaklinga sem mældist með ófullnægjandi D-vítamínstöðu fyrir aðgerð mældist einnig undir viðmiðum allt að 18 mánuðum eftir aðgerð. Þegar borin eru saman tímabilin 2001-2012 annars vegar og 2013-2018 hins vegar sést að ófullnægjandi D-vítamínstaða var óalgengari á síðara tímabilinu, en þó enn til staðar í um það bil 25% tilvika fyrir aðgerð og 8,5% 18 mánuðum eftir aðgerð. ÁLYKTUN Nokkuð algengt er að D-vítamínstaða einstaklinga á leið í efnaskiptaaðgerð sé ófullnægjandi, en styrkur 25(OH)D hækkar eftir aðgerð hjá meirihluta þeirra í kjölfar ráðlegginga um töku bætiefna. Niðurstöðurnar benda til þess að ástæða sé til að leggja aukna áherslu á leiðréttingu D-vítamínskorts fyrir efnaskiptaaðgerðir. INTRODUCTION: Long-term results from bariatric surgery amongst individuals with obesity is considered good in general, with regard to weight loss, complications of obesity or quality of life. However, risk of nutrient deficiency might be increased. The aim of the study was to assess vitamin D status of patients before and after metabolic and bariatric surgery at Landspitali. METHODS: Data on 25(OH)D concentration and parathyroid hormone (PTH) was retrieved from medical records for patients undergoing metabolic and bariatric surgery at Landspitali from 2001-2018 (n=539). Insufficient vitamin D status was defined as 25(OH)D concentration p<45 nmol/L in 2001-2012 but p<50 nnmol/L from 2013-2018, due to changes in analytical method during the study period. Vitamin D deficiency was defined as 25(OH)D p<30 nmol/L for both time periods. Guidelines on supplement use are provided before discharge from the hospital and up to 18 months after surgery, RESULTS: Mean concentration of 25(OH)D before surgery was 51 nmol/L (SD 30 nmol/L) and 278 (52%) had insufficient vitamin D status, of which quarter of subjects were defined as being vitamin D deficient. Concentration of 25(OH)D increased after surgery in majority of subjects (85%). However, about third of those defined as having insufficient vitamin D status before surgery still had insufficient status 18 months after surgery. When comparing time periods, 2001-2012 and 2013-2018 it can be seen that insufficient vitamin D status was less common in the second period, although still persistent in about 25% of cases before surgery and 8,5% 18 months after surgery. CONCLUSION: Insufficient vitamin D status is relatively common before metabolic and bariatric surgery at Landspitali. In large majority of subjects, 25(OH)D concentration increased after surgery, following recomendations on supplement intake. The results highlight the need for greater emphasis on correcting possible nutrient deficiencies before surgery.

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: