Opin vísindi

Stjórnlagaþing, fjölmiðlar og frambjóðendur : Rannsókn á kynningarmálum frambjóðenda fyrir stjórnlagaþingskosningar 2010

Stjórnlagaþing, fjölmiðlar og frambjóðendur : Rannsókn á kynningarmálum frambjóðenda fyrir stjórnlagaþingskosningar 2010


Title: Stjórnlagaþing, fjölmiðlar og frambjóðendur : Rannsókn á kynningarmálum frambjóðenda fyrir stjórnlagaþingskosningar 2010
Author: Guðmundsson, Birgir   orcid.org/0000-0001-8235-001X
Date: 2010
Language: Icelandic
Scope: 17
University/Institute: Háskólinn á Akureyri
Series: Stjórnmál og stjórnsýsla; 6(2)
ISSN: 1670-679X
Subject: Kosningar; Fjölmiðlar; Politics; Media
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/2837

Show full item record

Citation:

Guðmundsson , B 2010 , ' Stjórnlagaþing, fjölmiðlar og frambjóðendur : Rannsókn á kynningarmálum frambjóðenda fyrir stjórnlagaþingskosningar 2010 ' , Stjórnmál og stjórnsýsla , bind. 6 , nr. 2 , bls. 23-39 . < http://hdl.handle.net/1946/9027 >

Abstract:

Hefðbundnir fjölmiðlar voru ekki í aðalhlutverki við kynningu og umfjöllun um einstaka frambjóðendur í kosningunum til stjórnlagaþings í nóvember 2010. Persónukjör með landið sem eitt kjördæmi þar sem yfir 500 frambjóðendur voru í kjöri er fyrirkomulag sem ekki hentar verklagi og vinnubrögðum hefðbundinna miðla og því er lýðræðislegt hlutverk þeirra takmarkað að þessu leyti. Í greininni er greint frá niðurstöðum könnunar meðal fram bjóðenda til þingsins á því hvernig þeir höguðu kynningarmálum sínum og kemur í ljós að netmiðlar voru í aðalhlutverki, sérstaklega samfélagsvefurinn Facebook og miðlar sem ekki teljast til stóru hefð bundnu miðlanna. Í gegnum þessa miðla reyndu frambjóðendur að koma sér og stefnumálum sínum áframfæri inn í almannarými þjóðfélagsumræðunnar. Lítil sem engin tilraun var gerð meðal frambjóðenda til að kaupa sér leið inn í almanna rýmið með auglýsingum.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)