Opin vísindi

Vioxx - víti til varnaðar?

Vioxx - víti til varnaðar?


Title: Vioxx - víti til varnaðar?
Author: Guðmundsson, Sigurður
Date: 2004-11-01
Language: Icelandic
Scope: 2
University/Institute: Landspítali
Series: Læknablaðið; 90(11)
ISSN: 0023-7213
Subject: Smitsjúkdómalæknisfræði; Gigtarlyf; Lyf; Markaðsetning; LBL12; Gigtarlyf; Lyf; Markaðsetning; LBL12
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/3624

Show full item record

Citation:

Guðmundsson , S 2004 , ' Vioxx - víti til varnaðar? ' , Læknablaðið , bind. 90 , nr. 11 , bls. 735-736 . < http://www.laeknabladid.is >

Abstract:

Þann 30. september síðastliðinn bárust þau óvenjulegu tíðindi að framleiðandi rófecoxíbs (Vioxx®), lyfja­fyrirtækið Merck, Sharp & Dohme hafi tekið lyfið af markaði vegna nýrra upplýsinga um aukna áhættu af völdum blóðsegamyndunar, kransæða­stíflu og heila­blóðfalla. Rófecoxíb er í flokki sýkló-oxýgenasa 2 hemla (coxíb) og var hið fyrsta þeirra á markaði. Þessi lyfjaflokkur kom fram fyrir fimm árum og fékk rófecoxíb markaðsleyfi á Íslandi í mars árið 2000. Lyfið naut strax mikillar hylli hér á landi sem annars staðar, enda var gengið fram af krafti við markaðssetningu lyfsins. Söluverðmæti lyfjaflokksins hér á landi árið 2003 var rúmlega 250 milljónir. Hélt rófecoxíb nokkuð öruggri forystu þótt celecoxíb (Celebra) hafi sótt á undanfarin tvö ár. Söluverðmæti lyfjaflokksins fyrstu sex mánuði ársins 2004 mun vera um 120 milljónir. Íslenskir læknar, og reyndar sjúk­lingar líka, tóku því mjög vel við sér í þessu efni. Við vorum reyndar ekki ein á báti þar, en stóðum mjög framarlega í flokki.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)