Opin vísindi

Ég gæti gróið vel að utan en ekki jafn vel að innan : reynsla einstaklinga af því að fara í hjartastopp utan sjúkrahúss

Ég gæti gróið vel að utan en ekki jafn vel að innan : reynsla einstaklinga af því að fara í hjartastopp utan sjúkrahúss


Title: Ég gæti gróið vel að utan en ekki jafn vel að innan : reynsla einstaklinga af því að fara í hjartastopp utan sjúkrahúss
Author: Gabríeludóttir, Elísabeth Tanja
Ketilsdóttir, Auður
Svavarsdóttir, Margrét Hrönn   orcid.org/0000-0001-6609-6808
Date: 2024
Language: Icelandic
Scope: 10
Department: Önnur svið
Hjúkrunarfræðideild
Series: Tímarit hjúkrunarfræðinga; 100(3)
ISSN: 1022-2278
DOI: 10.33112/th.100.3.3
Subject: Geðhjúkrun; Hjúkrun langveikra fullorðinna
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/5332

Show full item record

Citation:

Gabríeludóttir, E T, Ketilsdóttir, A & Svavarsdóttir, M H 2024, 'Ég gæti gróið vel að utan en ekki jafn vel að innan : reynsla einstaklinga af því að fara í hjartastopp utan sjúkrahúss', Tímarit hjúkrunarfræðinga, bind. 100, nr. 3, bls. 76-85. https://doi.org/10.33112/th.100.3.3

Abstract:

Tilgangur Á heimsvísu er árleg tíðni hjartastopps utan sjúkrahúss 30-97 tilfelli á hverja 100.000 íbúa. Vegna meiri þekkingar á endurlífgun og aukins aðgengis að sjálfvirkum hjartastuðtækjum hefur fjöldi þeirra sem lifa af hjartastopp aukist. Þeir sem lifa af hjartastopp eiga á hættu að glíma við sálrænar afleiðingar eftir áfallið svo sem þunglyndi, kvíða og áfallastreituröskun en rannsóknir benda til að markviss eftirfylgd og stuðningur auki lífslíkur og lífsgæði eftir útskrift af sjúkrahúsi. Markmið rannsóknarinnar var að lýsa upplifun einstaklinga sem lifað hafa af hjartastopp og þörfum þeirra fyrir fræðslu, eftirfylgd og faglegan stuðning. Tilgangurinn var að kanna hvort þörf sé á að bæta þjónustu við þessa einstaklinga eftir útskrift af sjúkrahúsi. Aðferð Í þessari eigindlegu rannsókn var gögnum safnað með hálfstöðluðum einstaklingsviðtölum á árunum 2022-2023. Þátttakendur voru sjö karlar og fimm konur á aldrinum 28-65 ára (M=52 ár), sem höfðu lifað af hjartastopp utan sjúkrahúss á síðastliðnum 6-28 mánuðum. Tekið var eitt viðtal við hvern einstakling. Gögnin voru greind með kerfisbundinni textaþéttingu Malteruds. Niðurstöður Meginniðurstöður rannsóknarinnar voru að þátttakendur upplifðu flóknar og margbreytilegar líkamlegar og sálrænar afleiðingar hjartastoppsins. Greind voru fjögur meginþemu. Þemað Upplifun af hjartastoppi lýsir fyrirboðaeinkennum og upplifun af endurlífguninni. Þemað Færniskerðingar lýsir áhrifum hjartastoppsins á líkamlega og hugræna líðan og getu. Í þemanu Sálrænar afleiðingar lýsa þátttakendur „tilfinningarússíbana“ sem þeir upplifðu eftir hjartastoppið og breyttri sýn á lífið sem felur í sér breytta forgangsröðun, þakklæti og æðruleysi. Síðasta þemað, Þörf fyrir fræðslu og stuðning, lýsir óuppfylltri þörf fyrir fræðslu og eftirfylgd eftir útskrift af sjúkrahúsi. Ályktanir Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að einstaklingar sem lifa af hjartastopp eigi við margvíslegar líkamlegar og sálrænar áskoranir að stríða og upplifi hafsjó tilfinninga. Þörfum þátttakenda fyrir eftirfylgd eftir útskrift af sjúkrahúsi var ekki fullnægt svo nauðsynlegt virðist vera að byggja upp faglega eftirfylgd og stuðning fyrir einstaklinga sem lifa af hjartastopp og aðstandendur þeirra. ABSTRACT Aim Globally, the annual incidence of out-of-hospital cardiac arrest is 30–97 cases per 100,000 inhabitants. Due to improved knowledge of cardiopulmonary resuscitation (CPR) and better access to automated defibrillators, the number of cardiac arrest survivors has increased. Survivors are at risk of psychological challenges, such as depression, anxiety, and post-traumatic stress disorder. Research indicates that structured follow-up and support for individuals recovering from cardiac arrest increases life expectancy and quality of life after discharge from a hospital. This study aimed to describe the experiences of cardiac arrest survivors and their needs for education, follow-up, and professional support. The aim was also to explore the need to improve post-hospital services for these individuals. Methods In this qualitative study, data were collected through semi-structured interviews in 2022–2023. The participants were seven men and five women aged 28–65 years (M=52 years) who survived out-of-hospital cardiac arrest. One interview was conducted with each participant. Data were analyzed using Malterud’s systematic text condensation. Results Cardiac arrest has complex and varied physical and psychological consequences for survivors. Four main themes were identified. Experiencing cardiac arrest describes warning signs and CPR experiences. Impairment describes the impact of cardiac arrest on physical and mental well-being and ability. In Psychological consequences, participants describe the "emotional rollercoaster" they experienced after cardiac arrest and a changed life perspective that includes altered priorities, gratitude, and serenity. The final theme, Need for education and support, describes the unmet need for follow-up after hospital discharge. Conclusions Cardiac arrest survivors face various physical and psychological challenges and experience a sea of emotions. Their needs for follow-up after hospital discharge are unmet; hence, there seems to be a need to establish professional follow-up and support for survivors and their families.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)