Opin vísindi

Hálsæðaflysjun á Íslandi : faraldsfræði, meðferð og horfur

Hálsæðaflysjun á Íslandi : faraldsfræði, meðferð og horfur


Title: Hálsæðaflysjun á Íslandi : faraldsfræði, meðferð og horfur
Alternative Title: Cervical artery dissection in Icelandepidemiology, treatment and prognosis
Author: Andradóttir, Iðunn
Thors, Brynhildur
Sveinsson, Ólafur Árni
Date: 2024-11
Language: Icelandic
Scope: 6
Department: Önnur svið
Læknadeild
Series: Læknablaðið; ()
ISSN: 0023-7213
Subject: Taugasjúkdómafræði
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/5174

Show full item record

Citation:

Andradóttir , I , Thors , B & Sveinsson , Ó Á 2024 , ' Hálsæðaflysjun á Íslandi : faraldsfræði, meðferð og horfur ' , Læknablaðið , bls. 506-511 .

Abstract:

Inngangur Hálsæðaflysjun (cervical artery dissection) er algeng orsök blóð­þurrðarslags í ungum og miðaldra einstaklingum. Vegna framfara í myndrannsóknum og aukinnar vitneskju greinast flysjanir nú mun oftar en áður. Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka nýgengi hálsæðaflysjunar á Íslandi á tímabilinu 2005-2023. Efni og aðferðir Framkvæmd var afturskyggn rannsókn þar sem upplýsingum var safnað úr sjúkraskrám einstaklinga sem greindust með hálsæðaflysjun á tímabilinu frá 1. janúar 2005 til 31. desember 2023, á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri. Eftirfarandi þættir voru skoðaðir: kyn, greiningarár, aldur við greiningu, einkenni, áhættuþættir, rannsóknarniðurstöður, meðferð og horfur. Úrvinnsla fór fram í Excel® og í Rstudio. Niðurstöður Rannsóknarúrtakið samanstóð af 107 einstaklingum, 37 konum og 70 körlum. Yfir allt tímabilið var meðalnýgengið 1,62/100.000 manns á ári. Meðalnýgengið hækkaði á tímabilinu og var 2,7 falt hærra á seinni hluta tímabilsins samanborið við þann fyrri. Meðalaldur var 50 ár (18-101 ár). Algengasta einkennið var verkur (72%) og önnur algeng einkenni voru skyntruflun (67%), hreyfitruflun (49%) og Horner-heilkenni (36%). Helmingur fékk blóðþurrðarslag (51%). Fimm (4,6%) fengu endurtekna flysjun á eftirfylgdartímabilinu. Flysjunin varð í innri hálsslagæð í 56% tilfella og í hryggslagæð í 44% tilfella. Allir sjúklingarnir voru settir á blóðflöguhemjandi eða blóðþynningarmeðferð. Eftir 3-6 mánuði höfðu 77% enga eða væga fötlun eftir flysjunina (0-2 á modified Rankin-skalanum). Ályktanir Nýgengi hálsæðaflysjunar á Íslandi er í samræmi við erlendar rannsóknir. Greiningum hefur fjölgað á undanförnum árum og meðalnýgengið hækkað. Meirihluti sjúklinganna náði góðum bata, sem bendir til skilvirkrar greiningar og meðferðar á hálsæðaflysjun á Íslandi. Background: Cervical artery dissection is a common cause of ischemic stroke in young adults and middleaged individuals. Due to advances in imaging techniques and increased knowledge, dissections are now diagnosed much more frequently than before. This study aimed to investigate the incidence of cervical artery dissection in Iceland from 2005 to 2023. Methods: A retrospective study was conducted using medical records of individuals diagnosed with cervical artery dissection in Iceland between January 1, 2005, and December 31, 2023. The factors examined included gender, year of diagnosis, age at diagnosis, symptoms, risk factors, treatment, and prognosis. Data processing was performed using Excel® and Rstudio. Results: The study sample consisted of 107 individuals, including 37 women and 70 men. The average incidence was 1.62 per 100,000 people per year. The incidence increased over the period, being 2.7 times higher in the latter half compared to the former. The average age of diagnosis was 50 years (range 18-101 years). The most common symptom was pain (72%), followed by sensory disturbances (67%), motor disturbances (49%), and Horner's syndrome (36%). Half of the patients experienced an ischemic stroke (51%). Five individuals (4.6%) had a recurrent dissection during the follow-up period. Dissections occurred in the internal carotid artery in 56% of cases and the vertebral artery in 44% of cases. All patients received antiplatelet and/or anticoagulant therapy. After 3-6 months, 77% had no or mild disability (0-2 on the modified Rankin scale). Discussion: The incidence of cervical artery dissection in Iceland is consistent with findings from other studies. Diagnoses have increased in recent years, and the average incidence has risen. The majority of patients achie

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)