Title: | Aðgerðir vegna taugainnkirtlaæxla í efri hluta meltingarvegar á Landspítala |
Alternative Title: | Operations for neuroendocrine tumors in upper gastrointestinal tract in Landspitali University Hospital-Reasearch |
Author: |
|
Date: | 2025-03 |
Language: | Icelandic |
Scope: | 6 |
Department: | Önnur svið Læknadeild |
Series: | Læknablaðið; 111(3) |
ISSN: | 0023-7213 |
DOI: | 10.17992/lbl.2025.03.829 |
Subject: | Skurðlæknisfræði brjósta, innkirtla og meltingarfæra; Humans; Retrospective Studies; Hospitals, University; Neuroendocrine Tumors/surgery; Time Factors; Treatment Outcome; Male; Female; Middle Aged; Iceland; Aged; Risk Factors; Digestive System Surgical Procedures/adverse effects; Postoperative Complications/etiology; Adult; Gastrointestinal Neoplasms/surgery; carcinoid; neuroendocrine tumor; surgery; Almenn læknisfræði |
URI: | https://hdl.handle.net/20.500.11815/5459 |
Citation:Atladottir, E T, Yngvason, D B & Haraldsdóttir, K H 2025, 'Aðgerðir vegna taugainnkirtlaæxla í efri hluta meltingarvegar á Landspítala', Læknablaðið, bind. 111, nr. 3, bls. 106-111. https://doi.org/10.17992/lbl.2025.03.829
|
|
Abstract:Inngangur Taugainnkirtlaæxli eru sjaldgæf æxli upprunnin frá taugainnkirtlavef. Þau geta átt uppruna sinn frá ýmsum líffærum, en eru algengust í lungum og meltingarvegi. Æxlin eru ólík eftir því frá hvaða líffæri þau eiga upptök sín og hversu vel þroskuð þau eru. Taugainnkirtlaæxli geta framleitt hormón eða verið óvirk. Efniviður og aðferðir Gerð var afturskyggn rannsókn þar sem skoðaðir voru sjúklingar sem fóru í aðgerð vegna taugainnkirtlaæxlis í efri hluta meltingarvegar á árunum 2010-2020. Farið var yfir uppruna æxla, aðgerðir og aðgerðartengda þætti svo sem fylgikvilla og legutíma. Bæði 30 daga og 5 ára lifun var skoðuð. Með voru sjúklingar sem gengust undir aðgerð á frumæxli, en einnig þeir sem gengust undir aðgerð vegna meinvarpa. Fengnar voru upplýsingar úr sjúkraskrárkerfum Landspítala. Notast var við lýsandi tölfræði ásamt lifunartölfræði, þar sem notast var við tölfuforritin Excel og GraphPad Prism. Viðeigandi leyfi voru fengin áður en rannsókn var hafin. Niðurstöður Alls gengust 31 sjúklingur undir aðgerð vegna taugainnkirtlaæxlis í efri hluta meltingarvegar á þessum árum þar sem var gert brottnám æxlis hjá 29 sjúklingum sem mynduðu rannsóknarþýði. 34% sjúklinga hlaut fylgikvilla sem krafðist inngrips eða gjörgæslulegu. Enginn lést innan 30 daga frá aðgerð. Heildarlifun sjúklinga var 88% eftir fimm ár og sjúkdóms sértæk lifun 95%. Ályktun Fáir sjúklingar fara í aðgerð vegna taugainnkirtlaæxla í efri hluta meltingarvegar. Aðgerðir voru árangursríkar og fimm ára lifun var góð sem er í samræmi við erlendar niðurstöður. INTRODUCTION: Neuroendocrine tumors are rare tumors, originating from the neuroendocrine system. They originate most commonly in the lungs and gastrointestinal organs. These tumors differ according to their origin and maturity. Neuroendocrine tumors can be hormonally active or inactive. METHOD: This is a retrospective study of patients that had surgery for a neuroendocrine tumor in the upper gastrointestinal organs, in the period 2010-2020. Tumor origin was registered, as well as operations and factors related to the operations, complications, and survival rate. Patients who underwent surgery for a primary tumor in the upper gastrointestinal tract, or liver metastasis were included. Data was gathered from medical charts from Landspitali University Hospital, and analyzed with descriptive and survival statistics with the help of the softwares Microsoft Excel and GraphPad Prism. Appropriate permits were gathered. RESULTS: In total, 31 patients, was operated for neuroendocrine tumors in the upper gastrointestinal tract but tumor resection was only done on 29 patients. Those 29 patients made the study sample. 34% of the patients had complications that required intervention or intensive care treatment. No patient died within 30 days of the operation. Total survival of the patients was 88% and disease specific survival was 95%. CONCLUSION: Few patients are operated on for a neuroendocrine tumor in the upper gastrointestinal tract each year. The surgeries were successful, and survival is comparable to other studies.
|