Title: | Eldra fólk sem kom á bráðamóttöku og var vísað á greiningarmóttöku öldrunarlækningadeildar Landspítala árin 2016-2018 : heilsufar og afdrif |
Author: |
|
Date: | 2024 |
Language: | Icelandic |
Scope: | 8 |
Department: | Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Önnur svið |
Series: | Tímarit hjúkrunarfræðinga; 100(3) |
ISSN: | 1022-2278 |
DOI: | 10.33112/th.100.3.5 |
Subject: | Sjúkraþjálfun; Öldrunarlæknisfræði |
URI: | https://hdl.handle.net/20.500.11815/5333 |
Citation:Hjaltadóttir, I, Ólafsdóttir, K, Bergmundsdóttir, S B & Jónsdóttir, A B 2024, 'Eldra fólk sem kom á bráðamóttöku og var vísað á greiningarmóttöku öldrunarlækningadeildar Landspítala árin 2016-2018 : heilsufar og afdrif', Tímarit hjúkrunarfræðinga, bind. 100, nr. 3, bls. 96-103. https://doi.org/10.33112/th.100.3.5
|
|
Abstract:Tilgangur Með fjölgun aldraðra á komandi árum er líklegt að þeim fjölgi sem eru fjölveikir, með skerta færni eða hrumleika. Því verður aukin þörf fyrir sérhæfða heilbrigðisþjónustu og mikilvægt að bregðast við með viðeigandi meðferð til að fyrirbyggja versnun á heilsufari, þörf á sjúkrahúslegu eða vistun á hjúkrunarheimili. Markmið rannsóknarinnar var að skoða heilsufar, færni og heimaþjónustu þeirra sem vísað var á greiningarmóttöku öldrunarlækningadeildar á Landspítala. Einnig að skoða hvernig heilsufar og færni tengist andláti og flutningi á hjúkrunarheimili innan árs frá komu. Aðferð Rannsóknin er afturskyggn þversniðsrannsókn á sjúkraskrárgögnum einstaklinga sem komu á greiningarmóttöku (GM), auk upplýsinga um andlát og flutning á hjúkrunarheimili (N=161). Lýsandi og greinandi tölfræði var notuð til að greina gögnin og aðhvarfsgreining hlutfalla var notuð til að greina forspárþætti fyrir andláti eða flutningi á hjúkrunarheimili. Niðurstöður Meðalaldur var 84,4 ár og 71,6% voru konur. Þeir sem höfðu tvær eða fleiri komur á bráðamóttöku á síðastliðnum 90 dögum voru 62 (43,9%). Komum á bráðamóttöku fækkaði hjá einstaklingunum um 82% þegar borið var saman 30 daga tímabil fyrir og eftir komu á GM en fækkaði um 70% ef tímabilið var 90 dagar fyrir og eftir komu á GM (p=0,001). Eftirfarandi þættir sýndu auknar hlutfallslíkur á að einstaklingarnir létust eða flyttu á hjúkrunarheimili innan árs frá komu á greiningarmóttöku: voru með heimahjúkrun (OR 3,44 (CI 1,115–10,592), p<0,032); skert sjálfsbjargargeta við að klæðast (OR 5,60 (CI 1,702–18,458), p<0,005); byltur (OR 4,38 (CI 1,333–14,418), p<0,015); innlögn á bráðasjúkrahús (OR 3,79 (CI 1,004– 14,295), p<0,049). Ályktanir Sérhæfð þverfagleg þjónusta við hrumt eldra fólk í hættu á alvarlegum heilsubresti getur tryggt viðeigandi meðferð, fækkað komum á bráðamóttöku og stutt við sjálfstæða búsetu. ABSTRACT Aim With the increase in the elderly population, there is likely to be a rise in those with multiple chronic conditions, impaired function, or frailty, necessitating specialised healthcare services. It is therefore crucial to respond and provide suitable treatment to prevent health decline, hospital admissions, or Long-Term Care (LTC) placements. The aim of the study was to examine the health, functional profile and home care use of individuals referred to the Urgent Ambulatory Geriatric Assessment Unit (UAGAU) at Landspítali. Also to investigate the association of health and functional profile with death and transfer to LTC within a year of referral. Method The study is a retrospective cross-sectional analysis of medical record data of individuals attending the UAGAU, data on mortality and LTC placements (N=161). Descriptive and inferential statistics were used to analyze the data, and logistic regression was employed to identify predictors of mortality or LTC placements.. Results The average age was 84.4 years and 71.6% were women. Those who had two or more visits to the emergency department (ED) in the last 90 days were 62 (43.9%). ED visits decreased by 82% among individuals when comparing the 30-day periods before and after referral to the UAGAU (p=0.001), and by 70% when comparing the 90-day periods before and after referral (p=0.001). Variables associated with increased probability of the individuals dying or moving to LTC were: home care (OR 3.44 (CI 1.115–10.592), p<0.032); impairment in dressing (OR 5.60 (CI 1.702–18.458), p<0.005); falls (OR 4.38 (CI 1.333–14.418), p<0.015); and admission to a hospital (OR 3.79 (CI 1.004–14.295), p<0.049). Conclusions Specialized multidisciplinary services can ensure optimal treatment for frail older people suffering serious health conditions, decrease emergency department visits and support independent living.
|