Title: | Algengi og nýgengi sykursýki 2 á Íslandi frá 2005 til 2018 |
Alternative Title: | Prevalence and incidence of type 2 diabetes in Iceland 2005-2018 |
Author: |
|
Date: | 2021-05 |
Language: | Icelandic |
Scope: | 7 |
Department: | Læknadeild |
Series: | Læknablaðið; 107(5) |
ISSN: | 0023-7213 |
DOI: | 10.17992/LBL.2021.05.634 |
Subject: | Nýgengi sjúkdóma; Sykursýki; Sykursýki; Diabetes Mellitus, Type 2; Prevalence; Incidence; Iceland; Sykursýki; Diabetes Mellitus, Type 2; Prevalence; Incidence; Iceland; Almenn læknisfræði |
URI: | https://hdl.handle.net/20.500.11815/3070 |
Citation:Thórsson , B , Guðmundsson , E F , Sigurðsson , G , Aspelund , T & Guðnason , V G 2021 , ' Algengi og nýgengi sykursýki 2 á Íslandi frá 2005 til 2018 ' , Læknablaðið , bind. 107 , nr. 5 , bls. 227-233 . https://doi.org/10.17992/LBL.2021.05.634
|
|
Abstract:INNGANGUR Fjöldi fólks með sykursýki 2 hefur vaxið undanfarna áratugi á Íslandi. Í þessari rannsókn var notaður Lyfjagagnagrunnur Embættis landlæknis til að meta algengi og nýgengi sykursýki 2 og sett fram spá um algengi sykursýki 2 eftir 10 og 20 ár. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Algengi og nýgengi sykursýki á tímabilinu 2005-2018 var metið út frá ávísunum sykursýkilyfja samkvæmt skráningum í Lyfjagagnagrunni og borið saman við niðurstöður Áhættuþáttakönnunar Hjartaverndar frá 2004-2011 og birtar tölur frá Bandaríkjunum frá 1980-2016. NIÐURSTÖÐUR Algengi sykursýki 2 meira en tvöfaldaðist í nær öllum aldurshópum hjá bæði körlum og konum á tímabilinu (18-79 ára). Nýgengi jókst um 2,8% á ári (18-79 ára). Fólk með sykursýki 2 á Íslandi var 10.600 manns árið 2018 og hafði fjölgað úr um 4200 manns árið 2005. Gögn úr Lyfjagagnagrunni samanborið við Áhættuþáttakönnun Hjartaverndar sýna undirmat á nýgengi sykursýki (29% hjá körlum og konum). Haldi fólki með sykursýki á Íslandi áfram að fjölga með svipuðum hraða og varð á árabilinu frá 2005 til 2018 gæti fjöldinn verið kominn í tæp 24.000 manns árið 2040. ÁLYKTUN Línuleg aukning varð á algengi og nýgengi sykursýki 2 á Íslandi á árunum 2005-2018. Svipuð þróun sást í Bandaríkjunum frá 1984. Til að sporna gegn því að fjölgunin hér á landi fari inn á svipaða braut þarf að grípa til víðtækra og markvissra aðgerða. INTRODUCTION: The number of people with type 2 diabetes has increased in Iceland in the last few decades. We utilized the national database on prescribed medication from the Directorate of Health to estimate the prevalence and incidence of type 2 diabetes in Iceland and made prediction on the prevalence of type 2 diabetes in Iceland in 10 and 20 years. MATERIAL AND METHODS: Prevalence and incidence of type 2 diabetes for the period 2005-2018 was estimated based on prescriptions of diabetes medication in the national prescription database containing all prescriptions in Iceland during the period. The result was compared to the result from the REFINE-Reykjavik study (prospective, population-based cohort study) from 2004 to 2011 and published data from the USA from 1980 to 2016. RESULTS: The prevalence of type 2 diabetes more than doubled in near all age groups in both men and women in the period 2005-2018. The incidence increased by 2.8% annually (in 18-79 years old). The number of people in Iceland with type 2 diabetes was 10600 in 2018 and had increased from 4200 in the year 2005. Comparison with the results of the REFINE-Reykjavik study showed an underestimation (29% in men and women) of the prevalence of type 2 diabetes. If the increase in type 2 diabetes continues at a similar rate as in the years 2005-2018 the number of people with diabetes in Iceland could be near 24000 in the year 2040. CONCLUSION: Linear increase was seen in incidence and prevalence of people with type 2 diabetes in the years 2005-2018. Similar evolution was seen in USA from 1984. In order to counteract the increase of type 2 diabetes following the same path as has been seen in the USA, targeted measures are needed.
|
|
Description:Publisher Copyright: © 2021 Laeknafelag Islands. All rights reserved.
|