Background: Good oral health is fundamental for general health, wellbeing and quality of life for all age groups. Little information exists on the oral health of older adults living in Icelandic nursing homes and how they perceive their oral health and quality of life (Paper I, II). Further, regular oral hygiene is important for oral health promotion and preventing the development of oral diseases, especially for frail older adults living in long-term care. The literature contains little information on oral care in nursing homes and regarding oral health attitudes and beliefs among nursing home staff.
Aim: First, this work aimed to screen oral health among residents in Icelandic nursing homes and explore the association between the number of decayed, missing and filled teeth (DMFT), dental prostheses, oral health problems, nutrition problems and quality of life (Papers I, II). Second, it aimed to study oral health beliefs and attitudes to oral care among staff working in these same nursing homes and compare the results between professions, along with the association between positive and negative oral health beliefs and oral care (Paper III).
Methods: Papers I and II report a cross-sectional study of 82 residents living in two nursing homes. Their oral health was screened according to international standards using the Oral Health Survey (OHS) and Oral Health Impact Profile (OHIP-49) to collect data on residents’ self-perceived oral health problems and their association with functional, physical, and social limitations and quality of life (Paper I). The self-perceived oral health problems and the association between oral health and nutrition problems were also studied using specific questions from the OHIP-49 (Paper II). Paper III was a cross-sectional study among nursing staff (N = 200) working in two nursing homes in Reykjavík and nearby municipalities. Data were collected using the Nursing Dental Coping Belief Scale (DCBS) to study their beliefs about being able to control oral health outcomes with oral care.
Results: In Papers I and II, a total of 73 residents (89%) completed the study. Their mean age was 86.8 years (± 5.7), ranging from 73 to 100 years. Edentate residents believed that their oral health negatively impacted their general wellbeing and quality of life compared with dentate residents. Both the number of DMFT (67.5%) and the mean DMFT index (25.7 3.3) were high, indicating a high prevalence of oral diseases in this sample. The prevalence of untreated oral symptoms was high (67%), and these were significantly more common among residents who had dwelled longer in the nursing home (Paper I). Most (59%) residents had some teeth, whereas others were edentulous. Residents who had dwelled longer than a year in the nursing home significantly more often had less taste sensitivity (p = 0.015), changed taste perception (p = 0.029) and chewing difficulties (p = 0.041) compared to residents who had stayed in the nursing home for less time. Edentate residents frequently had nutrition-related problems (M = 4.8 ± 2.5, range 0 to 8) and poor oral health, which can be an important predictor of malnutrition (Paper II).
In Paper III, a total of 109 employees (54.5%) participated in the study, with a mean age of 38.5 years (± 15.8), ranging from 18 to 70 years. Staff with oral health education scored lower on the DCBS than their peers with no oral health education, which indicates that oral health education resulted in positive oral health beliefs. Nevertheless, most nursing home staff in this study had limited or no oral health education or practical training in oral care. The results show that oral health education may promote positive oral health beliefs and aid staff to believe that their oral care can reduce oral health problems among residents.
Conclusion: Oral care standards should be revised in nursing homes to guarantee oral care according to individualised needs. Staff must have specific oral health education and training. They need access to appropriate oral health assessment tools for regular screening to prevent the development of oral diseases and modify oral care plans when needed. To cope with oral care in nursing homes, authorities, politicians, health professionals, nursing staff and associates working in geriatric care could work together to create an oral care policy to lower the burden of oral diseases among residents.
Bakgrunnur: Góð munnheilsa er mikilvæg fyrir alla aldurshópa og stuðlar að góðri almennri heilsu, vellíðan og lífsgæðum. Litlar upplýsingar eru fyrirliggjandi um munnheilsu íbúa á hjúkrunarheimilum og hvernig þeir upplifa eigin tannheilsu og tengd lífsgæði (Vísindagrein I og II). Eins er mikilvægt að viðhalda munnheilsu með reglulegri munnhirðu til að koma í veg fyrir þróun munnsjúkdóma, ekki síst hjá þeim sem eru orðnir hrumir og búa á stofnunum. Ekki eru fyrirliggjandi upplýsingar um hvernig staðið er að munnheilsuvernd á íslenskum hjúkrunarheimilum eða hver viðhorf eru meðal starfsfólk til munnheilbrigðisþjónustu í starfi sínu.
Markmið: Í fyrsta lagi, að skima munnheilsu íbúa á hjúkrunarheimilum og kanna sérstaklega hvernig fjöldi skemmdra, fylltra og tapaðra tanna og tegund tanngerva hefðu áhrif á munnheilsutengd lífsgæði og skoða tengsl milli munnheilsu og næringartengdra vandamála (Vísindagrein I og II). Í öðru lagi, að rannsaka viðhorf starfsfólks á þessum heimilum til munnheilsuverndar og bera niðurstöður saman milli fagstétta. Sérstaklega var skoðað hvort jákvætt og neikvætt viðhorf starfsfólks hefði mögulega tengsl við fagleg störf þeirra við munnheilsuvernd.
