Háskólinn á AkureyriSteingrímsdóttir, MaríaEngilbertsson, Guðmundur2025-11-142025-11-142018-08-28Steingrímsdóttir, M & Engilbertsson, G 2018, 'Mat nýliða á gagnsemi leiðsagnar í starfi kennara', Netla. https://doi.org/10.24270/netla.2018.31670-0244299170584d08c8e2-8bc2-4b78-8724-0a9c59c6bdfbunpaywall: 10.24270/netla.2018.3https://hdl.handle.net/20.500.11815/5712Í greininni er fjallað um íslenskan hluta norrænnar rannsóknar á nýliðum í grunn- og framhaldsskólum – Nordment1 . Rannsóknin var unnin í samstarfi fræðimanna frá háskólunum í Osló, Gautaborg, Árósum, Turku og Akureyri. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig stuðningur í skólum, skólastjórnun og skipulag innan skóla hefur áhrif á það hvernig nýir kennarar aðlagast kennarastarfinu og hvernig þeir meta eigin færni og þær aðstæður sem skólarnir bjóða þeim. Þýði rannsóknarinnar var kennarar á 1.–3. starfsári eða sem höfðu nýlokið þremur starfsárum. Rannsóknin var megindleg og var sami spurningalisti notaður, þýddur og staðfærður, í öllum þátttökulöndunum. Hér á landi var spurningalistinn sendur til 280 kennara, um þriðjungur starfaði í framhaldsskóla og tveir þriðju í grunnskóla. Niðurstöður eru byggðar á svörum 239 kennara, svarhlutfall var rúm 85%. Meginmarkmið þessarar greinar er að gefa innsýn í þann hluta niðurstaðnanna sem lýtur að leiðsögn nýliða í grunn- og framhaldsskólum á Íslandi. Skoðað er hvernig henni er háttað á fyrsta starfsári og hvort tengsl eru milli formlegrar leiðsagnar, tíðni funda með leiðsagnarkennara og mats nýliða á gagnsemi leiðsagnarinnar. Helstu niðurstöður eru þær að leiðsögn hefur áhrif á starfshætti og líðan nýliða ef hún er veitt af kennara sem hefur svipaðan faglegan grunn og nýliðinn og ef þeir funda reglulega saman á leiðsagnartíma. Um þriðjungur þátttakenda hafði hugleitt að hætta í starfi en aðeins tíundi hluti þeirra hafði þó leitað sér að öðru starfi. Ekki voru tengsl milli hugleiðinga þeirra um brotthvarf og þess stuðnings sem þeir fengu í starfi.18371250isinfo:eu-repo/semantics/openAccessBeginning teachersAdaptionGuidanceSDG 2 - Zero HungerSDG 6 - Clean Water and SanitationSDG 3 - Good Health and Well-beingSDG 4 - Quality EducationSDG 1 - No PovertySDG 5 - Gender EqualitySDG 10 - Reduced InequalitiesSDG 11 - Sustainable Cities and CommunitiesSDG 12 - Responsible Consumption and ProductionSDG 13 - Climate ActionSDG 14 - Life Below WaterSDG 15 - Life on LandSDG 16 - Peace, Justice and Strong InstitutionsSDG 17 - Partnerships for the GoalsSDG 7 - Affordable and Clean EnergySDG 8 - Decent Work and Economic GrowthSDG 9 - Industry, Innovation, and InfrastructureMat nýliða á gagnsemi leiðsagnar í starfi kennara/dk/atira/pure/researchoutput/researchoutputtypes/contributiontojournal/article10.24270/netla.2018.3