Opin vísindi

“It is not only the Teacher who is Talking; It is an Exchange” Immigrant Students’ Experiences of Learning Environments and Teaching Methods used in Icelandic Universities

Skoða venjulega færslu

dc.contributor Háskóli Íslands
dc.contributor University of Iceland
dc.contributor.advisor Hanna Ragnarsdóttir og Lise Iversen Kulbrandstad
dc.contributor.author Benediktsson, Artem Ingmar
dc.date.accessioned 2020-05-04T12:47:40Z
dc.date.available 2020-05-04T12:47:40Z
dc.date.issued 2020-05
dc.identifier.isbn 978-9935-9519-2-2
dc.identifier.uri https://hdl.handle.net/20.500.11815/1769
dc.description.abstract Tilgangur þessa doktorsverkefnis í formi vísindagreina er að skoða reynslu innflytjenda af kennsluaðferðum og námsumhverfi í þrem íslenskum háskólum. Meginmarkmiðið er að veita innsýn í reynslu innflytjenda af háskólanámi og athuga hvaða kennsluaðferðir þeir telja að henti þeim til náms. Ennfremur er markmið verkefnisins að skoða helstu áskoranirnar, þar á meðal tungumálaörðuleika sem innflytjendur takast á við í námsferlinu og hvaða stoðþjónusta stendur þeim til boða. Rannsóknin er mikilvægt innlegg í þá umræðu sem nú er í gangi um stöðu innflytjenda í háskólanámi á Íslandi og í Evrópu. Rannsóknin hefur einnig gildi í íslensku samhengi vegna þess að þetta er fyrsta umfangsmikla rannsóknarverkefnið sem unnið hefur verið á Íslandi um reynslu innflytjenda af háskólanámi og kennsluaðferðum. Fræðilegur bakgrunnur rannsóknarinnar er þríþættur og byggir á hugsmíðahyggju, hugmyndafræði fjölmenningarlegrar menntunar og annarsmálsfræði. Aðaláherslan er lögð á nemendamiðaða- og menningarmiðaða nálgun á kennslu, sem hvetur nemendur til að vera sjálfstæða og virka námsmenn, að nota fyrri reynslu sína í námsferlinu og að deila vitneskju með samnemum og kennurum. Hvað varðar kennslu annars máls og námskenningum þeim tengdum er aðaláhersla þessarar rannsóknar lögð á tjáskiptaaðferðir. Slíkar aðferðir teljast vera nemendamiðaðar og hvetja nemendur til að taka virkan þátt í námsferlinu og tileinka sér tungumál í gegnum samskipti við samnemendur og kennara. Þetta verkefni er eigindleg rannsókn þar sem gagna er aflað með rýnihópum og ítarlegum einstaklingsviðtölum við innflytjendur. Þátttakendur eru fjörutíu og einn háskólanemi sem eru í grunnnámi við einn af þeim þrem háskólum á Íslandi sem rannsóknin náði til. Við val á þátttakendum var leitast við að hafa sem jafnasta dreifingu eftir upprunalandi, aldri, kyni, lengd búsetu á Íslandi, námssviði, íslenskukunnáttu, enskukunnáttu og kunnáttu í móðurmáli. Niðurstöður leiddu í ljós að þrátt fyrir að reynsla þátttakendanna af námsferlinu sé aðallega jákvæð, þurfa þeir að takast á við ýmsar áskoranir, sem eru oft tungumálatengdar. Í sumum tilvikum skorti þá upplýsingum um tiltæka stoðþjónustu og var þjónustan því sjaldan nýtt. Niðurstöðurnar sýna þar að auki að menningarmiðuð kennsla er sjaldan notuð sem heildstæð kennsluaðferð. Niðurstöðurnar gefa til kynna að námsmat er yfirleitt lokamat og felur í sér lokapróf sem hefur mest vægi. Hópavinna var einnig eitt af meginþemum viðtalanna en reynsla þátttakenda af henni er breytileg allt frá því að vera mjög jákvæð til neikvæðrar. Meirihluti þátttakenda hefur tekið námskeið í íslensku sem öðru máli til að bæta tungumálakunnáttu sína. Viðhorf þeirra til tungumálakennslu eru fjölbreytt. Nemendurnir eru almennt ánægðir með námskeið þar sem óbeinar kennsluaðferðir (e. implicit teaching methods) eru notaðar en hinsvegar eru skoðanir þeirra á beinum kennsluaðferðum (e. explicit teaching methods) við kennslu í málfræði oft neikvæðar. Rannsóknin varpar ljósi á mikilvægi þess að hverfa frá hefðbundinni kennslu sem byggir á fyrirlestri í átt að nemendamiðuðum aðferðum við kennslu, svo sem menningarmiðaðri kennslu, menningarmiðuðu námsmati og stuðningi. Líklegt er að slíkir kennsluhættir skapi styrkandi námsumhverfi þar sem sérhver einstaklingur hefur jöfn tækifæri, jafnan aðgang að menntun og telur sig vera metinn að verðleikum. Niðurstöðurnar hafa verið birtar í fimm fræðigreinum sem eru hluti af þessari ritgerð. Greinarnar veita heildstæða mynd af rannsókninni, þeim mynstrum sem er að finna í gögnunum sem safnað var og draga fram mismunandi upplifun þátttakenda af námsumhverfi og kennsluaðferðum í íslensku háskólunum.
