The necessity of a sustainability transition i.e. large scale transformation to
solve grand societal challenges at all levels is not debated. How to go about
achieving these necessary transitions is the question. The role and contribution
of economic sectors to sustainability is an important aspect to consider for
management and policy-making. This thesis is comprised of two different but
interconnected streams of research explored in five papers on how economic
sectors contribute to sustainability both in terms of their impacts (positive and
negative) and in terms of their management of impacts.
Paper I sought to contribute to the conceptual understanding of the synergies
and trade-offs between a sector and its performance across the 169 targets of the
Sustainable Development Goals (SDGs). The study examined the tourism
sector’s contribution to the SDGs with a specific focus on revealing synergies
and trade-offs. Synergies, i.e. co-benefits of tourism positively contributing to
the fulfilment of one or more SDG targets were found in 32 instances. Tradeoffs,
i.e. drawbacks of tourism activities negatively affecting the fulfilment of
one or more SDG targets were found in 11 instances. Findings were classified
through a ranking system for easily accessible and comprehensive results
targeted to policy-makers and managers.
Paper II reviewed and applied a previously developed, national-level
environmental sustainability indicator set to the Icelandic tourism sector in
order to determine whether sectoral environmental impacts can be discerned on
the national level. Capturing these impacts is important in terms of the
environmental performance of the nation as a whole. Data gaps were found in
most thematic categories applied to the tourism sector indicating the need for
increased efforts in the collection of pertinent environmental data for Iceland’s
sustainability performance assessment. The tourism sector’s impact was
discernible albeit underestimated due to the lack of data
Paper III explored the perspectives of high level managers of medium and large
tourism companies and relevant organizations in Iceland in relation to the
tourism sector’s management of environmental issues. The study attempted to
determine the factors influencing organizational change in the tourism sector in
Iceland in response to environmental issues. The study found that the policy and
regulatory framework in the tourism sector had been slow to develop in an
iv
exceedingly fast-growing sector. Complicated institutional frameworks and
increased societal pressure to address key environmental issues created
difficulties not easily overcome by the sector alone.
Paper IV explored the perspectives of high level management among medium
and large companies and relevant organizations in the fisheries sector of Iceland
and Norway to determine the factors (drivers and barriers) that enable blue
growth, i.e. economic growth through sustainable use of aquatic resources. The
study found that strict fisheries management regimes constituted a necessary
requirement for sustainable growth stimulating value-added activities. However,
both industries were still mired in debates on equitable social outcomes which
the concept of blue growth has not adequately addressed. Governance of shared
aquatic resources also emerged as an important aspect of blue growth in a
rapidly changing world.
Paper V explored stakeholders’ views on policy tools for achieving
sustainability transition in European food systems. The study’s aim was to
explore and analyse stakeholders’ proposed solutions for creating sustainable
agri-food systems. The proposed solutions were then categorized by the use of
an adapted policy tools’ typology into five categories: direct activity
regulations, market-based, knowledge-related, governance and strategic policy
tools. The findings were, then, used to derive policy recommendations targeted
to three stakeholder groups: government, food value chain actors (ranging from
primary producers to retailers), and civil society.
This thesis contributed to research on sectoral approaches to sustainability with
the aim of informing policy and management for achieving sustainability
transitions. Future research could provide a more in-depth investigation of the
interactions among sustainability policies across different sectors and systems.
Nauðsyn umbreytinga í átt að sjálfbærni eru óumdeild, en þá er átt við
umbreytingar af þeirri stærðargráðu sem leysir úr viðamiklum samfélagslegum
áskorunum. Spurningin er aftur á móti, hvernig er gerlegt að ná fram
nauðsynlegum breytingum. Við stjórnun og stefnumörkun er mikilvægt að huga
að hlutverki og framlagi atvinnugreina til sjálfbærni. Ritgerð þessi
samanstendur af tveimur mismunandi, en samtengdum, rannsóknaráherslum. Í
fimm fræðigreinum er fjallað um það hvernig atvinnugreinar stuðla að
sjálfbærni bæði hvað varðar áhrif þeirra (jákvæð og neikvæð) og stjórnun þeirra
á áhrifum.
Niðurstöður í grein I stuðla að þekkingu á samlegðaráhrifum og fórnarkostnaði
á milli atvinnugreinar og frammistöðu hennar hvað varðar 169 undirmarkmið
heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Í rannsókninni var
kannað framlag ferðaþjónustunnar til heimsmarkmiðana með sérstakri áherslu á
að leiða í ljós samlegðaráhrif og fórnarkostnað. Samlegðaráhrif, þ.e.a.s.
gagnkvæmur ávinningur af ferðaþjónustu sem stuðlar jákvætt að því að uppfylla
eitt eða fleiri undirmarkmið heimsmarkmiðanna fannst í 32 tilvikum.
