Title: | Í átt til rauðra heimsbókmennta : Um þýðingar og mótun hefðarveldis innan róttæku vinstrihreyfingarinnar á Íslandi 1919–1943 |
Author: | |
Date: | 2024-09-27 |
Language: | Icelandic |
Scope: | 5199701 |
Department: | Íslensku- og menningardeild |
Series: | Ritið; 24(2) |
ISSN: | 1670-0139 |
DOI: | 10.33112/ritid.24.2.7 |
URI: | https://hdl.handle.net/20.500.11815/5260 |
Citation:Hjartarson , B 2024 , ' Í átt til rauðra heimsbókmennta : Um þýðingar og mótun hefðarveldis innan róttæku vinstrihreyfingarinnar á Íslandi 1919–1943 ' , Ritið , bind. 24 , nr. 2 , bls. 133-209 . https://doi.org/10.33112/ritid.24.2.7
|
|
Abstract:Greinin hefur að geyma kortlagningu á umfangsmikilli þýðingaútgáfu róttæku vinstrihreyfingarinnar á tímabilinu 1919–1943 og varpar ljósi á þá markvissu uppbyggingu á nýju hefðarveldi rauðra heimsbókmennta sem þar á sér stað. Sjónum er beint að tengslum við starfsemi Kominterns og dreifingu róttæks lesefnis á erlendum málum og útgáfan hér á landi könnuð sem angi af alþjóðlegri útgáfustarfsemi vinstrihreyfingarinnar á þeim tíma þegar unnið er að uppbyggingu nýs alþjóðasinnaðs bókmenntakerfis á heimsvísu. Greiningin snýr annars vegar að þýðingum í íslenskum tímaritum, þar sem horft er jöfnum höndum til Réttar, Rauða fánans og Rauðra penna, sem komu út á vegum vinstrihreyfingarinnar, og þýddum bókmenntaverkum alþjóðasinna í menningartímaritum eins og Iðunni, Eimreiðinni og Dvöl. Hins vegar er fjallað um útgáfu þýðinga á bókarformi, bæði á vegum forlaga sem tilheyrðu róttæku vinstrihreyfingunni og annarra forlaga. Kortlagningin bregður upp mynd af þeim margbrotnu fjölþjóðlegu straumum sem berast inn í íslenskt bókmenntakerfi með þýðingum á alþjóðasinnuðu lesefni á tímabilinu. Á meðal þeirra verka sem tekin eru til umfjöllunar eru textar eftir Maksím Gorkij, Martin Andersen Nexø, Upton Sinclair og aðra höfunda sem gegndu veigamiklu hlutverki í íslensku bókmenntalífi á tímabilinu, en einnig vettvangsfrásagnir og aðrar smærri bókmenntagreinar og verk höfunda á borð við Jack London og B. Traven, sem hér eru tengd við hefð rauðra svaðilfarasagna.
|