Opin vísindi

Flugeldaslys á höfuðborgarsvæðinu 2010-2022. : Frá bráðamóttöku Landspítala

Flugeldaslys á höfuðborgarsvæðinu 2010-2022. : Frá bráðamóttöku Landspítala


Title: Flugeldaslys á höfuðborgarsvæðinu 2010-2022. : Frá bráðamóttöku Landspítala
Alternative Title: Emergency Department visits due to firework accidents in the Reykjavik capital area from 2010 to 2022
Author: Olafsson, Bjorn Vilhelm
Björnsson, Hjalti Már
Date: 2022-12-07
Language: Icelandic
Scope: 7
Department: Læknadeild
Lyflækninga- og bráðaþjónusta
Series: Læknablaðið; 108(12)
ISSN: 1670-4959
DOI: https://doi.org/10.17992/lbl.2022.12.719
Subject: Bráðalæknisfræði; Child; Humans; Male; Infant; Female; Accidents; Emergency Service, Hospital; Medical Records; Hospitalization; Erythema Nodosum; burns; explosive injury; firework accidents; fireworks; ocular injury; sparkles; Læknisfræði (allt)
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/3707

Show full item record

Citation:

Olafsson , B V & Björnsson , H M 2022 , ' Flugeldaslys á höfuðborgarsvæðinu 2010-2022. Frá bráðamóttöku Landspítala ' , Læknablaðið , bind. 108 , nr. 12 , bls. 539-545 . https://doi.org/10.17992/lbl.2022.12.719

Abstract:

Ágrip INNGANGUR Flugeldanotkun almennings er mikil á Íslandi og hefur henni fylgt nokkur slysatíðni. Engar fyrri heildstæðar rannsóknir liggja fyrir á flugeldaslysum hér á landi. Markmið rannsóknarinnar var að afla upplýsinga um umfang, orsakir og afleiðingar flugeldaslysa á höfuðborgarsvæðinu. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Gerð var textaleit í sjúkraskrám til að finna komur á bráðamóttöku Landspítala á tímabilinu desember 2010 til janúar 2022 af völdum flugeldaslysa. Voru sjúkraskrár yfirfarnar til að finna nánari lýsingar á tildrögum slyss og áverkum. NIÐURSTÖÐUR Á rannsóknartímabilinu leituðu 248 manns til Landspítala vegna flugeldaslysa, þar af 181 (73%) karl. Aldursbilið var frá 9 mánaða til 79 ára, alls 114 börn, þar af 12 á leikskólaaldri. Til viðbótar leituðu 54 á bráðamóttöku vegna hliðarslysa. Alls voru 96 (39%) slysanna rakin til gallaðra flugelda. Rakettur ollu flestum slysum, eða 56 (23%), þar á eftir skottertur 43 (17%) svo blys 32 (13%). Flugeldategund var óskráð í 62 (25%) tilfellum. Brunaáverka hlutu 157 einstaklingar, þar af 104 á höndum. Augnáverkar fundust hjá 67 einstaklingum og 97 einstaklingar hlutu opin sár. Inn á Landspítala lögðust 22 sjúklingar sem lágu samtals í 91 dag. Enginn lést en að minnsta kosti 13 hlutu varanlegt heilsutjón vegna flugeldaáverka. ÁLYKTANIR Síðasta áratug hefur 21 einstaklingur slasast og einn hlotið varanlegt heilsutjón að meðaltali vegna flugeldanotkunar á höfuðborgarsvæðinu ár hvert sé miðað við heil ár. Alls eru 73% slasaðra karlkyns, börn eru helmingur slasaðra og eitt barn á leikskólaaldri slasast venjulega um hver áramót. Efla þarf forvarnir gegn flugeldaslysum og íhuga að setja strangari reglur um notkun þeirra. BACKGROUND: Public use of fireworks is widespread in Iceland, and unfortunately associated with injuries. No prior comprehensive research has been done on firework accidents in Iceland. The goal of this study was to gather information about the extent, cause, and impact of firework accidents in the Reykjavik capital area. METHODS: Text search was conducted in medical records to find visits to the Emergency Department (ED) resulting from fireworks accidents over the period December 2010 to January 2022. Medical records were reviewed for details of events and injury. RESULTS: Over the period 248 patients came to the ED after a firework related injury, 73% male. The age range was from 9 months to 79 years of age. Children were 114, 12 were younger than 6 years. There where overall 54 secondary accidents. In total 96 (39%) accidents were traced to a faulty firework. Rockets caused the most accidents 56 (23%), cakes 43 (17%) and handheld candles 32 (13%). Type of firework was not reported in 62 (25%) cases. 157 sustained a burn injury, of which 104 where on hands. Eye injury was found on 67 patients and 97 individuals had open wounds. 22 where admitted to the hospital for a total of 91 days. Nobody died but at least 13 sustained permanent physical impairment due to fireworks. CONCLUSIONS: Over the past decade, 21 patients on average presented to the ED annually with firework injury. 73% of those injured by fireworks are male. Children make up one half of the injured and one child 5 years of age or younger sustains a firework injury every year on average. Preventive measures against firework accidents should be expanded and more restrictive regulations on their use should be considered.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)