Í þessari rannsókn er leitast við að varpa ljósi á hugmyndir framhaldsskólanemenda um
kjöraðstæður til náms samanborið við þær aðstæður sem þeir búa við og möguleika
þeirra til að hafa áhrif þar á. Áhrif nemenda á eigið námsumhverfi tengjast hugmyndum
um nemendamiðað nám og þeim er meðal annars ætlað að efla skuldbindingu
nemenda gagnvart skólastarfinu. Gögnum var safnað í níu framhaldsskólum með
viðtölum, vettvangsathugunum í skólastofum og ljósmyndum. Tekin voru hópviðtöl
við nemendur og þeir beðnir að forgangsraða myndum af ýmsum aðstæðum í skóla
með hliðsjón af því hvernig þær hentuðu við nám að þeirra mati. Niðurstöður úr
þeirri umræðu voru bornar saman við aðstæður eins og þær birtust rannsakendum í
skólastofunni. Helstu niðurstöður benda til þess að algengast sé að í kennslustundum
sitji nemendur við einstaklingsborð í röðum þar sem allir snúa andliti í sömu átt, vel
þekktar aðstæður í íslensku skólaumhverfi. Nemendum fannst aftur á móti best að
læra í umhverfi þar sem þeir hefðu einhvers konar svigrúm, til dæmis val um það
hvort þeir ynnu sjálfstætt eða með öðrum. Þeir kusu síður námsumhverfi sem var í
föstum skorðum og gerði ráð fyrir einhæfum námsaðferðum, eins og algengast var
í þátttökuskólunum. Það er von höfunda að niðurstöðurnar megi hafa til hliðsjónar
við að hanna og bæta námsumhverfi nemenda með aukinni áherslu á lýðræðislega
þátttöku þeirra og möguleika til að hafa áhrif á aðstæður sínar. Vísbendingar eru úr
öðrum rannsóknum um að slíkt geti eflt skuldbindingu þeirra gagnvart náminu og
þar með hugsanlega dregið úr brotthvarfi
The aim of the study is to shed light on students’ ideas about good learning environments
(spaces for learning) and how their ideas fit in with actual arrangements in school.
Student-centred learning is in focus, as it reflects the possibilities for students to
influence their own learning environment.
By a space for learning, we mean the physical learning environment such as places in
the school building that are available for different learning activities, the arrangement
of furniture in the classrooms and technology. The study is limited to the space inside
the school building or activities on behalf of the school, such as fieldtrips. The results
are reviewed from the perspective of a student-centred learning environment and
student engagement, which has gained increasing attention in the research literature.
It is assumed that a physical learning environment in coherence with students’ ideas
about good places for learning is student-centred and a supportive condition for
student engagement in school; consequently, it might enhance students’ well-being
so that they are less likely to drop out.