Opin vísindi

Gæði kennslu um kynheilbrigði að mati framhaldsskólanema á Íslandi : Þversniðsrannsókn

Gæði kennslu um kynheilbrigði að mati framhaldsskólanema á Íslandi : Þversniðsrannsókn


Title: Gæði kennslu um kynheilbrigði að mati framhaldsskólanema á Íslandi : Þversniðsrannsókn
Alternative Title: Quality assessment of sexuality education by upper secondary school students in IcelandCross-sectional study
Author: Sigfúsdóttir, Helga
Bender, Sóley Sesselja
Tryggvadóttir, Guðný Bergþóra
Date: 2024
Language: Icelandic
Scope: 502265
Department: Þverfræðilegt framhaldsnám
Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild
Series: Tímarit hjúkrunarfræðinga; 100(1)
ISSN: 1022-2278
DOI: 10.33112/th.100.1.2
Subject: Kennsla um kynheilbrigði; unglingar; gæði; kennsluhættir; fræðsluþarfir; kynferðisleg sjálfsvirðing
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/5367

Show full item record

Citation:

Sigfúsdóttir, H, Bender, S S & Tryggvadóttir, G B 2024, 'Gæði kennslu um kynheilbrigði að mati framhaldsskólanema á Íslandi : Þversniðsrannsókn', Tímarit hjúkrunarfræðinga, bind. 100, nr. 1, bls. 58-67. https://doi.org/10.33112/th.100.1.2

Abstract:

Tilgangur Á Íslandi eru fáar rannsóknir um hvernig kennslu um kynheilbrigði er háttað í skólum og hvaða skoðanir unglingar hafa á henni. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða mat framhaldsskólanema á gæðum kennslu um kynheilbrigði út frá kennsluháttum, fræðsluþörfum og kynferðislegri sjálfsvirðingu. Aðferð Rannsóknin var þversniðsrannsókn. Valdir voru ellefu framhaldsskólar víðs vegar á landinu með tilgangsúrtaksaðferð. Í úrtakinu voru 2.488 nemendur, 18 ára og eldri. Könnunin var lögð fyrir í janúar 2022. Gagnagreining byggðist á lýsandi tölfræði og tilgátuprófunum með Pearson kí-kvaðrat prófi. Marktektarmörk miðuðust við p<0,05. Niðurstöður Alls svöruðu 648 nemendur (26%) könnuninni og voru konur fleiri en karlar. Tvær af þremur tilgátum um viðhorf unglinga til kennsluhátta og fræðsluþarfa stóðust en sú þriðja stóðst að takmörkuðu leyti. Marktækur munur var á viðhorfum nemenda sem töldu sig hafa fengið góða kennslu samanborið við þá sem töldu hana síðri varðandi fjölbreytni kennsluaðferða (p<0,001), hæfni kennsluaðila (p<0,001), uppfyllingu fræðsluþarfa (p<0,001), gæði svara (p<0,001) auk upplýsinga um getnaðarvarnir (p<0,001) og kynsjúkdóma (p<0,001). Mat á gæðamun kennslunnar út frá kynferðislegri sjálfsvirðingu sýndi aðeins marktækan mun á tveimur af fimm atriðum sem voru: „Ég á auðvelt með að standa með sjálfri/u/um mér þegar setja þarf mörk í kynlífi“ (p<0,05) og „Ég er óhrædd/tt/ur að standa á mínu ef kynlífsfélagi þrýstir á mig“ (p<0,05). Ályktanir Um þriðjungur þátttakenda lýsti ánægju sinni með kennslu um kynheilbrigði. Góð kennsla um kynheilbrigði að þeirra mati felst í kennsluháttum og hversu vel hún mætir fræðsluþörfum þeirra. Leggja þarf meiri áherslu á jákvæðar hliðar kynverundar í kennslu líkt og kynferðislega sjálfsvirðingu.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)