While the post-millennial research of Old Norse literature saw an increased interest in the study of translated riddarasǫgur, the scholarly focus in these studies rests, for the main part, on the effects of translation, the role and representation of women and the studies of emotion portrayed in the narratives. However, the effect of translation on supernatural concepts – especially of Old Norse concepts – has, so far, been left unaddressed. The present thesis, thus, aims to bridge this gap in scholarship by investigating how the Old Norse translations and adaptations of Old French chivalric works had an altering and long-lasting effect on the Old Norse mythological landscape. Indeed, the present research project hopes to establish the translated riddarasǫgur as a valued source for the study of the development of Old Norse supernatural concepts. By highlighting the influx of foreign Old French ideas and their impact on the Old Norse literature and mythology, this study aspires to present new approaches regarding the understanding of the development of Old Norse supernatural concepts as well as their subsequent changes. Bearing the human element in translation as well as medieval translation practices in mind, the present thesis investigates twelfth- and thirteenth century Old French courtly romances and associated material as well as the thirteenth- and fourteenth-century Old Norse translations, redactions and reworkings thereof. The supernatural motifs (specifically the álfar, dvergar, jǫtnar and different forms of magic and magic wielders) described in these narratives will be examined in detail. The thesis includes an article concerning each concept which studies the differences and similarities in the concept’s presentation and measures the potential long-term effects initiated by the said translations by investigating later fornaldarsǫgur, indigenous riddarasǫgur and Icelandic folk legends. The first paper contained in the present thesis concerns the use of the Old Norse supernatural concept of the álfar (sg. álfr) as a translation for the Old French term fées (sg. fée), while the second article investigates the usage of the word dvergar (sg. dvergr) as a translation for the Old French nains (sg. nain) in the investigated literary corpora. The penultimate article examines the utilisation of the concept of the Old Norse jǫtnar (sg. jǫtunn) as a translation for the Old French idea of the jaiants (sg. jaiant), and the fourth and final article investigates the different notions and manifestations of magic and magic wielders displayed in the investigated Old French sources as well as their respective Old Norse renditions. This research project hopes to open this particular field of research to the broader scientific community by laying down what may be seen as the first stepping-stone for a series of related studies.
Rannsóknir fræðimanna á þýðingum riddarasagna hafa eflst til muna eftir aldamótin en hið sama gildir ekki um rannsóknir á sjálfum efniviðni sagnanna, svo sem hvernig birtingarmynd kvenna er sýnd gegnum tilfinningar þeirra í sögunum. Hingað til hefur lítið verið kannað hvort og þá hver áhrif þýðingar efnis um yfirnáttúrulega hluti og atburði sem snúa að norrænni trú hafa verið. Markmið þessarar ritgerðar er að sýna fram á áhrif fornra franskra riddarasagna á hugmyndaheim norrænna manna um umhverfi sitt og landlýsingu, auk þess að sýna fram á áreiðanleika riddarasagna að því er varðar hugmyndir norrænna manna um hið yfirnáttúrlega. Ritgerðin greinir slíkar hugmyndir í hinum forn-frönsku bókmenntum og skoðar áhrif þeirra og innblástur í norrænum bókmenntum og goðafræði og sýnir þannig hvernig skilningur manna á yfirnáttúrulegum atburðum hefur þróast í aldanna rás. Í ritgerðinni er athyglinni einkum beint að hinum norrænu þýðingum tólftu og þrettándu aldar ástarsagna fornfranskra bókmennta og skoðað sérstaklega hvaða hlutverki hinn mannlegi þáttur og þeirra tíma þýðingarhefðir gegna. Yfirnáttúrulegar verur, svo sem álfar, dvergar og jötnar, auk ýmissa galdrahugtaka, sem fram koma í þessum frásögnum eru teknar til ítarlegrar skoðunar, og fjallað er um hverja áðurnefnda tegund í sérstökum kafla. Með samanburði við seinni tíma fornaldarsögur, upprunalegar riddarasögur og íslenskar þjóðsögur eru þessar þýðingar skoðaðar í þeim tilgangi að greina áhrif á hin yfirnáttúrulegu fyrirbæri í þeim. Í fyrsta hluta þessarar ritgerðar er fjallað um álfa í norrænum heimildum og goðsögulega tengingu þeirra við forn-franska hugtakið fées (eint. fée), annar hlutinn fjallar um dverga og hliðstæða tengingu þeirra við fornfranska hugtakið nains (eint. nain) með bókmenntafræðilegri nálgun. Meginkafli ritgerðarinar fjallar á sama hátt um jötna og hlistæða tengingu þeirra við fornfranska hugtakið jaiants (eint. jaiant). Í síðasta kaflanum er svo fjallað um norrænar galdrahefðir og galdratrú með hliðsjón af birtingarmynd þeirra í fornfrönskum bókmenntum. Með ritgerð þessari vonast höfundur til að opna gátt inn á lítt kannað fræðasvið sem getur eflt og víkkað rannsóknarhugmyndir og -aðferðir fræðimanna í fornnorrænum rannsóknum. (Ingunn Ásdísardóttir þýddi.)