dc.description.abstract This article-based dissertation aims to explore immigrant students’ experiences of teaching methods and learning environments in three Icelandic universities. The main goal is to provide deep insight into immigrant students’ perspectives on the learning process and to find out which teaching methods they consider being relevant. Furthermore, the dissertation’s goal is to analyse the main challenges, including language-related issues, that immigrant students experience during the learning process and what support services are available to them. The study aims to make an important contribution to the current discussion about immigrant students’ position in higher education. The study is relevant in the Icelandic context because it is the first extensive research project conducted in Iceland about immigrant students’ experiences of higher education. The theoretical background of the study includes constructivist theory, multicultural education theory and second-language teaching and learning theories. The main focus is on learner-centred and culturally responsive approaches to teaching that encourage students to be independent and active learners, to use previous experiences in the learning process and to exchange knowledge with teachers and peers. When it comes to second- language teaching and learning theories, the study mainly focuses on communicative approaches to teaching and the methods that incorporate the teaching of grammar in lessons that are primarily focused on communication or meaning. The research is a qualitative study, based on focus groups and individual in-depth interviews. Forty-one first-generation immigrants who are pursuing higher education in one of the three target universities on an undergraduate level participated in the study. The participants have been recruited through maximal variation sampling based on characteristics such as age, gender, origin, field of study, number of years in Iceland and proficiency in the native language(s), Icelandic and English. The findings revealed that, although the participants’ experiences of the learning process are mainly positive, they encounter different challenges, which are often language related. In some cases, they lack information on available support services, and thus, they rarely use them. According to the findings, culturally responsive teaching and assessment are uncommon as fully established methods. The findings indicate that the majority of assessment methods are summative and involve high-stakes final examinations. Group work was also one of the main themes in the interviews, and the participants’ experiences of this vary from being highly positive to negative. The majority of the participants have taken courses in Icelandic as a second language to improve their language skills. Their perspectives on language teaching are varied. While they are generally satisfied with the courses where implicit teaching methods are applied, their attitudes towards courses using explicit teaching of grammar are often negative. The study highlights the importance of shifting away from a traditional lecture-based approach to learner-centred approaches to teaching, such as culturally responsive teaching, assessment and support. These are likely to create an empowering learning environment where every student has equal opportunities and access and feels valued. The findings have been presented and discussed in five academic papers that are included in this dissertation. The papers provide a coherent picture of the patterns in the collected data and reveal different dimensions of the participants’ experiences of the learning environments and teaching methods in the Icelandic universities.
dc.description.sponsorship Verkefnið var styrkt af Rannís
dc.language.iso en
dc.publisher University of Iceland, School of Education, Faculty of Education and Diversity
dc.rights info:eu-repo/semantics/restrictedAccess
dc.subject Innflytjendur
dc.subject Háskólanám
dc.subject Fjölmenningarleg kennsla
dc.subject Menning
dc.subject Eigindlegar rannsóknir
dc.subject Doktorsritgerðir
dc.title “It is not only the Teacher who is Talking; It is an Exchange” Immigrant Students’ Experiences of Learning Environments and Teaching Methods used in Icelandic Universities
dc.title.alternative „Það er ekki eingöngu kennarinn sem talar, þetta eru samskipti“ Reynsla innflytjenda í háskólanámi af námsumhverfi og kennsluaðferðum í íslenskum háskólum
dc.type info:eu-repo/semantics/doctoralThesis
dc.contributor.department Deild menntunar og margbreytileika (HÍ)
dc.contributor.department Faculty of Education and Diversity (UI)
dc.contributor.school Menntavísindasvið (HÍ)
dc.contributor.school School of Education (UI)


Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum:

Skoða venjulega færslu