Opin vísindi

Meðferð höfuðstofnsþrenginga á Íslandi: Víkkun, hjáveituaðgerð eða lyfjameðferð?

Meðferð höfuðstofnsþrenginga á Íslandi: Víkkun, hjáveituaðgerð eða lyfjameðferð?


Title: Meðferð höfuðstofnsþrenginga á Íslandi: Víkkun, hjáveituaðgerð eða lyfjameðferð?
Alternative Title: Management of patients with left main stem stenosis in Iceland 2010-2020: PCI or CABG
Author: Guðmundsdóttir, Ingibjörg Jóna
Guðbjartsson, Tómas
Sigurðsson, Martin Ingi
Andersen, Karl Konráð
Mogensen, Brynjólfur Árni
Reynisdóttir, Heiðrún Ósk
Kristjánsdóttir, Margrét Kristín
Date: 2022-09
Language: Icelandic
Scope: 8
University/Institute: Landspítali
Department: Læknadeild
Hjarta- og æðaþjónusta
Skurðstofur og gjörgæsla
Skrifstofa aðgerðasviðs
Series: Læknablaðið; 108(9)
ISSN: 0023-7213
DOI: https://doi.org/10.17992/lbl.2022.09.704
Subject: Bráðalæknisfræði; Hjartalæknisfræði; Hjarta- og lungnaskurðlæknisfræði; Svæfinga- og gjörgæslulæknisfræði
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/3468

Show full item record

Citation:

Guðmundsdóttir , I J , Guðbjartsson , T , Sigurðsson , M I , Andersen , K K , Mogensen , B Á , Reynisdóttir , H Ó & Kristjánsdóttir , M K 2022 , ' Meðferð höfuðstofnsþrenginga á Íslandi: Víkkun, hjáveituaðgerð eða lyfjameðferð? ' , Læknablaðið , bind. 108 , nr. 9 , bls. 387-394 . https://doi.org/10.17992/lbl.2022.09.704

Abstract:

INNGANGUR Kransæðahjáveituaðgerð hefur lengi verið talin kjörmeðferð fyrir sjúklinga með höfuðstofnsþrengingu en rannsóknir síðustu ára hafa sýnt að kransæðavíkkun gefur sambærilegan árangur í ákveðnum sjúklingahópum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig meðferð við höfuðstofnsþrengingu var háttað á Íslandi síðastliðin ár og hvort hún hafi breyst. Einnig voru könnuð áhrif bakgrunnsþátta á meðferðarval og langtímalifun. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin náði til sjúklinga með höfuðstofnsþrengingu á Íslandi 2010-2020. Um er að ræða afturskyggna, lýðgrundaða gagnarannsókn þar sem gögn voru færð í SCAAR-SWEDEHEART-gagnagrunninn í rauntíma þegar sjúklingar fóru í kransæðamyndatöku. Sjúklingar með sögu um fyrri hjáveituaðgerð eða frábendingu fyrir aðgerð voru útilokaðir. Langtímalifun var skoðuð með aðferð Kaplan-Meiers og sjálfstæðir forspárþættir lifunar með COX-aðhvarfsgreiningu. NIÐURSTÖÐUR Af 702 höfuðstofnsþrengingum voru 195 meðhöndlaðar með kransæðavíkkun, 460 með hjáveituaðgerð og 47 með lyfjameðferð eingöngu. Mesta spönn á aldri sjúklinga var í víkkunarhóp og meðalaldur lyfjameðferðarhóps var hæstur. Sjúklingar með höfuðstofnsþrengingu og þriggja æða sjúkdóm eða samhliða lokusjúkdóm fóru oftast í hjáveituaðgerð (76,1% og 84,4%). Sjúklingar með höfuðstofnsþrengingu eingöngu voru oftast víkkaðir (62,1%) sem og sjúklingar með hjartadrep með ST-hækkun eða hjartabilunarlost (67,1% og 70,0%). Hlutfall víkkana jókst úr 19,8% á fyrri hluta rannsóknartímabilsins í 42,7% á því síðara. Ekki var marktækur munur á heildarlifun í víkkunarhóp og hjáveituhóp (p=0,41). ÁLYKTUN Þættir sem tengjast meðferðarvali sjúklinga með höfuðstofnsþrengingu eru aldur, útbreiðsla kransæðasjúkdóms og hversu brátt ástand sjúklings er. Veruleg aukning hefur orðið á höfuðstofnsvíkkunum og ekki er marktækur munur á lifun þeirra sem fóru í hjáveituaðgerð og kransæðavíkkun, en sjúklingahóparnir eru ólíkir. Introduction: Coronary artery bypass surgery (CABG) has been standard treatment for patients with left main coronary artery disease (LMCAD) but percutaneous coronary intervention (PCI) can be a good alternative. Our aim was to evaluate revascularization of LMCAD-patients in Iceland and treatment changes in recent years. We also assessed the impact of patient background factors on treatment choice and long-term survival. Methods: This retrospective, population-based registry-study analyzed data from the SCAAR-SWEDEHEART database. Patients with significant LMCAD on coronary angiography in Iceland 2010-2020, without previous history of CABG or contraindication for surgery were enrolled. The Kaplan-Meier method was used to study long-term survival and COX-regression analysis to adjust for predictor variables. Findings: Of 702 LMCAD patients, 195 were treated with PCI, 460 with CABG and 47 with medical therapy. The widest age-range was in the PCI group and the mean age was highest in the medical therapy group. Patients with LMCAD and concomitant three vessel disease or heart valve disese were mostly treated with CABG (76.1% and 84.4%). The majority of patients with LMCAD only were treated with PCI, as well as patients presenting with STEMI or in cardiogenic shock (67.1% and 70.0%). The proportion of patients treated with PCI increased from 19.8% in 2010-2015 to 42.7% in 2016-2020. There was no significant difference in survival between the PCI and CABG-groups (p=0.41). Conclusions: In patients with LMCAD the main factors determining treatment choice are age, anatomical complexity and acuteness. There has been a significant increase in LMCAD patients treated with PCI.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)