Fórnarkostnaður, þ.e.a.s. neikvæð áhrif tengd ferðaþjónustustarfsemi sem
dregur úr því að eitt eða fleiri undirmarkmið heimsmarkmiðanna náist, fannst í
11 tilvikum. Notað var matskerfi til að flokka niðurstöðurnar þannig að þær
væru aðgengilegar fyrir stefnumótendur og stjórnendur.
Í grein II voru vísar fyrir umhverfíslega sjálfbærni á landsvísu skoðaðir og
aðlagaðir fyrir ferðaþjónustuna til að ákvarða hvort greina mætti umhverfisáhrif
atvinnugreinarinnar á landsvísu. Mikilvægt er að ná utan um áhrif einstakra
atvinnugreina þegar árangur þjóða í tengslum við umhverfislega sjálfbærni er
mældur. Í flestum þemaflokkum sem tengjast ferðaþjónustunni skorti gögn, en
þessi vöntun á gögnum dregur fram mikilvægi aukinnar gagnaöflunar um
umhverfislega stöðu mála þegar meta á umhverfislega sjálfbærni Íslands. Áhrif
ferðaþjónustunnar á umhverfislega sjálfbærni Íslands voru greinanleg, en þó
vanmetin, vegna skorts á viðeigandi gögnum.
Í grein III er greint frá sjónarmiðum stjórnenda meðalstórra og stórra
ferðaþjónustufyrirtækja, og tengdra atvinnugreinasamtaka, á Íslandi varðandi
stjórnun umhverfismála hjá ferðaþjónstunni. Í rannsókninni var reynt að
ákvarða þætti sem hafa áhrif á skipulagslegar breytingar hjá fyrirtækum í ferðaþjónustunni í tengslum við umhverfismál. Rannsóknin leiddi í ljós að
stefna og regluverk í ferðaþjónustunni hefur þróast hægt og ekki í takt við
hraðan vöxt í atvinnugreinarinni. Flókin stofnanaumgjörð og aukinn aukinn
samfélagslegur þrýstingur til að takast á við umhverfismál skapaði erfiðleika
sem atvinnugreinin ein og sér getur ekki yfirstigið.
Í grein IV var kannað sjónarmið stjórnenda meðalstórra, og stórra fyrirtækja og
tengdra atvinnugreinasamtaka, í sjávarútvegi á Íslandi og í Noregi til að ákvarða
þætti (drifkrafta og hindranir) sem stuðlað geta að 'bláum vexti', þ.e.a.s.
hagvexti sem byggist á sjálfbærri nýtingu sjávarafurða. Rannsóknin leiddi í ljós
að ströng fiskveiðistjórnunarumgjörð sé nauðsynleg undirstaða sjálfbærs vaxtar
sem örvað getur virðisaukandi starfsemi. Aftur á móti var sjávarútvegurinn á
Íslandi og í Noregi að kljást við samfélagslegan ágreining um sanngjarna
skiptingu arðs af auðlindinni, sem hugtakið 'blár vöxtur' tekur ekki á með
fullnægjandi hætti. Stjórnun sameiginlegra sjávarafurða kom einnig fram sem
mikilvægur þáttur í tengslum við 'bláan vöxt' í síbreytilegum heimi.
Í grein V voru könnuð sjónarmið hagsmunaaðila til stefnumótunaraðferða sem
stuðla að umbreytingu í átt að sjálfbærni í Evrópskum matvælakerfum.
Markmið rannsóknarinnar var að kanna og greina áformaðar lausnir
hagsmunaaðila til að skapa/þróa sjálfbær matvælakerfi. Lausnirnar sem fram
komu voru flokkaðar samkvæmt fimm stefnumótunaraðferðum. Þær eru beinar
reglugerðir, markaðstengdar aðferðir, þekkingartengdar aðferðir, stjórntæki og
stefnumarkandi aðferðir. Niðurstöðurnar voru síðan nýttar til að útfæra tillögur
fyrir þrjá hópa hagsmunaaðila, þ.e. stjórnvöld, hagsmunaaðila innan
aðfangakeðja matvæla (frá frumframleiðendum til smásala) og félagasamtaka.
Með rannsókn á áherslum og aðgerðum atvinnugreina varðandi sjálfbærni
dregur ritgerðin fram þekkingu sem nýtist við mótun stefnu til að ná fram
umbreytingum í átt að sjálfbærni. Frekari rannsóknir gætu kafað dýpra í samspil
mismunadi þátta stefnunnar og ólíkra atvinnugreina.