Aðferðir: Vísindagreinar I og II lýsa þversniðsrannsókn meðal íbúa (N = 82) á tveimur hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu, þar var munnheilsa þátttakenda skoðuð og skráð samkvæmt alþjóðlegum skoðunarstaðli (Oral Health Survey, OHS) og lagður fyrir lífsgæðakvarði (Oral Health Impact Profile, OHIP-49), sem mælir neikvæð áhrif munnkvilla á félagslega–, sálræna– og líkamlega virkni einstaklingsins og lífsgæði (Vísindagrein I). Jafnframt voru skoðuð tengsl milli munnheilsu íbúa, lífsgæða og næringartengdra vandamála með átta sértækum spurningum úr OHIP-49 lífsgæðakvarðanum (Vísindagrein II). Vísindagrein III lýsti þversniðsrannsókn meðal starfsfólks (N = 200) á tveimur hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu. Lagður var fyrir þýddur og staðfærður spurningarlisti Viðhorf til munnheilsuverndar (e. Nursing Dental Coping Belief Scale, DCBS) sem metur trú starfsfólks á því að þeir geti og búi yfir hæfni til að geta haft áhrif á framgöngu munnkvilla hjá sjúklingum í þeirra umsjá.
Niðurstöður: Vísindagreinar I og II sýna niðurstöður úr þversniðsrannsókn meðal íbúa á tveimur hjúkrunarheimilum. Alls luku 73 íbúar eða rúmlega 89% þátttöku í rannsókninni, meðalaldur var 86,8 ár (± 5,7) og aldurs spönn 73-100 ár. Tannlausir íbúar upplifðu neikvæðari áhrif eigin munnheilsu á almenna líðan og lífsgæði í samanburði við tennta íbúa. Fjöldi skemmdra, tapaðra og fylltra tanna var mikill (67,5%) og meðal tannátustuðull hár (M = 25,7 3,3), sem bendir til þess að útbreiðsla munnkvilla sé algeng í þessum hóp. Enn fremur var hlutfall ómeðhöndlaðra munnkvilla hátt hjá þátttakendum (67%) og reyndust íbúar með lengri búsetu á hjúkrunarheimili vera martækt oftar útsettir fyrir að vera með ómeðhöndlaða munnkvilla (Vísindagrein I). Meirihluti íbúa (59%) hafði einhverjar tennur en aðrir voru tannlausir, þeir íbúar sem höfðu búið lengur en ár á hjúkrunarheimili upplifðu martækt oftar skert bragðskyn (p = 0,015), breytt bragðskyn (p = 0,029) og erfiðleika við að tyggja mat (p = 0,041) en þeir sem búið höfðu þar skemur. Tannlausir íbúar skoruðu hátt að meðaltali á kvarða sem mælir næringartengd vandamál (M = 4,8 ± 2,5, min 0 – 8 max) og íbúar sem voru metnir með slæma munnheilsu DMFT-28), sem getur verið mikilvægur fyrirboði um aukna hættu á vannæringu (Vísindagrein II). Vísindagrein III, þátttaka í rannsókninni var 54,5% (109/200), meðalaldur var 38,5 ár (15,8) og aldurs spönn 18-70 ár. Starfsfólk með menntun í munnheilsuvernd skoraði marktækt lægra á spurningarlistanum Viðhorf til munnheilsuverndar en starfsfólk án hennar, sem bendir til þess að þeir sem hafi hlotið menntun í munnheilsuvernd séu með jákvæðara viðhorf til munnheilbrigðisþjónustu í starfi sínu. Algengast var að ófaglærðir starfsmenn sinntu daglegri munnhirðu íbúa en þeir voru ólíklegastir til að hafa menntun á því sviði. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar stuðlar þekking á munnheilsuvernd að aukinni trú starfsfólks á að það hafi getu til að draga úr þróun munnkvilla meðal íbúa.
Ályktun: Álykta má að endurskoða þurfi munnheilsuvernd á hjúkrunarheimilum, til að tryggja að hún sé í samræmi við einstaklingsbundnar þarfir íbúa. Nauðsynlegt er að starfsfólk hafi sértæka menntun í munnheilsuvernd aldraðra og búi yfir skimunartæki í forvarnarskyni til að meta reglulega munnheilsu íbúa og framgang munnkvilla. Með samstilltri þverfræðilegri samvinnu heilbrigðisstétta og aðstoðarfólks í öldrunarhjúkrun með aðkomu hagsmunaaðila og stjórnvalda mætti endurskoða munnheilbrigðisþjónustu á þessum vettvangi og leita lausna til að draga úr sjúkdómsbyrði munnkvilla meðal íbúa.