Háskóli ÍslandsUniversity of IcelandHarðardóttir, SigrúnSvavarsdóttir, Sveinbjörg Júlía2019-01-212019-01-212018-12-21Harðardóttir, S., & Svavarsdóttir, S. J. (2018). „Ég virðist alltaf falla á tíma“: reynsla nemenda sem glíma við námsvanda í Háskóla Íslands. Tímarit um uppeldi og menntun, 27(2), 155-173. doi:https://doi.org/10.24270/tuuom.2018.27.82298-83942298-8408 (eISSN)https://hdl.handle.net/20.500.11815/994Publisher's version (útgefin grein)Háskólar þurfa að bregðast við aukinni fjölbreytni í hópi nemenda með því að mæta ólíkum þörfum þeirra. Í greininni eru kynntar niðurstöður rannsóknar á upplifun og reynslu nemenda sem stunda nám við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á reynslu nemenda sem glíma við námsvanda. Leitað var svara við eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hvað styður og hvað hindrar nemendur í HÍ sem glíma við námsvanda í að takast á við nám sitt? Tekin voru þrjú einstaklingsviðtöl og rýnihópsviðtal við sex nemendur í BA-námi við félagsráðgjafardeild. Niðurstöður sýna að viðmælendur voru ánægðir með ýmsa þætti í skipulagi námsins og fannst skilningur kennara á stöðu þeirra vera góður en töldu þó að í kennsluháttum væru ýmsar hindranir sem gerðu þeim erfitt fyrir. Þær hindranir felist meðal annars í erfiðleikum við aðlögun að háskólasamfélaginu, álagi í námi sem veldur streitu og kvíða og því að of lítið tillit sé tekið til námsvanda þeirra. Slík innsýn í viðhorf nemenda sem glíma við námsvanda getur gagnast kennurum við að taka tillit til fjölbreytileikans í nemendahópnum og stuðlað þannig að bættri sálfélagslegri líðan nemenda, sem aftur hjálpar þeim við námið. Auk þess sýna niðurstöður að aukin áhersla á kennslu í fræðilegum vinnubrögðum ásamt virkri endurgjöf í námi getur hjálpað nemendum með námsvanda.155-173isinfo:eu-repo/semantics/openAccessHáskólanámLíðanKennsluaðferðirHópvinnaHáskólanemarStreitaFagmennska„Ég virðist alltaf falla á tíma“: Reynsla nemenda sem glíma við námsvanda í Háskóla íslandsinfo:eu-repo/semantics/articleIcelandic Journal of EducationTímarit um uppeldi og menntun10.24270/tuuom.2018.27.8