Bjarnadóttir, Kristín2025-11-202025-11-202012Bjarnadóttir, K 2012, 'Stærðfræði 102 í fjölbrautaskóla - Námskrá og áherslur', Netla.1670-0244221655267848087b8-fb5c-4107-bc87-3956defb994chttps://hdl.handle.net/20.500.11815/7523Gerð var rannsókn á inntaki hægferðaráfangans Stærðfræði 102 í fimm fjölbrautaskólum. Kennsluáætlanir og lokapróf voru borin saman við áfangalýsingu í Aðal-námskrá framhaldsskóla – Stærðfræði frá 1999. Í ljós kom ósamræmi við námskrá. Kennd var meiri algebra en námskrá mælir fyrir um í fjórum skólum af fimm. Samvinnuverkefni og ritgerðir, sem nota mætti til að laga námsefni að markmiðum ólíkra námsbrauta og nefnd eru í áfangalýsingu, voru ekki nefnd í kennsluáætlun neins skólanna. Áfanginn tilheyrir sameiginlegum kjarna allra brauta framhalds-skólans. Í fjölbrautaskólum sitja nemendur á ólíkum námsbrautum í sama áfanga og það skapar togstreitu milli markmiða stærðfræðinámsins og markmiða námsbrauta nemenda. Greinin er framhald greinarinnar Stærðfræði 102 í fjölbrautaskóla: Vandi og ávinningur sem birtist í Netlu 30. desember 2011.503136isinfo:eu-repo/semantics/openAccessGeneral MathematicsStærðfræði 102 í fjölbrautaskóla - Námskrá og áherslur/dk/atira/pure/researchoutput/researchoutputtypes/contributiontojournal/article