Magnúsdóttir, Ásdís RósaKristinsdóttir, Guðrún2025-11-202025-11-202024-12-16Magnúsdóttir, Á R & Kristinsdóttir, G 2024, 'Franski farsinn á Íslandi : París-Eyjafjörður með viðkomu á West End', Milli mála, vol. 16, no. 2, 10.33112/millimala.16.2.2, pp. 11-36. < https://millimala.hi.is/wp-content/uploads/2024/12/2024-2-2-Asdis-Rosa-Magnusdottir-og-Gudrun-Kristinsdottir.pdf >2298-19182332223118d36275f-bd6e-4405-a86a-270f7db563cbhttps://hdl.handle.net/20.500.11815/7654Þessi grein fjallar um þýðinga og viðtökusögu franskra vaudeville leikrita eða hurðafarsa á Íslandi, með sérstakri áherslu á gamanleiki leikskáldsins Marcs Camoletti sem skrifaði það franska leikrit sem oftast hefur verið leikið á heimsvísu, Boeing-Boeing. Vaudeville gamanleikir hafa þá sérstöðu að söguþráðurinn snýst einna helst um að koma í veg fyrir að eitthvert misferli í einkalífinu komist upp; bygging þeirra er sterk og þolir aðlaganir. Saga franska farsans er rakin í stuttu máli, frá miðöldum til hurðafarsa 19. og 20. aldar, og spurt hvort þeir síðarnefndu eigi erindi til áhorfenda í dag. Farið er yfir helstu uppsetningar franskra farsa á íslenskum leiksviðum og litið til þess hvort þeir hafi verið aðlagaðir nýjum áhorfendum eða ekki. Sjónum er beint að endurritun Gísla Rúnars Jónssonar á frönsku leikritunum og á leikritum breska leikskáldsins Rays Cooney, sem skrifaði hurðafarsa að franskri fyrirmynd. Frönsku leikritunum var yfirleitt vel tekið á Íslandi, bæði í þýðingum og aðlögunum, og svo virðist sem heimfærðar gerðir þeirra liggi jafnvel til grundvallar hinum íslenska sumarleyfisfarsa.2634267911-36isinfo:eu-repo/semantics/openAccessgamanleikurfarsihurðafarsarleikritaþýðingaraðlaganirGeneral Arts and HumanitiesFranski farsinn á Íslandi : París-Eyjafjörður með viðkomu á West End/dk/atira/pure/researchoutput/researchoutputtypes/contributiontojournal/article