Title: | Lakkrísneysla getur verið lífshættuleg |
Alternative Title: | Licorice consumption can be life-threatening |
Author: |
|
Date: | 2024-10 |
Language: | Icelandic |
Scope: | 5 |
Department: | Önnur svið |
Series: | Læknablaðið; 110(10) |
ISSN: | 0023-7213 |
DOI: | 10.17992/lbl.2024.09.809 |
Subject: | Smitsjúkdómalæknisfræði; Innkirtlalæknisfræði; Humans; Male; Aged; Glycyrrhiza/adverse effects; Hypertension/diagnosis; Risk Factors; Biomarkers/blood; Potassium/blood; Blood Pressure/drug effects |
URI: | https://hdl.handle.net/20.500.11815/5079 |
Citation:Sturluson , Ó O , Jóhannsson , B & Sigurjónsdóttir , H Á 2024 , ' Lakkrísneysla getur verið lífshættuleg ' , Læknablaðið , bind. 110 , nr. 10 , bls. 464-468 . https://doi.org/10.17992/lbl.2024.09.809
|
|
Abstract:71 árs karlmaður leitaði á bráðamóttöku Landspítala eftir aðsvif. Hann var með verulega lágt blóðgildi kalíums, 2,1 mmól/L (viðmið 4,8-3,5 mmól/L) samhliða inflúensu A sýkingu og slappleika í lærvöðvum. Við nánari rannsóknir kom fram gáttatif, nýtilkominn háþrýstingur og aukinn útskilnaður á kalíum í þvagi. Lækkun reyndist vera á blóðgildi aldósteróns og reníns í blóði, sem benti til gervialdósterón-heilkennis (pseudo-hyperaldosteronism). Sjúklingur reyndist neyta umtalsverðs magns af lakkrís dagana fyrir komu, yfir 250g af lakkrískonfekti daglega, sem skýrði veikindi hans. Læknar þurfa að vera meðvitaðir um áhættu lakkrísneyslu og hafa hana í huga þegar sjúklingur greinist með háþrýsting og lækkað blóðgildi kalíums. A 71-year-old man came to the emergency department (ED) at Landspitali University Hospital after collapsing at his home. He had a severely decreased serum potassium concentration of 2.1 mmol/L (ref. 3,5-4,8 mmol/L), along with an influenza A infection and thigh muscle weakness. Further investigations revealed atrial fibrillation, new-onset hypertension and increased urinary excretion of potassium. Serum values of aldosterone and renin were under the limit of detection. The patient had consumed a significant amount of liquorice with marzipan, over 250g per day, in the days preceding his visit to the ED. He was subsequently diagnosed with liquorice-induced hypertension and syndome of apparent mineralocordicoid excess (pseudohyperaldosteronism). This case emphasizes the need for clinicians to be aware of the dangers of liquorice consumption.
|