Opin vísindi

Íslenskar bækur erlendis: bókasöfnun Willards Fiskes (1831-1904)

Skoða venjulega færslu

dc.contributor Háskóli Íslands
dc.contributor University of Iceland
dc.contributor.advisor Már Jónsson
dc.contributor.author Bragadóttir, Kristín
dc.date.accessioned 2017-08-23T13:34:13Z
dc.date.available 2017-08-23T13:34:13Z
dc.date.issued 2017-06
dc.identifier.citation Kristín Bragadóttir. (2017). Íslenskar bækur erlendis: bókasöfnun Willards Fiskes (1831-1904) (doktorsritgerð). Háskóli Íslands, Reykjavík.
dc.identifier.isbn 9789935924520
dc.identifier.uri https://hdl.handle.net/20.500.11815/350
dc.description.abstract Bandaríkjamaðurinn Willard Fiske, prófessor í norrænum fræðum og bókavörður í Cornell-háskóla í Íþöku, New York-fylki árin 1868–1883 eignaðist næststærsta safn íslenskra rita utan Íslands, aðeins Konunglega bókasafnið í Kaupmannahöfn varðveitti meira af íslensku prentefni. Þessi ritgerð Íslenskar bækur erlendis: Bókasöfnun Willards Fiskes (1831–1904) segir frá söfnun Fiskes, aðdraganda, aðferðum, frágangi og hugmyndum hans um framtíð safnsins. Í ritgerðinni er varpað ljósi á söfnun Willards Fiskes á íslensku prentefni. Í söfnunarstarfi hans skipti engu hvort um var að ræða forna prentgripi, sem orðnir voru fágæti, eða nýjasta smáprent, svo sem grafskriftir, tækifæriskvæði á einblöðungum og markaskrár. Hann sóttist einnig eftir erlendu prentefni ef það tengdist Íslandi eða Íslendingum á einhvern hátt. Vesturheimsprenti safnaði hann eftir föngum. Bréfasafn Fiskes frá tímabilinu 1847–1904 hefur varðveist vel og er meginefni ritgerðarinnar fengið úr bréfunum, stöku sinnum reikningum vegna innkaupa en auk þess er stuðst við prentuð rit í rannsókninni. Hann hélt sjálfur til haga því sem mikilvægt taldist. Bréfasafn hans var flutt með ritakosti frá Flórens til Íþöku árið 1905 og hafa skjöl hans verið varðveitt við bestu aðstæður. Bréf Fiskes til ýmissa Íslendinga hafa mörg varðveist. Kenningarlegur bakgrunnur ritgerðarinnar eru verk Pierre Bourdieus um menningarlegt auðmagn. Ritgerðin, sem nær yfir árabilið 1850–1904, skiptist efnislega í þrennt. Í fyrsta hluta, sem fjallar um aðdraganda þess að áhugi Fiskes beindist að Íslandi og síðan söfnun hans á íslensku prentefni, er vikið að ýmsum ytri skilyrðum og umhverfi ungs og áhrifagjarns námsmanns í New York-fylki fyrir og um miðja 19. öld. Hann raungerði drauma sína og dvaldist í Danmörku og Svíþjóð árin 1850–52 og þar fékk hann þá hugmynd að Íslandi skyldi hann þjóna og vinna að málefnum þess eins vel og honum væri unnt. Þjóðernishugmyndir á Norðurlöndum höfðu áhrif á verkefnisval hans. Gerð er grein fyrir götiscismanum og skandinavismanum, stefnum sem Fiske varð fyrir áhrifum frá og sem styrktu hugmyndir hans um sérstöðu Norðurlanda. Í Íslandsferð sinni 1879 kynntist hann mönnum sem unnu að söfnuninni fyrir hann. Annar hluti er rannsókn á söfnun og söfnunaraðferðum Fiskes. Kannað er hvernig hann fór að því að eignast safnið. Enn fremur er sýnt fram á hvaða áherslur hann lagði á efnið sem hann eignaðist við söfnunina. Þá er fjallað um það hve mikla áherslu Fiske lagði á íslenska safnið sitt og hvernig hann notfærði sér kunnáttu og hæfni ýmissa Íslendinga við söfnunina en hann naut aðstoðar sérstaklega hæfileikaríkra manna og bjó sér til þéttriðið tengslanet. Mestu af efninu var safnað á árunum 1883–1904 á meðan Fiske bjó í Flórens. Gerð er grein fyrir menningarástandinu í Flórens á þeim árum. Meginkjarni ritgerðarinnar snýst um tengslanet Fiskes sem var honum mikilvægt því án tenglanna hefði hann ekki náð öllu því efni saman sem árið 1904 myndaði Íslandssafn hans, en þá taldi það um 10.000 bindi. Hann sóttist alltaf eftir bestu fáanlegu eintökunum og greiddi vel fyrir öll rit smá og stór, gömul og ný. Í ritgerðinni er gerð grein fyrir aðstoð íslenskra menntamanna við söfnun hans. Í þriðja hluta er fjallað um framtíðarhugmyndir safnarans. Hvað var það sem vakti fyrir Fiske með íslensku ritunum? Hver var tilgangur hans með söfnuninni og hvað sá hann fyrir sér eftir sinn dag? Rök eru færð fyrir því að hann hafi haft ákveðin markmið í huga með söfnuninni og unnið markvisst að þeim markmiðum í áratugi án þess að hvika frá þeim nokkru sinni. Með söfnun sinni var Fiske að bjarga menningarverðmætum sem hann áttaði sig fljótt á að yrðu annars eyðingu að bráð. Í þessum hluta er fjallað um hvernig Fiske gerði umheiminum grein fyrir því hvað var í safni hans. Fjallað er um áherslu á að aðgangur yrði greiður fyrir lærða og leika og einnig hvernig búið var um safnið til framtíðar. Ljóst er að Fiske hafði skýra mynd af því hvað hann ætlaði sér með safninu og hann gekk frá því á besta mögulega hátt fyrir komandi kynslóðir. Hann vildi að safnið fengi verðugt hlutverk meðal menntamanna eftir sinn dag og gekk svo frá erfðaskrá sinni að það nyti ágætra sjóða til langframa. Greina má snemma á söfnunartímanum að Fiske hafði ákveðið markmið og ætlaði safni sínu ákveðið hlutverk eftir sinn dag. Í ritgerðinni eru færð rök fyrir því að söfnun hans á íslensku prentefni hafi ekki verið handahófskennd heldur hafi ásetningur hans verið að varðveita íslenska menningararfleifð á heildstæðan hátt og að lokum hafi hann verið búinn að eignast ígildi þjóðbókasafns þar sem allt prentefni frá mestu forngripum til nýprentaðs snifsis var haldið saman. Ekkert einkasafn hafði á að skipa jafnmiklu efni og er safn Fiskes því einstakt. Til marks um það má nefna að sjö bækur frá 17. öld eru í safni hans sem hvergi annars staðar eru til og sýnir það að varðveisla hans hefur tekist. Fiske glímdi við veikindi meirihluta söfnunartímans. Hann nýtti tengla sína og safnaði af öllum krafti til þess að gera safn sitt þannig úr garði að það væri heildstætt og greiddi vel fyrir ritin og þá vinnu sem leit að þeim hafði í för með sér. Þó að Íslendingar hafi notið góðs af áhuga margra erlendra manna um aldir hafa fáir eða engir lagt jafnmikið af mörkum í þágu þjóðarinnar og Willard Fiske.
dc.description.abstract The American Willard Fiske, Professor of Nordic studies and librarian at Cornell University in Ithaca, New York, 1868–1883, acquired the second-largest collection of Icelandic works outside of Iceland; only the Royal Library in Copenhagen held a greater number of Icelandic works. This thesis, Icelandic Books Abroad: The Background and story of Willard Fiskeʼs Collection 1831–1904, relates the history of Fiskeʼs collection, its background, methods, its storage and preservation and Fiskeʼs ideas for the future of his library. It examines Willard Fiskeʼs collecting of printed Icelandic works, making no distinction between antiquarian printed materials which were extremely rare and recent ephemera, such as epitaphs, occasional poems on a single page, or registers of ear marks. He also sought to acquire works printed abroad if they were in some manner connected to Iceland or Icelanders, including works in Icelandic printed in North America wherever possible. Fiskeʼs correspondence from this period has been well preserved and provided the backbone for the thesis, together with the occasional invoices for purchases and published sources. He himself made sure to preserve what he thought was significant. His private papers were sent from Florence to Ithaca, New York, with his library in 1905. All his documents have been stored under optimal conditions. Many letters written by Fiske to various Icelanders have been preserved. The thesis seeks its theoretical background in the work of Pierre Bourdieu on cultural capital. The period examined, from 1850 to 1904, is divided substantially into three sections. The first of them, which examines the events leading up to Fiskeʼs interest in Iceland and his subsequent collecting of Icelandic printed works, highlights various aspects of the environment of the young and impressionable scholar in New York State prior to and around the mid-19th century. Following his dreams, he spent time in Denmark and Sweden in 1850–52, where the idea occurred to him of serving Iceland and the interests of the country to the utmost of his capacity. Nascent national romanticism in the Nordic countries strongly influenced his choice of projects. An account is given of Scandinavianism and Gothicism, movements which influenced Fiske and reinforced his ideas of the uniqueness