Á kvennadeild Landspítala hófst innleiðing þungunarrofs með lyfjum á fyrsta þriðjungi þungunar árið 2006. Þessi nýja aðferð, sem tók við af aðgerð, ruddi sér hægt til rúms en nú eru langflest þungunarrof gerð með lyfjum og því tímabært og gagnlegt að rannsaka árangur þeirrar meðferðar hérlendis í samanburði við önnur Norðurlönd. Tvö lyf eru gefin þegar þungun er rofin með lyfj um, mífepristón (anti-gestagen) og mísóprostól (prostaglandín). Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn ferilrannsókn sem náði til allra þungunarrofa sem fóru fram á Landspítala frá 1. september 2019 til 31. desember 2022. Gögn um aðferð við þungunarrof, fylgikvilla og endurkomur innan 60 daga frá meðferð, voru fengin frá hagdeild Landspítala. Notað var kí-kvaðrat próf við tölfræðiúrvinnslu. Niðurstöður Fjöldi þungunarrofa á tímabilinu var 2855. Þar af voru 2505 (87,7%) þungunarrof framkvæmd með lyfjum og 350 (12,3%) með aðgerð. Flest voru framkvæmd fyrir níu vikna meðgöngu, eða 85,3%. Lyfjameðferðarhópurinn varð marktækt oftar fyrir fylgikvillunum ófullkomið þungunarrof með tafinni eða óhóflegri blæðingu, ófullkomnu þungunarrofi af öðrum ótilgreindum ástæðum, þörf á aðgerð vegna þungunarleifa í legi og þörf á innlögn vegna fylgikvilla. Rúmlega 4% þeirra sem fengu lyfjameðferð fyrir níu vikna meðgöngu, gengust einnig undir aðgerð til tæmingar á legi. Ályktun Tíðni fylgikvilla við þungunarrof var sambærileg því sem sést hefur á Norðurlöndum. Þótt meiri líkur séu á ófullkomnu þungunarrofi þegar lyf eru notuð, er ávinningur lyfjameðferðar umfram aðgerð mikill.
INTRODUCTION: Medical treatment for termination of pregnancy in the first trimester of pregnancy was first introduced in 2006 at Landspitali. This new method, which replaced surgery, slowly gained ground and now most abortions in Iceland are medically induced. It is therefore appropriate to evaluate the effectiveness and safety of this method. Two medications are administrated during medical termination of pregnancy, mifepristone (anti-gestagen) and misoprostol (prostaglandin). MATERIAL AND METHODS: This is a retrospective cohort study including all terminations of pregnancies carried out at Landspitali from September 1st 2019 to December 31st 2022. Data on the method of induced abortion (medical or surgical), complications, and admissions within 60 days of treatment were obtained from the Department of Economics at Landspitali. A chi-square test was used for statistical processing. RESULTS: The number of terminations of pregnancies at Landspitali during these 40 months was 2853. Of those, 2502 (87.7%) were medical abortions and 351 (12.3%) were surgical. Most were performed before 9 weeks of pregnancy or 85.3%. The medical group was significantly more likely to experience the complications of incomplete termination of pregnancy, with delayed or excessive bleeding, incomplete termination of pregnancy for other unspecified reasons, the need for evacuation of uterus due to incomplete abortion and hospital admission following treatment. A little more than 4% of those who received medical treatment for termination of pregnancy, underwent also surgical intervention for complications. CONCLUSION: The incidence of complications after medical termination of pregnancy is comparable to what has been observed in other Nordic countries. Despite a higher risk of incomplete abortion when drugs are used, the benefit of medical therapy over surgery is significant.