Opin vísindi

„Þetta er ekkert flókið“ Smokkanotkun ungra karlmanna

„Þetta er ekkert flókið“ Smokkanotkun ungra karlmanna


Title: „Þetta er ekkert flókið“ Smokkanotkun ungra karlmanna
Alternative Title: „It is not complicated“ Condom use of young men
Author: Bender, Sóley Sesselja
Jóhannesdóttir, Snæfríður
Ellertsdóttir, Sigurbjörg Lind
Date: 2022
Language: Icelandic
Scope: 8
University/Institute: Landspítali
Department: Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild
Kvenna- og barnaþjónusta
Series: Tímarit hjúkrunarfræðinga; 98(2)
ISSN: 2298-7053
Subject: Kynheilbrigði; Geðhjúkrun; Smokkar; Young men; condom use; sexual- and reproductive health; barriers; facilitaors
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/3528

Show full item record

Citation:

Bender , S S , Jóhannesdóttir , S & Ellertsdóttir , S L 2022 , ' „Þetta er ekkert flókið“ Smokkanotkun ungra karlmanna ' , Tímarit hjúkrunarfræðinga , bind. 98 , nr. 2 , bls. 74-81 .

Abstract:

Tilgangur: Klamydía er algengur kynsjúkdómur meðal ungs fólks. Helsta forvörnin felst í smokkanotkun en lítið er vitað um hana meðal ungra karlmanna hérlendis. Tilgangur rannsóknarinnar er að skoða hvaða þættir skipta máli við smokkanotkun ungra karlmanna, bæði hvetjandi og letjandi þættir. Aðferð: Rannsóknin grundvallast á eigindlegri aðferð, rýnihóparannsókn. Þátttakendur voru valdir í rannsóknina með tilgangs- og snjóboltaúrtaksaðferð. Þeir voru nemendur í tveimur framhaldsskólum, annar í Reykjavík og hinn á Akureyri. Tekin voru viðtöl við sex rýnihópa. Viðtölin voru skráð frá orði til orðs og greind í þemu með rammaaðferð. Niðurstöður: Alls tóku 36 ungir karlmenn, á aldrinum 18-23 ára, þátt í rannsókninni. Niðurstöður leiddu í ljós fjögur þemu, sem voru grín og sprell, þægilegra án smokks, skrítið augnaráð og eyðileggur „momentið“. Í gegnum þemun eru lýsingar á letjandi og hvetjandi þáttum. Fram kom að það helsta sem hindraði notkun smokka var takmörkuð fræðsla, neikvæð viðhorf, erfiðleikar við að kaupa smokka og notkun þeirra. Það sem einkum hvatti til smokkanotkunar voru mögulegar neikvæðar afleiðingar áhættuhegðunar, jákvæð viðhorf til smokka og notkunar þeirra sem gaf til kynna sjálfsöryggi þátttakenda. Ályktun: Ungum karlmönnum finnst lítið vera rætt við þá um smokkanotkun, þá skortir fræðslu um smokka og fyrirmyndir um notkunina. Kennarar og skólahjúkrunarfræðingar í grunn- og framhaldsskólum landsins þurfa að fá menntun og þjálfun til að koma kynfræðsluefni um smokka betur áleiðis til ungra karlmanna. Jafnframt þarf að styrkja foreldra í uppeldishlutverki sínu varðandi kynheilbrigðismál. Bæta þarf sýnileika og aðgengi að smokkum. ENGLISH SUMMARY Aim: Chlamydia is prevalent among young people in Iceland. The main prevention is condom use but limited knowledge is available about this use among Icelandic young men. The purpose of this study is to explore important factors regarding condom use, both facilitators and barriers. Method: The study is qualitative and is based on focus groups. Purposeful and snow-ball sample methods were used to recruit participants. They were students in two secondary schools, one in Reykjavík and another one in Akureyri. Six focus groups were interviewed. The interviews were typed verbatim and thematically analysed by using the framework analysis method. Results: Totally 36 young men, in the age group 18-23, participated in the study. The results revealed four themes which were Fun and prank, More comfortable without the condom, Strange look and Spoiling the moment. Through the themes there are descriptions of barriers and facilitators. What mostly hindered condom use was limited knowledge, negative attitudes, difficulties buying and using condoms. What mostly encouraged condom use were the possible negative consequences of risk behavior, positive attitudes towards condoms and their use which indicated self confidence of participants. Conclusion: Young men experienced limited discussion about condom use, they lacked information about condoms and role models regarding the use. Teachers and school health nurses in primary and secondary schools in the country need education and training in order to boost young men with better information. Also, parents need support in their child-rearing role regarding sexual- and reproductive health. Improved visibility and accessibility of condoms is needed.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)