Opin vísindi

Útskriftarvandi Landspítalans: Leit að lausnum fyrir aldraða sem lokið hafa meðferð

Útskriftarvandi Landspítalans: Leit að lausnum fyrir aldraða sem lokið hafa meðferð


Title: Útskriftarvandi Landspítalans: Leit að lausnum fyrir aldraða sem lokið hafa meðferð
Alternative Title: Discharge planning challenges at the Landspitali – The National University Hospital of Iceland: Search for solutions in elderly care
Author: Hermannsdóttir, Guðfríður
Sigurðardóttir, Sigurveig H
Date: 2022-03
Language: Icelandic
Scope: 10
University/Institute: Landspítali
Department: Félagsráðgjafardeild
Series: Tímarit hjúkrunarfræðinga; 98(1)
ISSN: 2298-7053
Subject: Skurð-, svæfinga- og gjörgæsluhjúkrun; Aldraðir; Sjúkrahúsvist; elderly; discharge planning challenges; harmful waiting time; job load; improvement
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/3125

Show full item record

Citation:

Hermannsdóttir , G & Sigurðardóttir , S H 2022 , ' Útskriftarvandi Landspítalans: Leit að lausnum fyrir aldraða sem lokið hafa meðferð ' , Tímarit hjúkrunarfræðinga , bind. 98 , nr. 1 , bls. 82-91 . < https://www.hjukrun.is/library/Timarit---Skrar/Timarit/Timarit-2022/1-tbl-2022/UtskriftarvandiLandspitalans.pdf >

Abstract:

Tilgangur: Undanfarin ár hafa um og yfir 100 manns þurft að bíða eftir útskrift af Landspítalanum á hverjum tíma þó að meðferð þeirra sé lokið. Tilgangur rannsóknarinnar var að greina útskriftarvanda Landspítalans, hver áhrif hans væru og hvaða lausnir væru vænlegar til að greiða úr vandanum. Aðferð: Notast var við lýsandi eigindlega rannsóknaraðferð í formi viðtala og greiningar þeirra með grundaðri kenningu að hliðsjón. Viðtöl voru tekin við sex starfsmenn Landspítalans sem hafa reynslu af útskriftarmálum. Niðurstöður: Útskriftarvandi Landspítalans hefur víðtæk og neikvæð áhrif á starfsemi spítalans, starfsfólk hans, sjúklinga og aðstandendur þeirra. Hann veldur þrýstingi á flæði sjúklinga innan spítalans, útskriftarvinnan er mikil og margar hindranir komu í ljós. Innan spítalans er of seint hugað að útskriftarferlinu og skráningu getur verið ábótavant ásamt því að vanda mætti betur til útskriftar. Utan spítalans er mikill skortur á úrræðum, samstillingu úrræða og sveigjanleika. Starfsfólk Landspítalans finnur fyrir álagi, kvíða, lýjandi samskiptum og uppgjöf þegar kemur að útskriftarmálum. Aldraðir sjúklingar finna einnig fyrir kvíða vegna óvissunnar og biðtíminn er skaðlegur heilsu þeirra og færni. Aðstandendur eru margir ráðþrota en vilja öryggi fyrir sinn nánasta ættingja. Viðmælendur greindu frá neikvæðum samfélagslegum viðhorfum gagnvart öldruðum og skorti á fagþekkingu á málefnum aldraðra hjá stjórnvöldum. Tillögur að lausnum til að greiða úr útskriftarvanda Landspítalans eru margþættar. Ályktun: Niðurstöður gefa til kynna að þörf sé á lausnum, innan spítalans og utan hans. Starfsfólk Landspítalans ætti að byrja útskriftarferlið fyrr og vanda betur til. Fjölga þarf úrræðum utan Landspítalans, efla það sem er til nú þegar og samþætta þjónustu. Mikilvægt er að mótuð sé heildræn stefna í málefnum aldraðra og að henni sé fylgt eftir með skýrum hlutverkum og ábyrgð hvers og eins. Mikilvægt er að horfa á heildarmyndina og vinna áfram að úrbótum í heilbrigðiskerfinu til að ná fram hagkvæmum ávinningi fyrir alla.Lykilorð: Aldraðir, útskriftarvandi, skaðlegur biðtími, álag í starfi, úrbætur Aim: In recent years, more than 100 elderly people at any given time have had to experience delayed discharge from Landspitali. The main objective of this research was to analyze the discharge planning challenges at Landspitali, the consequences of this problem and what solutions could possibly be found. Method: A descriptive qualitative research method with grounded theory was used in the form of interviews and analysis of the information obtained. Interviews were conducted with six employees of Landspitali who have experience in discharge planning challenges. Results: The discharge planning challenges have an extensive and negative effect on the hospital´s activities, its staff, patients and their families. These challenges put pressure on the flow of patients, the discharge work is extensive, and many obstacles were identified. Within the hospital itself, the discharge planning is brought up late in the admission process, and documentation is often deficient. Outside the hospital, there is a lack of resources, coordination and flexibility. Employees of Landspitali experience stress, difficult communication and desperation when it comes to discharging patients. Elderly patients experience anxiety due to uncertainty, and the waiting time has a detrimental effect on their health and capability. Their families feel helpless and desperately want security for their close relatives. All the interlocutors reported negative attitudes toward elderly people in society and felt that the authorities lacked professional knowledge on the issues of the elderly. ConclusionThe results indicate a need for solutions, both inside the hospital and outside in the community. Employees of Landspitali need to start the discharge process much earlier and improve its quality. The resources outside the hospital need to be increased, those that already already should be reinforced and the integrated services simplified. It is important to formulate a holistic policy on the care of the elderly, with clear roles and responsibilities, and look at the bigger picture while continuing to work on improvements for viable options for everybody. ENGLISH SUMMARY Discharge planning challenges at the Landspitali – The National University Hospital of Iceland: Search for solutions in elderly care Keywords: Elderly, discharge planning challenges, harmful waiting time, job load, improvements

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)