Opin vísindi

Tímabundið minnisleysi – tilfellaröð frá 2010-2021

Tímabundið minnisleysi – tilfellaröð frá 2010-2021


Title: Tímabundið minnisleysi – tilfellaröð frá 2010-2021
Alternative Title: Transient Global Amnesia in the Reykjavik area
Author: Gauksdóttir, Auður
Sveinsson, Ólafur Árni
Date: 2022-11-01
Language: Icelandic
Scope: 6
University/Institute: Landspítali
Department: Læknadeild
Series: Læknablaðið; 108(11)
ISSN: 1670-4959
DOI: https://doi.org/10.17992/lbl.2022.11.715
Subject: Taugasjúkdómafræði; Humans; Female; Middle Aged; Male; Amnesia, Transient Global/diagnostic imaging; Retrospective Studies; Hippocampus/pathology; Magnetic Resonance Imaging; Risk Factors; anterograde amnesia; diffusion weighted imaging; hippocampus; hypertension; migraine; transient global amnesia; Læknisfræði (allt)
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/3590

Show full item record

Citation:

Gauksdóttir , A & Sveinsson , Ó Á 2022 , ' Tímabundið minnisleysi – tilfellaröð frá 2010-2021 ' , Læknablaðið , bind. 108 , nr. 11 , bls. 495-500 . https://doi.org/10.17992/lbl.2022.11.715

Abstract:

INNGANGUR Tímabundið minnisleysi (Transient Global Amnesia, TGA) er góðkynja heilkenni sem einkennist af skyndilegu minnisleysi og gengur yfir á innan við 24 klukkustundum. TGA birtist án annarra staðbundinna taugaeinkenna. Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka heilkennið á höfuðborgarsvæðinu. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin var lýsandi afturskyggn tilfellaröð á tímabilinu 2010-2021. Rannsóknin náði til allra einstaklinga sem fengu greininguna TGA (G45.4) á Landspítala á rannsóknartímabilinu. Eftirfarandi þættir voru skoðaðir: greiningarár, aldur við greiningu, kyn, einkenni, útleysandi þættir, upplýsingar um myndrannsóknir, áhættuþættir og heilsufarssaga. Úrvinnsla fór fram í Excel og Rstudio. NIÐURSTÖÐUR Alls greindust 348 TGA-köst, að meðaltali 29 á ári, þar af voru 9,9% með fyrri sögu um TGA. Meðalaldur var 64,1 ár og voru 50% á aldursbilinu 58-70 ára. Kynjaskipting var jöfn (49,9% konur). Mögulegur útleysandi þáttur fannst í 53,7% tilvika. Sá algengasti var líkamleg áreynsla (24,4%), þar á eftir voru hitastigsbreytingar í vatni og andlegt álag. Í 82,8% tilvika voru einstaklingar með hækkaðan blóðþrýsting við komu. Í 96% tilvika voru einstaklingar sendir í tölvusneiðmynd (í öllum tilvikum fundust engar bráðar breytingar) og í 36,2% tilvika í segulómskoðun. Í 10,3% segulómskoðana greindist flæðisskerðing á drekasvæði heilans. ÁLYKTANIR TGA er ekki óalgengt góðkynja ástand sem mikilvægt er að læknar þekki til, ekki síst til að forða sjúklingum frá frekari óþarfa rannsóknum. Niðurstöður rannsóknarinnar er varða aldur, kynjahlutfall og útleysandi þætti voru í samræmi við erlendar rannsóknir. Heilkennið er talið skýrast af vanstarfsemi í dreka heilans, sem klínísk birtingarmynd og myndgreiningar styðja við. Orsökin er þó enn óþekkt. BACKGROUND: Transient Global Amnesia (TGA) is a benign syndrome characterized by sudden anterograde memory loss, that resolves spontaneously within 24 hours. TGA appears without other focal neurological symptoms. The aim of this study was to study TGA in the greater Reykjavik-area. METHODS: We retrospectively analysed the medical history of patients with a diagnosis of TGA (ICD-10 G45.4) at the University Hospital in Iceland in 2010-2021. Medical records were reviewed, and information about year and age at diagnosis, sex, symptoms, precipitating events, imaging results and risk factors were collected. Statistical processing was performed with Excel and Rstudio. RESULTS: Overall, 348 attacks of TGA were identified with a mean frequency of 29 attacks/year, where 9.9% had an earlier history of TGA. The mean age was 64.1, with 50% of subjects between 58-70 years old. The sex distribution was equal (49.9% female). Possible precipitating events were found in 53.7% of cases, with physical activity being the most common one (24.4%), followed by sudden temperature change and emotional stress. In 96% of patients a computerized tomography was performed (no sign of acute changes were found), and magnetic resonance imaging (MRI) in 36.2% of cases. MRI showed restricted diffusion in the hippocampal area in 10.3% of cases. DISCUSSION: TGA is not a rare but a benign syndrome. Our findings regarding age, sex distribution and precipitating events were in accordance with other studies. TGA is thought to result from a temporary hippocampal dysfunction supported by the clinical presentation and MRI findings. The cause of TGA is however still unknown.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)