Opin vísindi

Þurfalingar eða virkar og gerandi verur? : Hugleiðing um menntun, tilgang og tilvistarverkefni

Þurfalingar eða virkar og gerandi verur? : Hugleiðing um menntun, tilgang og tilvistarverkefni


Title: Þurfalingar eða virkar og gerandi verur? : Hugleiðing um menntun, tilgang og tilvistarverkefni
Alternative Title: Are students needy or are they active and purposeful beings?Thoughts on education and its purpose as an existential project
Author: Björnsson, Jóhann
Date: 2022-01-07
Language: Icelandic
Scope: 14
Department: Deild menntunar og margbreytileika
Series: Tímarit um uppeldi og menntun; ()
ISSN: 2298-8408
DOI: https://doi.org/10.24270/tuuom.2021.30.6
Subject: Menntun; Aðalnámskrá grunnskóla; Manneskja; Tilgangur; Ígrundandi hugsun; Tilvistarverkefni; Education; The national curriculum guide; human being; Purpose; Responsibility; Reflective thinking; Existential project
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/3486

Show full item record

Citation:

Björnsson , J 2022 , ' Þurfalingar eða virkar og gerandi verur? Hugleiðing um menntun, tilgang og tilvistarverkefni ' , Tímarit um uppeldi og menntun , bls. 29-43 . https://doi.org/10.24270/tuuom.2021.30.6

Abstract:

 
Grein þessi er byggð á reynslu höfundar af kennslu grunnskólabarna á unglingastigi, umræðu fagfólks og lestri stefnumótandi plagga um menntamál. Tvær megináherslur í menntun sem togast á eru skoðaðar, en það er annars vegar menntun sem tilvistarverkefni og hins vegar menntun þar sem áhersla er á góðan árangur í námsgreinum. Þegar menntamál eru annars vegar, hvort sem það er í virku skólastarfi eða í stefnumótandi plöggum, eins og aðalnámskrá grunnskóla, má ávallt finna ákveðna sýn á hvað það er að vera manneskja og hvað menntun er. Rætt er um þessa sýn sem er ekki alltaf augljós. Í þessari grein er lesendum boðið upp á samtal um hugtökin menntun og manneskja og mikilvægi þess ítrekað að skólastjórnendur, kennarar og aðrir sem standa að skólastarfi ígrundi og ræði menntaheimspekilegar spurningar. Það er af hinu góða að stefnumótandi plögg í menntamálum, eins og aðalnámskrá, séu ekki ofurskýrir og óhagganlegir leiðarvísar um skólastarf heldur krefjist ávallt virkrar ígrundunar og túlkunar. Mikilvægt er að „stóru spurningarnar“ sem eru menntaheimspekilegs eðlis verði hvorki út undan í skólastarfi né í menntamálaumræðunni. Þegar hugtökin menntun og manneskja eru skoðuð í aðalnámskrá grunnskóla leiða þau mann að menntun sem tilvistarverkefni og hugtökum tengdum því, eins og ábyrgðarhugtakinu. Þar kemur fram skýr krafa um að nemendur séu ábyrgir einstaklingar og að menntun í skólum stuðli að ábyrgð. Til þess að uppfylla þá kröfu er mikilvægt að virk ígrundun og rökræða menntaheimspekilegra viðfangsefna fái verulegt vægi í skólastarfi.
 
The meaning of education and what it is to be a human being can be read in the Icelandic National Curriculum Guide for Compulsory Schools. The definition is not obvious and demands active reflection and interpretation from those that read it. I regard this requirement which principals, teachers, and others responsible for education must take notice of, as a very positive one. In a curriculum guide that is not too clear and demands interpretation and reflective thinking from its readers, we have the opportunity to improve schools. This paper is based on the author´s teaching experience, public policy in education and discussions of professionals. The importance of education as an existential project is discussed, where the “big questions”, which are philosophical questions, are at the forefront. It is too common that fundamental concepts of education are neglected. Those concepts are, for example, those of a human being and the purpose of education. Teachers are often busy with their daily tasks such as organizing classes, teaching, testing, grading students etc. in their attempts to meet the established requirements. Therefore the “big questions” are often left behind. When focusing our attention on the concepts of a human being and education while reading the National Curriculum Guide we are led to an important notion which plays a key role in the curriculum; that is, the concept of responsibility. What is the role of responsibility in compulsory education in Iceland? How can students be responsible persons? These questions are among those raised in this paper concerning the Icelandic National Curriculum Guide. In this paper it is suggested that in order for students to be responsible individuals, they must have the opportunity to reflect and maintain dialogue with teachers and their fellow students.
 

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)