of the Nordic countries. On journeying to Iceland in 1879 he made acquaintances who worked on collecting for him. The second section of the thesis is an investigation of Fiskeʼs actual collecting and methods of collection. It looks at how he went about acquiring his collection and what his priorities were in selecting the materials he collected. It discusses how much time and effort Fiske devoted to his Icelandic collection, availing himself of the knowledge and abilities of various Icelanders. He was fortunate in gaining the assistance of especially able people, and built up a dense network of connections. Most of the material was collected during the period 1883–1904, while he lived in Florence. An account is given of the cultural situation which surrounded Fiske in Florence at this time. This section forms the core of the thesis and focuses on Fiskeʼs all-important network of contacts. Without this he would never have managed to accumulate the vast amount of material that comprised his Icelandic library by 1904, which numbered around 10,000 volumes. He always endeavoured to obtain the best available copies, and paid well for all the works, large or small, new or old. The thesis describes the assistance he was given by Icelandic intellectuals. The third section examines the collectorʼs ideas for the future and what it was he was aiming at with these Icelandic works. What was his purpose in collecting, and what did he hope would be their fate after his day? Arguments are presented indicating that he had specific goals in mind with his collection and worked determinedly to achieve them for decades, never deviating from his objectives. By collecting these works Fiske was saving a cultural heritage that he soon realised would otherwise have been destroyed. This final section discusses how he presented his Icelandic collection to the world around him, in order to make it accessible to laymen and scholars alike and ensure it a suitable home for the future. It is evident that he had a clear vision of his intentions for the collection and left it in an optimal situation for future generations. He wished to make a worthy role for the collection among Icelandic scholars after his day, and in his will made sure it would enjoy generous long-term funding. It is clear from the early stages of his collecting that Fiske had particular objectives and intended a specific role for his collection after his day. The thesis provides arguments that Fiskeʼs collecting of Icelandic printed works had not been a random pastime; it was his intention to preserve Icelandic cultural heritage. In the end he possessed the equivalent of a national library, including a vast number of printed works ranging from antique treasures to modern bits and scraps. No private library had covered such a range of material, making Fiskeʼs collection absolutely unique. Seven books in his collection from the 17th century, for instance, which are nowhere else to be found are proof of his success in preservation. For most of this long period Fiske was plagued by ill health. He made good use of his contacts, acquiring works avidly to make his collection as comprehensive as possible. He paid well for both the works themselves and the effort involved in obtaining them. Although Icelanders have been fortunate in benefiting from the interest and goodwill of many foreigners through the ages, but few if any have made a contribution to match that of Willard Fiske.
dc.format.extent 295
dc.language.iso is
dc.publisher Háskóli Íslands, Hugvísindasvið, Sagnfræði- og heimspekideild
dc.rights info:eu-repo/semantics/openAccess
dc.subject Bókasöfn
dc.subject Bókasafnarar
dc.subject Doktorsritgerðir
dc.title Íslenskar bækur erlendis: bókasöfnun Willards Fiskes (1831-1904)
dc.type info:eu-repo/semantics/doctoralThesis
dc.contributor.department Sagnfræði- og heimspekideild (HÍ)
dc.contributor.department Faculty of History and Philosophy (UI)
dc.contributor.school Hugvísindasvið (HÍ)
dc.contributor.school School of Humanities (UI)


Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum:

Skoða venjulega færslu