Opin vísindi

Viðhorf hjúkrunarfræðinga og almenn viðhorf til ákæru vegna alvarlegra sjúklingaatvika í heilbrigðisþjónustu : Eru blikur á lofti?

Viðhorf hjúkrunarfræðinga og almenn viðhorf til ákæru vegna alvarlegra sjúklingaatvika í heilbrigðisþjónustu : Eru blikur á lofti?


Titill: Viðhorf hjúkrunarfræðinga og almenn viðhorf til ákæru vegna alvarlegra sjúklingaatvika í heilbrigðisþjónustu : Eru blikur á lofti?
Aðrir titlar: Professional versus public attitudes towards criminal charges in healthcare - registered nurses and a random national panel comparedDark clouds on the horizon?
Höfundur: Sigurgeirsdóttir, Sigurbjorg
Benedikz, Elísabet
Þórðardóttir, Anna María
ór ardóttir, Anna María
Útgáfa: 2021-01
Tungumál: Íslenska
Umfang: 7
Háskóli/Stofnun: Landspítali
Deild: Stjórnmálafræðideild
Önnur svið
Birtist í: Læknablaðið; 107(1)
ISSN: 0023-7213
DOI: 10.17992/lbl.2021.01.616
Efnisorð: Bráðalæknisfræði; Attitude of Health Personnel; Criminals; Health Personnel; Humans; Nurses; Patient Safety; Accountability; Criminalisation; Health care; Human error; Human factors; Patient safety; Almenn læknisfræði
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/3561

Skoða fulla færslu

Tilvitnun:

Sigurgeirsdóttir , S , Benedikz , E , Þórðardóttir , A M & ór ardóttir , A M 2021 , ' Viðhorf hjúkrunarfræðinga og almenn viðhorf til ákæru vegna alvarlegra sjúklingaatvika í heilbrigðisþjónustu : Eru blikur á lofti? ' , Læknablaðið , bind. 107 , nr. 1 , bls. 17-23 . https://doi.org/10.17992/lbl.2021.01.616

Útdráttur:

INNGANGUR Markmið rannsóknarinnar er að stuðla að upplýstri umræðu um öryggi sjúklinga og viðbrögð við óvæntum atvikum í heilbrigðisþjónustu. Í þessum tilgangi leitast rannsóknin við að varpa ljósi á þá spurningu hvað einkenni viðhorf til þess hvort kæra eigi fyrir slík atvik eða ekki. Tildrögin eru ákæra fyrir manndráp af gáleysi á hendur hjúkrunarfræðingi í maí 2014 og áhrif þeirrar ákæru á heilbrigðisstarfsfólk. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Í þessari lýsandi samanburðarrannsókn var kannað hvort munur væri á viðhorfum til ákæru vegna atvika í heilbrigðisþjónustu milli slembiúrtaks úr Þjóðskrá (Þjóðgátt) og allra félagsmanna í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Báðir hópar voru spurðir hvort ákæra ætti heilbrigðisstarfsmann sem veldur alvarlegum skaða eða andláti vegna mannlegra mistaka, slysni, vanrækslu eða af ásetningi. Svör voru gefin á Likert-kvarða. NIÐURSTÖÐUR Marktækur munur reyndist á svörum hópanna um það hvort ákæra ætti fyrir skaða eða andlát af völdum mannlegra mistaka eða slysni, þar sem hjúkrunarfræðingar voru líklegri til að vera mjög eða frekar ósammála ákæru en Þjóðgáttarhópurinn var líklegri til að vera mjög eða frekar sammála. Munurinn milli hópanna minnkaði með hærra menntunarstigi Þjóðgáttarhópsins. Þegar spurt var um hvort ákæra ætti heilbrigðisstarfsmann fyrir skaða eða andlát vegna vanrækslu eða ásetnings var munurinn ekki marktækur. ÁLYKTANIR Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að viðhorf hjúkrunarfræðinga endurspegli ekki tilhneigingu til að víkjast undan ábyrgð á óvæntum atvikum í heilbrigðisþjónustu, heldur mikilvægi þess að gera greinarmun á eðli slíkra atvika. Þessar niðurstöður sýna að þörf er á upplýstri opinni umræðu um óvænt atvik í heilbrigðisþjónustu og viðeigandi ráðstafanir og viðbrögð sem best tryggja öryggi bæði sjúklinga og starfsfólks. INTRODUCTION: The aim of this study is to encourage a discussion on patient safety and public responses to serious incidents in healthcare. Triggered by the first of its kind in Iceland, it addresses the question what characterizes attitudes towards criminal charges for a serious incident in healthcare. MATERIAL AND METHODS: In this comparative study we examined whether attitudes towards culpability of healthcare professionals differed between cohorts from a random national panel and registered Icelandic nurses. Both groups were asked whether a healthcare professional should face criminal charges if causing serious harm or death due to human error, accident, neglect or intent. Answers were given on a Likert scale. RESULTS: When asked if a healthcare professional causing serious harm or death due to human error or by accident should face criminal charges, nurses were significantly more likely to somewhat or strongly disagree, while the panel was significantly more likely to somewhat or strongly agree. The difference was inversely proportional to educational levels among the panel members. When asked whether a healthcare professional should be charged for causing serious harm or death due to neglect or intent, there was no significant difference between the groups. CONCLUSION: The results indicate that healthcare professionals, as represented by Icelandic nurses, do not seek to avoid accountability in serious patient incidents, but implicate the importance of distinguishing between the different nature of incidents. The results show that a more informed public debate on serious health-care incidents is needed in which appropriate measures protecting patient safety as well as professional safety are ensured.

Athugasemdir:

Publisher Copyright: © 2021 Laeknafelag Islands. All rights reserved.

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: